Lífið samstarf

Hver dá­leiðsla er spennandi og ófyrir­sjáan­legt ferða­lag

Dáleiðsluskóli Íslands
Þær Steinunn Margrét Sigurðardóttir (t.v.) og Ragnheiður Jónína Sverrisdóttir (kölluð Jonna) eru báðar klínískir dáleiðendur og sérfræðingar í Hugrænni endurforritun frá Dáleiðsluskóla Íslands. Myndir/Anton Brink.
Þær Steinunn Margrét Sigurðardóttir (t.v.) og Ragnheiður Jónína Sverrisdóttir (kölluð Jonna) eru báðar klínískir dáleiðendur og sérfræðingar í Hugrænni endurforritun frá Dáleiðsluskóla Íslands. Myndir/Anton Brink. Myndir/Anton Brink.

Þær Steinunn Margrét og Ragnheiður Jónína (Jonna) hafa undanfarið ár náð merkilegum árangri í meðferðarstarfi með klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun. Þær hafa báðar áratuga reynslu af meðferðum og umönnun.Við fengum þær til að segja okkur hvernig þær komust á þennan stað.

Steinunn Margrét: „Ég ólst upp í Hveragerði og hef alla mína tíð búið þar og bý þar enn. Ég er hjúkrunarfræðingur á Heilsustofnun í Hveragerði og hef starfað þar sem slík sl. 25 ár, áður sem sjúkraliði í 10 ár. Að auki er ég leiðbeinandi í skyndihjálp. Og síðast en ekki síst klínískur dáleiðandi og sérfræðingur í Hugrænni endurforritun, sem ég lærði í Dáleiðsluskóla Íslands.

Auk alls þessa er ég eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma.

Ég fór seint að mennta mig, ekki fyrr en börnin voru orðin stálpuð og hef ég ekki stoppað síðan. Og unnið mikið samhliða námi.

Umönnunarstörf hafa alltaf höfðað mest til mín og ég vann m.a. á öldrunarheimilum, sjúkrahúsum og í heimahjúkrun.“

Jonna: „Ég heiti Ragnheiður Jónína Sverrisdóttir en er yfirleitt kölluð Jonna. Ég er Reykvíkingur en er fædd og uppalin á Seltjarnarnesi. Ég er 68 ára tveggja barna móðir, á tvö barnabörn og eitt bónusbarnabarn.

Ég útskrifaðist sem klínískur dáleiðandi og sérfræðingur í Hugrænni endurforritun frá Dáleiðsluskóla Íslands 2. júní 2024. Það var sem sagt ekki fyrr en eftir að ég varð löggilt gamalmenni sem ég áttaði mig á hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór.

Ég rek meðferðarstofuna Klínísk dáleiðsla og Líf eftir áföll. Ég hef bæði rannsakað og unnið með fólki sem glímir við afleiðingar ofbeldis og annarra áfalla.

Ég útskrifaðist úr HÍ með MA í félagsfræði, BS í sálfræði, diplóma í afbrotafræði og áfengis- og vímuefnamálum. Ég er einnig lærður kúndalíni jógakennari og líkamsræktarþjálfari. Ég hef auk þess tekið mörg námskeið hjá Endurmenntun HÍ, t.d. um sálræn áföll og ofbeldi, sálgæslu o.fl.

Ég vann áður sem heilbrigðisgagnafræðingur í ADHD-teymi HH, LSH og læknastofum. Í nokkur ár var ég í líkamsræktarbransanum. Starfaði einnig um tíma á búsetukjörnum fyrir fólk með geðraskanir og vímuefnavanda.“

Jonna: „Í uppeldinu fékk ég þá forritunin að bera mikla ábyrgð og gera mjög miklar kröfur til sjálfrar mín og hef oft látið aðra ganga fyrir mínum þörfum. Ég fór svo eftir þessum reglum í undirvitundinni án þess að vita af þeim þar til mjög nýlega að ég gat farið að eyða þeim eða breyta.“

Hvers vegna fórstu í dáleiðslunám?

Jonna: „Ég hafði velt fyrir mér í nokkurn tíma að prófa dáleiðslu en ég er opin fyrir aðferðum og leiðum í sjálfsvinnu. Mig langaði að verða betri útgáfa af sjálfri mér og hef því prófað ýmislegt. Dáleiðslan er eitthvað svo einföld og hraðvirk og það hentaði mér afar vel. Ég er frekar hvatvís og á það til að taka of mikið að mér og bræða úr mér, hef náð að klára mig alveg nokkrum sinnum yfir ævina. Dáleiðslan virkilega hjálpaði mér þarna; ég fór að ná að staldra við og hlusta aðeins á innsæið áður en ég svara og framkvæmi.

Fyrir um það bil tveimur árum að ég var ósátt við mínar aðstæður. Ég var í starfi sem var í sjálfu sér mjög áhugavert en vinnuaðstæður, laun og fleira voru ekki beint hvetjandi. Ég fann að ég þurfti að breyta einhverju.

Ég fór af forvitni í dáleiðslutíma og ég náði góðri slökun en fannst ekkert sérstakt hafa gerst. Samt var það svo að þennan sama dag og enn meira næstu daga og vikur að ég fór að finna breytingar og fólkið í kringum mig tók eftir þessum breytingum. Ég fann fyrir meiri innri ró og ég áttaði mig á að ég þurfti ekki að vera í þessum aðstæðum.

Stórmerkilegt að þurfa dáleiðslu til að átta mig á því, en það var svo margt sem fór einhvern veginn að skýrast. Ég hef lengi vel verið mjög meðvirk og því haft mikið að gera við að bjarga heiminum. Mér fór að takast betur og betur að sleppa tökum á allskonar vitleysu sem ég hafði komið mér í. Hugurinn fór að skýrast og mér tókst að verja tíma mínum í það sem skipti mig meira máli eins og barnabörnin, fjölskylduna og vini. Ég fór nokkrum sinnum í dáleiðslu til fleiri aðila og auk þess dáleiddum við hvort annað oft á meðan við vorum í náminu og það var mjög dýrmætt.

Ýmislegt hefur á daga mína drifið þessi 68 ár ævinnar, sumt frábært og annað ekki eins frábært. Ég þurfti snemma að bera mikla ábyrgð vegna veikinda og allskonar. En ég hélt áfram að bera ábyrgð á öllu og öllum eftir að ég varð fullorðin. Það var regluverkið, forritunin sem ég hef orðið fyrir snemma á ævinni, það að bera mikla ábyrgð og gera mjög miklar kröfur til sjálfrar mín.

Svona hélt það bara áfram og ég hef verið meira og minna á sjálfstýringu í gegnum lífið. Það er magnað að uppgötva að geta breytt þessu sem og svo mörgu öðru á gamals aldri. Góðu fréttirnar eru að það þarf ekki að bíða fram á elliárin til að breyta, það er hægt að gera það miklu fyrr, en það er samt aldrei of seint að breyta og bæta lífi í árin.

En í stuttu máli er þetta í raun ekkert flóknara en það að ég kolféll fyrir þessari einföldu en áhrifaríku leið sem dáleiðslan er og ég skráði mig í nám hjá Dáleiðsluskóla Íslands. Ég varð alveg heilluð af grunnnáminu og ákvað því að fara í framhaldsnámið í meðferðardáleiðslu og Hugrænni endurforritun.“

Steinunn Margrét: „Þetta er góð og gefandi vinna sem gefur manni vítamín í sálina.“

Steinunn Margrét: „Það má segja að undirvitund mín hafi vakið mig til umhugsunar og hvatt mig til að sækja um þetta nám. Þannig er að þegar maður fer í visst slökunarástand þá leitar maður inn á við og fer í huganum á sinn friðarstað. Svo ég útskýri það nánar þá dvaldi ég á mínum friðarstað úti í náttúrunni innan um fuglana og gróðurinn, ég hafði þá nýverið séð auglýsingu um þetta nám. Það var eins og eitthvað vaknaði í undirvitund minni, einhver hvatning um að þetta ætti ég að læra og auðvitað tók ég mark á þessu og skráði mig.

Ég hafði vitað af þessari meðferð á mínum vinnustað, Heilsustofnun NLFÍ, þar sem nokkrar góðar samstarfskonur mínar höfðu lært þessa meðferð hjá Dáleiðsluskóla Íslands. Og hefur þessi meðferð gefist dvalargestum þar vel og notið ört vaxandi vinsælda.

Ég hef alla tíð haft áhuga á heilsu fólks, bæði andlegri og líkamlegri og langað til að bæta við mig þekkingu sem gæti nýst mér í starfi. Einnig taldi ég þetta tækifæri til að kynnast sjálfri mér betur.“

Hverju breytti námið fyrir þig sjálfa?

Steinunn Margrét: „Fyrst og fremst að fá frelsi til að fljúga, og fljúga hvert á land sem er og losna við þessa sjúklegu hræðslu sem fylgdi mér í tengslum við flug. Ég fór í 1 tíma í Hugrænni endurforritun hjá Ingibergi Þorkelssyni og flughræðslan hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ég er búin að fara í margar flugferðir síðan og aldrei fundið fyrir svo mikið sem ónotum.

Ég lærði að undirvitundin safnar öllu því sem hún heyrir inn á sig og heldur því þar, bæði góðum og slæmum tilfinningum. En með Hugrænni endurforritun getum við hreinsað allt það neikvæða sem safnast hefur fyrir og eytt því og það kemur ekki aftur.

Námið veitti mér dýpri sjálfsþekkingu og aukið sjálfstraust, ég get lesið betur í hegðun og aðstæður annara. Það nýtist og hjálpar mér í starfi, því að ég hef fengið að nota þessar aðferðir á mínum vinnustað, sem ég er afar þakklát fyrir. Þetta er góð viðbót við hjúkrunarstarfið. Þetta er góð og gefandi vinna sem gefur manni vítamín í sálina.“

Jonna: „Það er áhugavert hversu eðlilegt og sjálfsagt fólki þykir að prófa dáleiðslu.“

Jonna: „Dáleiðslan var púslið sem vantaði. Ég hef stundað allskonar nám og unnið fjölbreytt störf. Oft hugsaði ég að mér fannst eins og að ég næði ekki að nýta þekkinguna mína nægilega vel. Ég brenn fyrir mannréttindum öllum til handa. Ég hef mikinn áhuga á að aðstoða fólk við að vinna úr afleiðingum áfalla og erfiðleika. Þegar ég útskrifaðist úr dáleiðslunáminu áttaði ég mig á að nú væri ég akkúrat komin með verkfærið eða þetta púsl sem vantaði.

Í meistaranámi mínu í félagsfræði árið 2017 gerði ég eigindlega rannsókn um afleiðingar ofbeldis og vanrækslu í æsku á heilsu og lífsgæði á fullorðinsárum. Orðræða um afleiðingar ofbeldis og vanrækslu hefur mikið breyst á þessum átta árum. Ég var oft spurð af kennurum hvar ég hefði fundið þetta fólk. En þessir 12 viðmælendur mínir áttu erfiðar lífssögur. Í dag þykir það ljóst að erfiðleikar í æsku geta haft mikil áhrif á líf og heilsu fólks.

Margir af þeim sem koma í dáleiðslu eiga þó einungis góðar minningar frá æskuárunum en lífið hendir í okkur alls konar verkefnum. Þannig að fólk glímir oft við erfiðleika vegna álags á vinnustað eða heimili, sorgar vegna missis ástvina og heilsubrests. Það er svo margt sem getur haft áhrif á lífsgæði okkar.“

Hvaða árangri hefur meðferðarstarfið skilað fyrir þína skjólstæðinga ?

Jonna: „Nú hef ég unnið við dáleiðslumeðferðir í rúmt ár eða frá því að ég útskrifaðist í júní í fyrra. Ég opnaði stofu 18. júní 2024. Þetta fór nokkuð vel af stað og núna rúmi ári seinna hef ég öðlast mikla reynslu og fengið til mín fólk sem er að glíma við mismunandi vanda. Það er engin dáleiðsla eins, ekki einu sinni hjá sömu meðferðarþegum. Hver dáleiðsla er eins og spennandi ófyrirsjáanlegt ferðalag með mismunandi fólki.

Það er þessi tilfinning þegar þú heyrir: „Vá, þetta var magnað”, þegar fólk vaknar af dáleiðslunni. Fólk hafi náð að losna við reiði, djúpa sorgartilfinningu, kvíða og alls kyns erfiðar tilfinningar eða getur loksins sofið. Þá líður mér vel.

Margir koma nokkrum sinnum og fólk fer yfirleitt dýpra og auðveldar í dáleiðsluástand þegar það kemur í annað og þriðja sinn. En nú undanfarið hef ég þó fengið að upplifa mjög öflugar dáleiðslur og mikinn árangur eftir eitt skipti.

Tvær dáleiðslur á síðustu vikum eru þær allra mögnuðustu hingað til. Þessir dáleiðsluþegar voru svo móttækilegir og fóru mjög djúpt og því gerðist mikið í tímanum. Samt voru þessar dáleiðslur ólíkar enda mjög ólíkir einstaklingar. Það var eins og það væri að losna um mikla og langvarandi spennu hjá þeim báðum.

Það er svo ótrúlega gefandi að fá að vera hluti af þessu bataferli hjá fólki.

Stundum hefur fólk komið vegna ákveðinna vandamála eða lagt áherslu á að breyta einhverju en svo kemur eitthvað allt annað upp í dáleiðslunni sjálfri, jafnvel eitthvað sem fólk hafði bælt niður lengi og varð undrandi á að þetta hefði komið upp.

Meðferðin er áhrifarík og fljótvirk og meðferðarþeginn þarf ekki að upplifa áföllin aftur eða lýsa þeim í orðum frekar en vill. Sumt fólk vill deila minningum og atburðum á meðan aðrir vilja ekki fara í gegnum það. En það er hægt að vinna með fastar tilfinningar og aðrar afleiðingar áfalla án þess að ræða áföllin.

Við biðjum einfaldlega undirvitundina þína að eyða rót vandans. Það er þessi innri rödd sem hefur aðgang að öllum tilfinningum og minningum meðferðarþegans.“

Steinunn Margrét: „Við vitum ekki alltaf hvað veldur því að við reiðumst eða finnum fyrir neikvæðum tilfinningum. Ástæðurnar eru í undirvitundinni og þær má auðveldlega fjarlægja.“

Steinunn Margrét: „Dáleiðslumeðferð gefur alltaf góða líðan og Hugræn endurforritun hefur reynst mínum skjólstæðingum afar vel. Þau hafa losnað við kvíða, spennu, streitu, ávana, fælni, sorg, lífsleiða, einmanaleika og svo má lengi telja. Það að geta endurforritað líðan og eytt slæmum tilfinningum úr fortíð er alveg magnað að upplifa og finna, bæði fyrir skjólstæðinginn og mig sem meðferðaraðila.

Mínir skjólstæðingar hafa lýst þessari meðferð sem stórkostlegri. Þau hafa lýst upplifun sem sé góð en sérstök. Hafa orðið afslappaðri í samskiptum við annað fólk og eiga auðveldara að setja öðrum mörk. Og þau njóta betur líðandi stundar.

Þau hafa einnig lýst því að hugurinn verði rólegri, minna rót, minni streita og minni frestunarárátta. Betri svefn. Ein lýsing var eins og að falla í djúpan svefn svipað og í svæfingu. Sumir hafa nánast losnað við verki og stirðleika.

Strax að dáleiðslunni lokinni tala allir um hve þeim líður vel og hve frábær tilfinning það er að fara í dáleiðslu. Áhrifin byrja strax að koma ljós og aukast svo í nokkuð langan tíma.“

Hverjir gætu nýtt sér þessa meðferð ?

Steinunn Margrét: „Það geta í rauninni allir nýtt sér dáleiðslumeðferð, bæði djúpslökunar meðferðardáleiðslu og Hugræna endurforritun. Flest okkar ef ekki öll lenda í einhverjum áföllum í gegnum ævina sem hamla okkur í daglegu lífi og samskiptum við annað fólk. Það gerist alltaf eitthvað gott í dáleiðslumeðferð.

Við vitum ekki alltaf hvað veldur því að við reiðumst eða finnum fyrir neikvæðum tilfinningum. Ástæðurnar eru í undirvitundinni og þær má auðveldlega fjarlægja.

Ég mæli eindregið með því að allir prófi dáleiðslumeðferð.

Ef þú eða einhverjir sem þú þekkir og þykir vænt um eru að glíma við vanlíðan að einhverju tagi, hikaðu þá ekki við að benda þeim á þessa mögnuðu meðferð.“

Jonna: „Þessi meðferð getur í raun hentað öllum sem vilja breytingar í eigin lífi eða bara aukna vellíðan. Við erum í raun að hjálpa fólki að komast í djúpa slökun og gefa dagvitundinni eða gagnrýna huganum frí og komast að undirvitundinni. Flóknara er það nú ekki.

Algengt er að fólk vilji bæta svefn, vinna gegn kvíða og depurð. Það er mjög algengt að fólk leiti í dáleiðslu til að vinna úr afleiðingum ofbeldis eða annarra áfalla, kulnunar, eineltis, höfnunar og til þess að draga úr streitu og auka sjálfstraust.

Ég hef líka fengið fólk sem glímir við ýmiskonar fíkn, sorg, einmanaleika og sjálfsvígshugsanir. Einnig eru margir að glíma við líkamleg einkenni eins og vefjagigt eða annan verkjavanda. Aðstandendur fólks með vímuefnavanda eru meðal þeirra sem komið hafa til mín.

Til mín hefur leitað fólk á aldrinum 18 til 84 ára og af mismunandi ástæðum. Margir hafa prófað allt mögulegt en sumir hafa kannski aldrei sagt frá erfiðum áföllum og föstum tilfinningum. Mér þykir áhugavert hversu eðlilegt og sjálfsagt fólki þykir að prófa dáleiðslu, sumir farið áður, en aðrir forvitnir að prófa.“


Næsta grunnnámskeið Dáleiðsluskóla Íslands hefst 12. september 2025.

Hægt er að bóka sig á daleidsla.is/grunnur.

Til að finna meðferðaraðila í klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun (meðal annars þær Steinunni Margréti og Jonnu) ferðu á heimasíðu Félags Klínískra dáleiðenda






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.