Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. ágúst 2025 23:15 Á leið til Manchester? Catherine Ivill/Getty Images Enska knattspyrnufélagið Manhester United virðist virkilega trúa því að það gæti landað Gianluigi Donnarumma, markverði París Saint-Germain og ítalska landsliðsins, í sumar. Það væri þó aldrei að Donnarumma væri púslið sem gæti gert Man United samkeppnishæft? Síðasta tímabil hins 26 ára gamla Donnarumma var líklega hans besta á ferlinum til þessa. Hann var hreint út sagt magnaður þegar PSG fór loksins alla leið í Meistaradeild Evrópu og vann þann stóra ásamt því að vinna allt heima fyrir. Donnarumma þakkar æðri máttarvöldum.EPA-EFE/TIM KEETON Það hefur ekki fengist staðfest af hverju Donnarumma vill yfirgefa París en PSG er við það að festa kaup á hinum 23 ára gamla Lucas Chevalier. Sá kemur frá Lille og er helsta efni Frakka í dag. Sky Sports greinir frá því að Man United ætli sér því að athuga hvort PSG sé tilbúið að henda Chevalier í djúpu laugina og losa sig við Donnarumma sem á aðeins ár eftir af samningi sínum. Fari svo að Donnarumma gangi í raðir Man United má segja að félagið sé að taka ákveðna U-beygju í markmannsmálum þar sem Ítalinn er nokkuð hefðbundinn markvörður ef svo má að orði komast. Þegar André Onana var fenginn til liðs við Rauðu djöflana vildi Erik Ten Hag, þáverandi þjálfari, fá markvörð sem væri betri með boltann í fótunum heldur en David De Gea sem hafði varið mark liðsins til fjölda ára. Onana hefur hins vegar lítið sem ekkert sýnt og virðist sem Ruben Amorim, eftirmaður Ten Hag, vilji frekar hefðbundnari markvörð sem gerir sitt á milli stanganna og spilar nokkuð einfalt. Þessu til sönnunar má benda á að Emiliano Martínez, markvörður Argentínu og Aston Villa, hefur einnig verið orðaður við Old Trafford. Undanfarið hefur Man United verið orðað við nýjan framherja en mögulega er Donnarumma lausnin sem gæti lyft Rauðu djöflunum upp töfluna. Ef hann spilar eins og hann gerði með PSG í Meistaradeild Evrópu eru Man United allir vegir færir. Man United hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford þegar Arsenal kemur í heimsókn þann 17. ágúst. Allir 380 leikirnir í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Síðasta tímabil hins 26 ára gamla Donnarumma var líklega hans besta á ferlinum til þessa. Hann var hreint út sagt magnaður þegar PSG fór loksins alla leið í Meistaradeild Evrópu og vann þann stóra ásamt því að vinna allt heima fyrir. Donnarumma þakkar æðri máttarvöldum.EPA-EFE/TIM KEETON Það hefur ekki fengist staðfest af hverju Donnarumma vill yfirgefa París en PSG er við það að festa kaup á hinum 23 ára gamla Lucas Chevalier. Sá kemur frá Lille og er helsta efni Frakka í dag. Sky Sports greinir frá því að Man United ætli sér því að athuga hvort PSG sé tilbúið að henda Chevalier í djúpu laugina og losa sig við Donnarumma sem á aðeins ár eftir af samningi sínum. Fari svo að Donnarumma gangi í raðir Man United má segja að félagið sé að taka ákveðna U-beygju í markmannsmálum þar sem Ítalinn er nokkuð hefðbundinn markvörður ef svo má að orði komast. Þegar André Onana var fenginn til liðs við Rauðu djöflana vildi Erik Ten Hag, þáverandi þjálfari, fá markvörð sem væri betri með boltann í fótunum heldur en David De Gea sem hafði varið mark liðsins til fjölda ára. Onana hefur hins vegar lítið sem ekkert sýnt og virðist sem Ruben Amorim, eftirmaður Ten Hag, vilji frekar hefðbundnari markvörð sem gerir sitt á milli stanganna og spilar nokkuð einfalt. Þessu til sönnunar má benda á að Emiliano Martínez, markvörður Argentínu og Aston Villa, hefur einnig verið orðaður við Old Trafford. Undanfarið hefur Man United verið orðað við nýjan framherja en mögulega er Donnarumma lausnin sem gæti lyft Rauðu djöflunum upp töfluna. Ef hann spilar eins og hann gerði með PSG í Meistaradeild Evrópu eru Man United allir vegir færir. Man United hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford þegar Arsenal kemur í heimsókn þann 17. ágúst. Allir 380 leikirnir í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira