Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. ágúst 2025 12:59 María Eldey Kristínardóttir er Íslandsmeistari kvenna í frisbígolfi. Marika Salmi Heimsmeistaramótið í frisbígolfi stendur yfir í Finnlandi um helgina. Ísland á fulltrúa í bæði kvenna- og karlaflokki, sem spila meðal færustu frisbígolfara heims á mótinu. María Eldey Kristínardóttir tekur þátt á mótinu og hefur hingað til gengið prýðisvel. Hún stendur í 26. sæti af 88 keppendum. Með henni er Ellert Georgsson, sem varð ásamt Maríu Íslandsmeistari í frisbígolfi í fyrra. Einungis fimm ár eru síðan María prófaði frisbígolf í fyrsta skipti. Sex vikum síðar byrjaði hún að keppa í íþróttinni og hefur verið óstöðvandi síðan. Hún hefur áður keppt í frisbígolfi erlendis, meðal annars í Noregi og Eistlandi. Hún hefur lokið þremur umferðum af fimm á mótinu og var færð úr neðri deild yfir í þá efri eftir gott gengi í umferð gærdagsins, þar sem hún náði næstbestum árangri í deildinni. „Ég er að spila töluvert betur hér en venjulega. Miðað við þá reitingu, sem er svipað og forgjöf, sem ég er með, þá er ég að ná þriðja besta árangri á mótinu. Sem sagt þriðja mest yfir,“ segir María í samtali við fréttastofu. Þá sé hún í þriðja sæti yfir flestar holur undir pari á mótinu. Daginn fyrir heimsmeistaramótið var haldin sérstök lengdarkeppni þar sem einfaldlega var keppt um hver gæti kastað lengst. María segir frá góðum árangri í þeirri keppni. „Í undanúrslitunum kastaði ég lengsta kastinu og í úrslitunum lenti ég í öðru sæti, þannig að ég rétt missti af því.“ Heimsmeistaramótið er í fyrsta sinn haldið utan Norður-Ameríku, og fer fram á Finnlandi að þessu sinni. Annars vegar er keppt á opnum velli þar sem refsistig eru auðkeypt og hins vegar á þéttum skógarvelli. María segir mikla stemningu meðal keppenda fyrir að íþróttin sé að teygja sig út fyrir Norður-Ameríku. Sem fyrr segir er einvalalið frisbígolfspilara á heimsmælikvarða þátt í mótinu. „Það er enginn í topp þrjátíu eða fjörutíu í heiminum sem vantar á þetta mót,“ segir María. Frisbígolf Noregur Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira
María Eldey Kristínardóttir tekur þátt á mótinu og hefur hingað til gengið prýðisvel. Hún stendur í 26. sæti af 88 keppendum. Með henni er Ellert Georgsson, sem varð ásamt Maríu Íslandsmeistari í frisbígolfi í fyrra. Einungis fimm ár eru síðan María prófaði frisbígolf í fyrsta skipti. Sex vikum síðar byrjaði hún að keppa í íþróttinni og hefur verið óstöðvandi síðan. Hún hefur áður keppt í frisbígolfi erlendis, meðal annars í Noregi og Eistlandi. Hún hefur lokið þremur umferðum af fimm á mótinu og var færð úr neðri deild yfir í þá efri eftir gott gengi í umferð gærdagsins, þar sem hún náði næstbestum árangri í deildinni. „Ég er að spila töluvert betur hér en venjulega. Miðað við þá reitingu, sem er svipað og forgjöf, sem ég er með, þá er ég að ná þriðja besta árangri á mótinu. Sem sagt þriðja mest yfir,“ segir María í samtali við fréttastofu. Þá sé hún í þriðja sæti yfir flestar holur undir pari á mótinu. Daginn fyrir heimsmeistaramótið var haldin sérstök lengdarkeppni þar sem einfaldlega var keppt um hver gæti kastað lengst. María segir frá góðum árangri í þeirri keppni. „Í undanúrslitunum kastaði ég lengsta kastinu og í úrslitunum lenti ég í öðru sæti, þannig að ég rétt missti af því.“ Heimsmeistaramótið er í fyrsta sinn haldið utan Norður-Ameríku, og fer fram á Finnlandi að þessu sinni. Annars vegar er keppt á opnum velli þar sem refsistig eru auðkeypt og hins vegar á þéttum skógarvelli. María segir mikla stemningu meðal keppenda fyrir að íþróttin sé að teygja sig út fyrir Norður-Ameríku. Sem fyrr segir er einvalalið frisbígolfspilara á heimsmælikvarða þátt í mótinu. „Það er enginn í topp þrjátíu eða fjörutíu í heiminum sem vantar á þetta mót,“ segir María.
Frisbígolf Noregur Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Sjá meira