Íslenski boltinn

Selvén aftur í Vestra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Selvén kom upphaflega til Vestra frá Óðinsvé í Danmörku.
Selvén kom upphaflega til Vestra frá Óðinsvé í Danmörku. OB

Vestri heldur áfram að styrkja sig fyrir lokasprettinn í Bestu deild karla í fótbolta. Jóhannes Selvén er genginn til liðs við félagið á nýjan leik og skrifar undir þriggja ára samning.

Hinn 22 ára Selvén var á láni hjá Vestra á síðustu leiktíð frá OB í Danmörku. Þá lék hann tíu leiki fyrir liðið og skoraði eitt mark. Vængmaðurinn fór þaðan til Utsiktens BK í Svíþjóð en er nú snúinn aftur á Ísafjörð.

„Með tilkomu Johannes Selvén fáum við tæknilega góðan leikmann sem þekkir vel til leikmannahópsins. Johannes er væntanlegur til Ísafjarðar á föstudagskvöld og ætti að vera tiltækur fyrir leikinn gegn Aftureldingu á miðvikudaginn,“ segir í tilkynningu Vestra.

Vestri situr í 6. sæti Bestu deildar með 22 stig að loknum 16 umferðum. Þá eru Vestfirðingar komnir í úrslit Mjólkurbikars karla þar sem Valur bíður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×