Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Valur Páll Eiríksson skrifar 1. ágúst 2025 08:00 Arne Slot getur ekki kvartað yfir skorti á fé til leikmannakaupa hjá Liverpool í sumar. Robin Jones/Getty Images Það virðist sífellt óumflýjanlegra að Liverpool klófesti framherjann Alexander Isak á metfé frá Newcastle United. Hann myndi bætast við ógnvænlega sterka framlínu liðsins. Varnarleikurinn hefur aftur á móti verið áhyggjuefni sumarsins. Liverpool vann 3-1 sigur á japanska liðinu Yokohama Marinos í fyrradag þar sem þeir japönsku komust heldur auðveldlega gegnum vörn Púllara til að ná 1-0 forystu. Virgil van Dijk neyddist á einum tímapunkti til að hysja upp um félaga sinn Ibrahima Konaté eftir að mistök hans veittu heimamönnum færi, auk þess sem nýi markvörðurinn Georgi Mamardashvili tók á honum stóra sínum með góðri vörslu undir lok fyrri hálfleiks. Það var gegn liði sem er í fallsæti í japönsku úrvalsdeildinni. Skyndisóknir AC Milan gegn Liverpool-liðinu um helgina létu vörnina líta illa út ítrekað. Ítalska liðið vann nokkuð sannfærandi 4-2 sigur. Konaté og van Dijk eru einu miðverðirnir með liðinu í Asíu, eftir að Joe Gomez fór meiddur heim á leið til Liverpool-borgar. Gomez hefur aldrei haldið sér heilum í gegnum eina leiktíð á tíu ára ferli hans í Bítlaborginni. Jarrell Quansah var þá seldur til Bayer Leverkusen í byrjun júlí. Í æfingaleikjum sumarsins hafa bakverðirnir Kostas Tsimikas og Andrew Robertson, auk miðjumannana Trey Nyoni og Wataru Endo, þurft að fylla upp í miðvarðarstöðuna. Sú staða virðist fámenn á meðan sóknarstjörnur flykkjast að. Vissulega festi Liverpool kaup á bakvörðunum Jeremie Frimpong og Milos Kerkez eftir brottför Trent Alexander-Arnold, sem verður seint kallaður frábær varnarlega. 170 milljónir punda fóru aftur á móti í Florian Wirtz og Hugo Ekitike og gætu 100+ milljónir til viðbótar farið í kaup á Isak. Þá er Brasilíumaðurinn Rodrygo sagður hafa óskað eftir að fara til Liverpool þegar ljóst varð að hann sé ekki í framtíðaráformum Xabi Alonso hjá Real Madrid. En er Liverpool þá að styrkja rangan enda vallarins? Téður Alonso hafði betur gegn Liverpool í baráttunni um Dean Huijsen, miðvörð Bournemouth, snemmsumars sem var efstur á lista í Bítlaborginni. Marc Guéhi, miðvörður Crystal Palace, hefur verið orðaður við liðið en fátt heyrst af mögulegum skiptum hans um hríð. Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace, vill síður sleppa leikmönnum, enda Palace eytt alls þremur milljónum punda í tvo leikmenn í sumar, annan þeirra markvörð. Þýski þjálfarinn kvartaði yfir því í vikunni að Palace hefði aðeins 17 aðalliðsmenn innan sinna raða og að mikil þörf væri á styrkingu á hópnum fyrir komandi Evrópuævintýri bikarmeistaranna. Aðrir sem hafa verið orðaðir við Liverpool eru til að mynda Konstantinos Koulierakis, 21 árs miðvörður Wolfsburg, Andreas Christensen í Barcelona, og Giovanni Leoni, 18 ára miðvörður Parma. Áhugavert verður að sjá hvort Liverpool grípi til ráðstafana hvað miðvarðarstöðuna varðar nú þegar nær dregur því að enska úrvalsdeildin fari af stað. Sömuleiðis verður gaman að sjá í hvoru liðanna Marc Guéhi verði þegar Liverpool og Palace spila um Samfélagsskjöldinn þann 10. ágúst næstkomandi. Styrkja frekar styrkleika en veikleika? Íþróttastjórnandinn Billy Beane, sem er viðfangsefni kvikmyndarinnar Moneyball frá árinu 2011, og er talinn á meðal frumkvöðla í gagnavæðingu íþróttanna, sagði nýverið í viðtali að félög falli gjarnan fyrir þeirri rökvillu að styrkja þurfi veikar stöður. Það einskorði einbeitingu þeirra um of og önnur tækifæri geti glatast á markaðnum. Oft sé hreinlega betra að styrkja stöðu sem er sterk fyrir. Ef til vill er Liverpool að því. Fari liðið þá leið er ef til vill hreinlega best að sækja poppið og fylgjast spenntur með blússandi sóknarleik í vetur. Liverpool opnar tímabilið í ensku úrvalsdeildinni föstudaginn 15. ágúst þegar Bournemouth heimsækir Anfield. Samfélagsskjöldurinn auk allra 380 leikjanna í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira
Liverpool vann 3-1 sigur á japanska liðinu Yokohama Marinos í fyrradag þar sem þeir japönsku komust heldur auðveldlega gegnum vörn Púllara til að ná 1-0 forystu. Virgil van Dijk neyddist á einum tímapunkti til að hysja upp um félaga sinn Ibrahima Konaté eftir að mistök hans veittu heimamönnum færi, auk þess sem nýi markvörðurinn Georgi Mamardashvili tók á honum stóra sínum með góðri vörslu undir lok fyrri hálfleiks. Það var gegn liði sem er í fallsæti í japönsku úrvalsdeildinni. Skyndisóknir AC Milan gegn Liverpool-liðinu um helgina létu vörnina líta illa út ítrekað. Ítalska liðið vann nokkuð sannfærandi 4-2 sigur. Konaté og van Dijk eru einu miðverðirnir með liðinu í Asíu, eftir að Joe Gomez fór meiddur heim á leið til Liverpool-borgar. Gomez hefur aldrei haldið sér heilum í gegnum eina leiktíð á tíu ára ferli hans í Bítlaborginni. Jarrell Quansah var þá seldur til Bayer Leverkusen í byrjun júlí. Í æfingaleikjum sumarsins hafa bakverðirnir Kostas Tsimikas og Andrew Robertson, auk miðjumannana Trey Nyoni og Wataru Endo, þurft að fylla upp í miðvarðarstöðuna. Sú staða virðist fámenn á meðan sóknarstjörnur flykkjast að. Vissulega festi Liverpool kaup á bakvörðunum Jeremie Frimpong og Milos Kerkez eftir brottför Trent Alexander-Arnold, sem verður seint kallaður frábær varnarlega. 170 milljónir punda fóru aftur á móti í Florian Wirtz og Hugo Ekitike og gætu 100+ milljónir til viðbótar farið í kaup á Isak. Þá er Brasilíumaðurinn Rodrygo sagður hafa óskað eftir að fara til Liverpool þegar ljóst varð að hann sé ekki í framtíðaráformum Xabi Alonso hjá Real Madrid. En er Liverpool þá að styrkja rangan enda vallarins? Téður Alonso hafði betur gegn Liverpool í baráttunni um Dean Huijsen, miðvörð Bournemouth, snemmsumars sem var efstur á lista í Bítlaborginni. Marc Guéhi, miðvörður Crystal Palace, hefur verið orðaður við liðið en fátt heyrst af mögulegum skiptum hans um hríð. Oliver Glasner, þjálfari Crystal Palace, vill síður sleppa leikmönnum, enda Palace eytt alls þremur milljónum punda í tvo leikmenn í sumar, annan þeirra markvörð. Þýski þjálfarinn kvartaði yfir því í vikunni að Palace hefði aðeins 17 aðalliðsmenn innan sinna raða og að mikil þörf væri á styrkingu á hópnum fyrir komandi Evrópuævintýri bikarmeistaranna. Aðrir sem hafa verið orðaðir við Liverpool eru til að mynda Konstantinos Koulierakis, 21 árs miðvörður Wolfsburg, Andreas Christensen í Barcelona, og Giovanni Leoni, 18 ára miðvörður Parma. Áhugavert verður að sjá hvort Liverpool grípi til ráðstafana hvað miðvarðarstöðuna varðar nú þegar nær dregur því að enska úrvalsdeildin fari af stað. Sömuleiðis verður gaman að sjá í hvoru liðanna Marc Guéhi verði þegar Liverpool og Palace spila um Samfélagsskjöldinn þann 10. ágúst næstkomandi. Styrkja frekar styrkleika en veikleika? Íþróttastjórnandinn Billy Beane, sem er viðfangsefni kvikmyndarinnar Moneyball frá árinu 2011, og er talinn á meðal frumkvöðla í gagnavæðingu íþróttanna, sagði nýverið í viðtali að félög falli gjarnan fyrir þeirri rökvillu að styrkja þurfi veikar stöður. Það einskorði einbeitingu þeirra um of og önnur tækifæri geti glatast á markaðnum. Oft sé hreinlega betra að styrkja stöðu sem er sterk fyrir. Ef til vill er Liverpool að því. Fari liðið þá leið er ef til vill hreinlega best að sækja poppið og fylgjast spenntur með blússandi sóknarleik í vetur. Liverpool opnar tímabilið í ensku úrvalsdeildinni föstudaginn 15. ágúst þegar Bournemouth heimsækir Anfield. Samfélagsskjöldurinn auk allra 380 leikjanna í ensku úrvalsdeildinni verða sýndir á rásum Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira