Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júlí 2025 22:14 Jón Trausti Reynisson segir viðbrögð Bjarnheiðar Hallsdóttur við umfjöllun Heimildarinnar um íslenska ferðaþjónustu vekja óþægilegar minningar frá fyrir-Hruns-árunum. Aðsend/Heiða Helgudóttir Framkvæmdastjóri Heimildarinnar hefur svarað gagnrýni fyrrverandi formanns SAF á umfjöllun Heimildarinnar og segir ferðaþjónustuna ekki einkamál þeirra sem starfræki hana. Engum gagnist að umræðan sé kæfð og viðbrögðin veki upp óþægilegar minningar. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar og ritstjóri Mannlífs, birti Facebook-færslu fyrr í kvöld þar sem hann svarar gagnrýni Bjarnheiðar Hallsdóttur, fyrrverandi formanns Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), sem sagði umfjöllun Heimildarinnar um íslenska ferðaþjónustu vera „rætna herferð“ og „lélega blaðamennsku“. Jón segir í færslunni að umræða um ferðaþjónustu sé gjarnan jákvæð enda skapi hún mörgum tekjur og hagkerfinu gjaldeyristekjur. Áhrif hennar séu hins vegar ekki eingöngu jákvæð, mörgum Íslendingum líði eins og útlendingum í eigin landi og upplifi margir skert aðgengi að náttúrunni. „Ísland hefur breyst mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustunni hefur fylgt gríðarleg fólksfjölgun, sem skapar álag á innviði, húsnæðismarkaðinn og samfélagið almennt. Áhrifin eru ótalmörg, sum góð, önnur verri og enn önnur eru spurning um upplifun frekar en rök, kannski einhverja nostalgíu, rof eða firringu,“ skrifar hann í færslunni. „Viðbrögð fyrrverandi formanns Samtaka ferðaþjónustunnar eru að saka Heimildina um að hafa annarlega hagsmuni. Að það „geti ekki verið tilviljun“ að Heimildin hafi farið í „herferð“ sem stýrist af „hatri á atvinnulífinu“,“ skrifar Jón Trausti í færslunni. „Engum er í hag að kæfa umræðuna niður“ Viðbrögð Bjarnheiðar veki að sögn Jóns Trausta „óþægilegar minningar um viðbrögð við gagnrýninni umræðu árin 2006 til 2008“ í aðdraga efnahagshrunsins. Jafnframt segir hann að krafan um að blaðamenn eigi að skapa sátt í samfélaginu og spila með tilteknum hagsmunum sé skaðleg þjóðfélaginu. „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana og hafa hagnað af henni. Hún hefur hliðaráhrif á landið og landsmenn. Það þarf að vera mikið svigrúm og andrými fyrir gagnrýna umræðu, jafnvel þótt áhrifin kunni að vera í heildina jákvæð, ekki síst þau hagrænu,“ skrifar Jón í færslunni. „Engum er í hag að kæfa umræðuna niður þar til það verður of seint og raunverulega fer að vaxa hatur í samfélaginu gagnvart ferðaþjónustu, eins og hefur gerst víða þar sem hlutfall ferðamanna af íbúafjölda er nánast jafnhátt og hér,“ skrifar hann að lokum. Færslu Jóns Trausta má lesa í heild sinni hér að neðan: Ferðaþjónusta Fjölmiðlar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. 30. júlí 2025 08:27 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar og ritstjóri Mannlífs, birti Facebook-færslu fyrr í kvöld þar sem hann svarar gagnrýni Bjarnheiðar Hallsdóttur, fyrrverandi formanns Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), sem sagði umfjöllun Heimildarinnar um íslenska ferðaþjónustu vera „rætna herferð“ og „lélega blaðamennsku“. Jón segir í færslunni að umræða um ferðaþjónustu sé gjarnan jákvæð enda skapi hún mörgum tekjur og hagkerfinu gjaldeyristekjur. Áhrif hennar séu hins vegar ekki eingöngu jákvæð, mörgum Íslendingum líði eins og útlendingum í eigin landi og upplifi margir skert aðgengi að náttúrunni. „Ísland hefur breyst mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustunni hefur fylgt gríðarleg fólksfjölgun, sem skapar álag á innviði, húsnæðismarkaðinn og samfélagið almennt. Áhrifin eru ótalmörg, sum góð, önnur verri og enn önnur eru spurning um upplifun frekar en rök, kannski einhverja nostalgíu, rof eða firringu,“ skrifar hann í færslunni. „Viðbrögð fyrrverandi formanns Samtaka ferðaþjónustunnar eru að saka Heimildina um að hafa annarlega hagsmuni. Að það „geti ekki verið tilviljun“ að Heimildin hafi farið í „herferð“ sem stýrist af „hatri á atvinnulífinu“,“ skrifar Jón Trausti í færslunni. „Engum er í hag að kæfa umræðuna niður“ Viðbrögð Bjarnheiðar veki að sögn Jóns Trausta „óþægilegar minningar um viðbrögð við gagnrýninni umræðu árin 2006 til 2008“ í aðdraga efnahagshrunsins. Jafnframt segir hann að krafan um að blaðamenn eigi að skapa sátt í samfélaginu og spila með tilteknum hagsmunum sé skaðleg þjóðfélaginu. „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana og hafa hagnað af henni. Hún hefur hliðaráhrif á landið og landsmenn. Það þarf að vera mikið svigrúm og andrými fyrir gagnrýna umræðu, jafnvel þótt áhrifin kunni að vera í heildina jákvæð, ekki síst þau hagrænu,“ skrifar Jón í færslunni. „Engum er í hag að kæfa umræðuna niður þar til það verður of seint og raunverulega fer að vaxa hatur í samfélaginu gagnvart ferðaþjónustu, eins og hefur gerst víða þar sem hlutfall ferðamanna af íbúafjölda er nánast jafnhátt og hér,“ skrifar hann að lokum. Færslu Jóns Trausta má lesa í heild sinni hér að neðan:
Ferðaþjónusta Fjölmiðlar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. 30. júlí 2025 08:27 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. 30. júlí 2025 08:27