Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júlí 2025 22:14 Jón Trausti Reynisson segir viðbrögð Bjarnheiðar Hallsdóttur við umfjöllun Heimildarinnar um íslenska ferðaþjónustu vekja óþægilegar minningar frá fyrir-Hruns-árunum. Aðsend/Heiða Helgudóttir Framkvæmdastjóri Heimildarinnar hefur svarað gagnrýni fyrrverandi formanns SAF á umfjöllun Heimildarinnar og segir ferðaþjónustuna ekki einkamál þeirra sem starfræki hana. Engum gagnist að umræðan sé kæfð og viðbrögðin veki upp óþægilegar minningar. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar og ritstjóri Mannlífs, birti Facebook-færslu fyrr í kvöld þar sem hann svarar gagnrýni Bjarnheiðar Hallsdóttur, fyrrverandi formanns Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), sem sagði umfjöllun Heimildarinnar um íslenska ferðaþjónustu vera „rætna herferð“ og „lélega blaðamennsku“. Jón segir í færslunni að umræða um ferðaþjónustu sé gjarnan jákvæð enda skapi hún mörgum tekjur og hagkerfinu gjaldeyristekjur. Áhrif hennar séu hins vegar ekki eingöngu jákvæð, mörgum Íslendingum líði eins og útlendingum í eigin landi og upplifi margir skert aðgengi að náttúrunni. „Ísland hefur breyst mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustunni hefur fylgt gríðarleg fólksfjölgun, sem skapar álag á innviði, húsnæðismarkaðinn og samfélagið almennt. Áhrifin eru ótalmörg, sum góð, önnur verri og enn önnur eru spurning um upplifun frekar en rök, kannski einhverja nostalgíu, rof eða firringu,“ skrifar hann í færslunni. „Viðbrögð fyrrverandi formanns Samtaka ferðaþjónustunnar eru að saka Heimildina um að hafa annarlega hagsmuni. Að það „geti ekki verið tilviljun“ að Heimildin hafi farið í „herferð“ sem stýrist af „hatri á atvinnulífinu“,“ skrifar Jón Trausti í færslunni. „Engum er í hag að kæfa umræðuna niður“ Viðbrögð Bjarnheiðar veki að sögn Jóns Trausta „óþægilegar minningar um viðbrögð við gagnrýninni umræðu árin 2006 til 2008“ í aðdraga efnahagshrunsins. Jafnframt segir hann að krafan um að blaðamenn eigi að skapa sátt í samfélaginu og spila með tilteknum hagsmunum sé skaðleg þjóðfélaginu. „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana og hafa hagnað af henni. Hún hefur hliðaráhrif á landið og landsmenn. Það þarf að vera mikið svigrúm og andrými fyrir gagnrýna umræðu, jafnvel þótt áhrifin kunni að vera í heildina jákvæð, ekki síst þau hagrænu,“ skrifar Jón í færslunni. „Engum er í hag að kæfa umræðuna niður þar til það verður of seint og raunverulega fer að vaxa hatur í samfélaginu gagnvart ferðaþjónustu, eins og hefur gerst víða þar sem hlutfall ferðamanna af íbúafjölda er nánast jafnhátt og hér,“ skrifar hann að lokum. Færslu Jóns Trausta má lesa í heild sinni hér að neðan: Ferðaþjónusta Fjölmiðlar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. 30. júlí 2025 08:27 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar og ritstjóri Mannlífs, birti Facebook-færslu fyrr í kvöld þar sem hann svarar gagnrýni Bjarnheiðar Hallsdóttur, fyrrverandi formanns Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), sem sagði umfjöllun Heimildarinnar um íslenska ferðaþjónustu vera „rætna herferð“ og „lélega blaðamennsku“. Jón segir í færslunni að umræða um ferðaþjónustu sé gjarnan jákvæð enda skapi hún mörgum tekjur og hagkerfinu gjaldeyristekjur. Áhrif hennar séu hins vegar ekki eingöngu jákvæð, mörgum Íslendingum líði eins og útlendingum í eigin landi og upplifi margir skert aðgengi að náttúrunni. „Ísland hefur breyst mikið á síðustu árum. Ferðaþjónustunni hefur fylgt gríðarleg fólksfjölgun, sem skapar álag á innviði, húsnæðismarkaðinn og samfélagið almennt. Áhrifin eru ótalmörg, sum góð, önnur verri og enn önnur eru spurning um upplifun frekar en rök, kannski einhverja nostalgíu, rof eða firringu,“ skrifar hann í færslunni. „Viðbrögð fyrrverandi formanns Samtaka ferðaþjónustunnar eru að saka Heimildina um að hafa annarlega hagsmuni. Að það „geti ekki verið tilviljun“ að Heimildin hafi farið í „herferð“ sem stýrist af „hatri á atvinnulífinu“,“ skrifar Jón Trausti í færslunni. „Engum er í hag að kæfa umræðuna niður“ Viðbrögð Bjarnheiðar veki að sögn Jóns Trausta „óþægilegar minningar um viðbrögð við gagnrýninni umræðu árin 2006 til 2008“ í aðdraga efnahagshrunsins. Jafnframt segir hann að krafan um að blaðamenn eigi að skapa sátt í samfélaginu og spila með tilteknum hagsmunum sé skaðleg þjóðfélaginu. „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana og hafa hagnað af henni. Hún hefur hliðaráhrif á landið og landsmenn. Það þarf að vera mikið svigrúm og andrými fyrir gagnrýna umræðu, jafnvel þótt áhrifin kunni að vera í heildina jákvæð, ekki síst þau hagrænu,“ skrifar Jón í færslunni. „Engum er í hag að kæfa umræðuna niður þar til það verður of seint og raunverulega fer að vaxa hatur í samfélaginu gagnvart ferðaþjónustu, eins og hefur gerst víða þar sem hlutfall ferðamanna af íbúafjölda er nánast jafnhátt og hér,“ skrifar hann að lokum. Færslu Jóns Trausta má lesa í heild sinni hér að neðan:
Ferðaþjónusta Fjölmiðlar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. 30. júlí 2025 08:27 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. 30. júlí 2025 08:27