Íslenski boltinn

ÍR aftur á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
ÍR ætlar sér upp um deild.
ÍR ætlar sér upp um deild. Vísir/ÓskarÓ

ÍR er komið á topp Lengjudeildar karla í fótbolta á nýjan leik eftir útisigur á Selfossi.

Guðjón Máni Magnússon skoraði markið sem tryggði ÍR mikilvægan sigur en stigin þrjú lyfta liðinu á topp deildarinnar á nýjan leik. Lokatölur á Selfossi 0-1.

Eftir sigur kvöldsins er ÍR með 32 stig á toppi deildarinnar. Þar á eftir kemur Njarðvík með 31 stig og Þróttur Reykjavík með 28 stig.

Í Grafarvogi tók Fjölnir á móti Völsungi. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem bæði lið fengu vítaspyrnu undir lok leiks. Bjarni Þór Hafstein kom Fjölni yfir en Sergio Garcia jafnaði metin skömmu síðar.

Völsungur er áfram í 7. sæti, nú með 18 stig. Fjölnir er áfram í fallsæti, nú með 11 stig líkt og Fylkir sem er með betri markatölu.

Í Lengjudeild kvenna vann Grindavík/Njarðvík 2-0 útisigur á Gróttu þökk sé mörkum Emmu Nicole Phillips og Tinnu Hrannar Einarsdóttur. Eftir sigur kvöldsins er Grindavík/Njarðvík með 26 stig í 3. sæti á meðan Grótta er sæti neðar með 22 stig.

Markaskorarar fengnir af Fótbolti.net. Úrslit úr leik Keflavíkur og ÍA voru ekki komin á vef KSÍ þegar þessi frétt var skrifuð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×