Íslenski boltinn

Sunna Rún til liðs við Ís­lands­meistarana

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sunna Rún færir sig úr gulu yfir í grænt.
Sunna Rún færir sig úr gulu yfir í grænt. ÍA

Sunna Rún Sigurðardóttir hefur samið við Íslandsmeistara Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hún kemur frá uppeldisfélagi sínu ÍA.

Það er ÍA sem greinir frá skiptunum. Þar segir að félögin hafi náð samkomulagi um kaupin á hinni mjög svo efnilegu Sunnu Rún. Hún er fædd árið 2008.

„Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún leikið 85 leiki fyrir meistaraflokk félagsins – þann fyrsta árið 2022, aðeins 14 ára gömul. Það er einstakt afrek sem endurspeglar bæði hæfileika hennar og metnað,“ segir í tilkynningu ÍA.

„Hún hefur verið frábær fulltrúi ÍA bæði innan vallar sem utan,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

ÍA er sem stendur í 8. sæti Lengjudeildar kvenna með 15 stig, átta stigum frá fallsæti. Breiðablik er á toppi Bestu deildar, þremur stigum á undan FH sem er í 2. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×