Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2025 19:14 Auglýsingaherferð American Eagle hefur farið misvel ofan í fólk. Auglýsingaherferð fatamerkisins American Eagle með leikkonunni Sydney Sweeney hefur verið gagnrýnd fyrir að innihalda rasíska undirtóna og ýja að kynbótastefnu með orðagríni um góð gen. Herferðin er fyrir nýjustu gallabuxnalínu American Eagle og heitir „Sydney Sweeney Has Great Jeans“ eða „Sydney Sweeney á frábærar gallabuxur“. Hins vegar hljómar „jeans“ alveg eins og „genes“ sem merkir gen og er leikið með orðagrín í auglýsingunni. Herferðin fór vel af stað í síðustu viku og ruku hlutabréf American Eagle upp fyrsta daginn. Hins vegar er nú farið að örla á meiri gagnrýni og beinast þau sérstaklega að tveimur myndböndum herferðarinnar. Annars vegar þar sem hin ljóshærða og bláeygða Sweeney stendur fyrir framan risastórt plakat af sjálfri sér sem á stendur „Sydney Sweeney er með frábær gen“. Undir lok myndbands er svo búið að skipta „genes“ út fyrir „jeans“. View this post on Instagram A post shared by American Eagle (@americaneagle) Hitt myndbandið er af Sweeney hneppa að sér gallabuxum meðan hún flytur mónólóg um gen. „Gen flytjast frá foreldrum til afkomenda og ákvarða oft eiginleika á borð við hárlit, persónuleika og jafnvel augnalit. Genin mín/Gallabuxurnar mínar eru blá/ar,“ segir Sweeney í myndbandinu. Sydney Sweeney x American Eagle, oh my god. pic.twitter.com/tDkeGT9R7G— Sydney Sweeney Daily (@sweeneydailyx) July 24, 2025 Hundaflauta, högg fyrir vókið eða bara gallabuxnaauglýsing Herferðin hefur vakið misjöfn viðbrögð og virðist umræða um hana skiptast í fylkingar, eins og vill verða í því menningarstríði sem stendur yfir í Bandaríkjunum. Margir hafa lýst herferðinni sem taktlausri og sagt hana bergmála orðfæri tengt kynbótastefnu og hvítri kynþáttahyggju. „Að fá bláeygða, ljóshærða, hvíta konur og einblína herferð þinni í kringum að hún sé með fullkomin gen virkar skrýtið, sérstaklega í ljósi núverandi ástands í Bandaríkjunum,“ sagði einn notandi á X (Twitter) og tengdi við markvissar aðgerðir Trump gegn DEI-málum, þ.e. þeim er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi. „Þetta er hundaflauta fyrir uppgang íhaldssemi í þessu landi,“ sagði annar netverji. View this post on Instagram A post shared by American Eagle (@americaneagle) Á móti gagnrýnisröddunum eru þó ákveðinn hópur, sem virðist hallast til hægri, sem fagnar herferðinni og segir hana högg fyrir „vókið“ og „vók auglýsingar“. „Vók auglýsingar eru dauðar, Sydney Sweeney drap þær,“ skrifaði einn X-verji en hægrimenn hafa uppnefnt ýmsa hluti er varða réttindabaráttu kynjanna, hinsegin fólks eða hörundsdökkra sem vók. „Persónulega sé ég ekki hvað er svona umdeilt, fyrir mér er þetta bara auglýsing fyrir gallabuxur,“ sagði hins vegar einn hlutlausari TikTok-notandinn. Hvorki Sweeney né American Eagla hafa tjáð sig um gagnrýnina. Tíska og hönnun Bandaríkin Hollywood Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Óþekkjanleg stjarna Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney. 23. júlí 2025 15:26 Sydney Sweeney selur sápu úr skítugu baðvatni sínu Súperstjarnan Sydney Sweeney hefur bráðlega sölu á sápunni Baðvatnssæla Sydneyar sem er framleidd úr baðvatni leikkonunnar. Sweeney segir sápuna tilkomna vegna reglulegra beiðna aðdáenda um að fá sýni af baðvatni hennar. 30. maí 2025 09:51 Mest lesið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Svona munu Lækjartorg, Hlemmur og Káratorg líta út Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
Herferðin er fyrir nýjustu gallabuxnalínu American Eagle og heitir „Sydney Sweeney Has Great Jeans“ eða „Sydney Sweeney á frábærar gallabuxur“. Hins vegar hljómar „jeans“ alveg eins og „genes“ sem merkir gen og er leikið með orðagrín í auglýsingunni. Herferðin fór vel af stað í síðustu viku og ruku hlutabréf American Eagle upp fyrsta daginn. Hins vegar er nú farið að örla á meiri gagnrýni og beinast þau sérstaklega að tveimur myndböndum herferðarinnar. Annars vegar þar sem hin ljóshærða og bláeygða Sweeney stendur fyrir framan risastórt plakat af sjálfri sér sem á stendur „Sydney Sweeney er með frábær gen“. Undir lok myndbands er svo búið að skipta „genes“ út fyrir „jeans“. View this post on Instagram A post shared by American Eagle (@americaneagle) Hitt myndbandið er af Sweeney hneppa að sér gallabuxum meðan hún flytur mónólóg um gen. „Gen flytjast frá foreldrum til afkomenda og ákvarða oft eiginleika á borð við hárlit, persónuleika og jafnvel augnalit. Genin mín/Gallabuxurnar mínar eru blá/ar,“ segir Sweeney í myndbandinu. Sydney Sweeney x American Eagle, oh my god. pic.twitter.com/tDkeGT9R7G— Sydney Sweeney Daily (@sweeneydailyx) July 24, 2025 Hundaflauta, högg fyrir vókið eða bara gallabuxnaauglýsing Herferðin hefur vakið misjöfn viðbrögð og virðist umræða um hana skiptast í fylkingar, eins og vill verða í því menningarstríði sem stendur yfir í Bandaríkjunum. Margir hafa lýst herferðinni sem taktlausri og sagt hana bergmála orðfæri tengt kynbótastefnu og hvítri kynþáttahyggju. „Að fá bláeygða, ljóshærða, hvíta konur og einblína herferð þinni í kringum að hún sé með fullkomin gen virkar skrýtið, sérstaklega í ljósi núverandi ástands í Bandaríkjunum,“ sagði einn notandi á X (Twitter) og tengdi við markvissar aðgerðir Trump gegn DEI-málum, þ.e. þeim er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi. „Þetta er hundaflauta fyrir uppgang íhaldssemi í þessu landi,“ sagði annar netverji. View this post on Instagram A post shared by American Eagle (@americaneagle) Á móti gagnrýnisröddunum eru þó ákveðinn hópur, sem virðist hallast til hægri, sem fagnar herferðinni og segir hana högg fyrir „vókið“ og „vók auglýsingar“. „Vók auglýsingar eru dauðar, Sydney Sweeney drap þær,“ skrifaði einn X-verji en hægrimenn hafa uppnefnt ýmsa hluti er varða réttindabaráttu kynjanna, hinsegin fólks eða hörundsdökkra sem vók. „Persónulega sé ég ekki hvað er svona umdeilt, fyrir mér er þetta bara auglýsing fyrir gallabuxur,“ sagði hins vegar einn hlutlausari TikTok-notandinn. Hvorki Sweeney né American Eagla hafa tjáð sig um gagnrýnina.
Tíska og hönnun Bandaríkin Hollywood Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Óþekkjanleg stjarna Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney. 23. júlí 2025 15:26 Sydney Sweeney selur sápu úr skítugu baðvatni sínu Súperstjarnan Sydney Sweeney hefur bráðlega sölu á sápunni Baðvatnssæla Sydneyar sem er framleidd úr baðvatni leikkonunnar. Sweeney segir sápuna tilkomna vegna reglulegra beiðna aðdáenda um að fá sýni af baðvatni hennar. 30. maí 2025 09:51 Mest lesið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Svona munu Lækjartorg, Hlemmur og Káratorg líta út Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
Óþekkjanleg stjarna Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney. 23. júlí 2025 15:26
Sydney Sweeney selur sápu úr skítugu baðvatni sínu Súperstjarnan Sydney Sweeney hefur bráðlega sölu á sápunni Baðvatnssæla Sydneyar sem er framleidd úr baðvatni leikkonunnar. Sweeney segir sápuna tilkomna vegna reglulegra beiðna aðdáenda um að fá sýni af baðvatni hennar. 30. maí 2025 09:51