Lífið

Katy Perry og Justin Trudeau á stefnu­móti

Jón Þór Stefánsson skrifar
Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, (t.v.) og poppstjarnan Katy Perry
Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, (t.v.) og poppstjarnan Katy Perry Samsett mynd/Getty

Bandaríska poppstjarnan Katy Perry og Justin Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, sáust snæða saman á veitingastað í Montreal í Kanada.

TMZ greinir frá þessu. Miðilinn segist ekki hafa upplýsingar um hvort þau hafi verið á rómantísku stefnumóti, eða hvort um hafi verið að ræða vinalegan hitting.

Bæði eru á lausu. Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom skildu fyrr á þessu ári, en saman eiga þau tvö börn. Trudeau skildi við Sophie Trudeau árið 2023 eftir átján ára hjónaband.


Veitingastaðurinn þar sem þau fengu sér kvöldverð í gærkvöldi heitir Le Violon.

TMZ birtir myndir frá fundi þeirra og hefur eftir heimildarmönnum að þau hafi drukkið kokteila, og deilt mörgum réttum, þar á meðal hafi þau fengið sér humar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.