Nýtt undrabarn hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 16:03 Stuðningsmenn Arsenal vonast örugglega til að sjá miklu meira af hinum fimmtán ára Max Dowman á komandi tímabili eftir tilþrifin sem strákurinn sýndi um helgina. Getty/David Price Þetta var góð helgi fyrir Arsenal því félagið er loksins kominn með alvöru níu eftir kaupin á Viktor Gyökeres. Liðið vann líka sigur á Newcastle United og heldur því áfram að vinna leiki sína á undirbúningstímabilinu. Þrátt fyrir þetta eru margir stuðningsmenn Arsenal að ræða allt annað eftir þessa helgi. Hinn fimmtán ára gamli Max Dowman sló nefnilega algjörlega í gegn í innkomu sinni í leik helgarinnar. Táningurinn kom inn á sem varamaður í 3-2 sigri á Newcastle og spilaði eftirminnilegar þrjátíu mínútur. Hann endaði á því að fiska vítaspyrnuna sem Martin Ödegaard skoraði sigurmarkið úr. Það gerði Dowman eftir frábæran sprett þar sem hann sýndi tækni sína og sprengikraft með því að labba framhjá varnarmönnum og búa til mikið úr nánast engu. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Stuðningsmenn Arsenal hafa örugglega fyrir löngu heyrt um hinn stórefnilega Dowman en hann var of ungur til að spila með aðalliðinu á síðasta tímabili. Dowman fæddist 31. desember 2009 og verður því ekki sextán ára fyrr en á síðasta degi ársins. Hann var aðeins þrettán ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik með átján ára liði Arsenal. Hann er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað sem tía eða út á hægri væng. Hann er líka spyrnumaður góður og hefur verið að taka horn og aukaspyrnur með yngri liðum Arsenal. Miðað við tilþrifin sem hann sýndi í gær þá er augljóst að það er sannkallað undrabarn í Arsenal liðinu. Nú er Dowman orðinn nógu gamall og hefur komið inn á í síðustu tveimur leikjum liðsins á undirbúningstímabilinu. Þetta gæti því verið annað tímabilið í röð þar sem Arsenal fær öflugan leikmann inn í liðið úr unglingastarfinu en á síðasta tímabili var það bakvörðurinn Myles Lewis-Skelly sem sló í gegn og vann sér ekki aðeins sæti í byrjunarliði Arsenal heldur einnig sæti í enska landsliðinu. Hann er enn bara átján ára en orðinn lykilmaður í liðinu. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Hinn fimmtán ára gamli Max Dowman sló nefnilega algjörlega í gegn í innkomu sinni í leik helgarinnar. Táningurinn kom inn á sem varamaður í 3-2 sigri á Newcastle og spilaði eftirminnilegar þrjátíu mínútur. Hann endaði á því að fiska vítaspyrnuna sem Martin Ödegaard skoraði sigurmarkið úr. Það gerði Dowman eftir frábæran sprett þar sem hann sýndi tækni sína og sprengikraft með því að labba framhjá varnarmönnum og búa til mikið úr nánast engu. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Stuðningsmenn Arsenal hafa örugglega fyrir löngu heyrt um hinn stórefnilega Dowman en hann var of ungur til að spila með aðalliðinu á síðasta tímabili. Dowman fæddist 31. desember 2009 og verður því ekki sextán ára fyrr en á síðasta degi ársins. Hann var aðeins þrettán ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik með átján ára liði Arsenal. Hann er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað sem tía eða út á hægri væng. Hann er líka spyrnumaður góður og hefur verið að taka horn og aukaspyrnur með yngri liðum Arsenal. Miðað við tilþrifin sem hann sýndi í gær þá er augljóst að það er sannkallað undrabarn í Arsenal liðinu. Nú er Dowman orðinn nógu gamall og hefur komið inn á í síðustu tveimur leikjum liðsins á undirbúningstímabilinu. Þetta gæti því verið annað tímabilið í röð þar sem Arsenal fær öflugan leikmann inn í liðið úr unglingastarfinu en á síðasta tímabili var það bakvörðurinn Myles Lewis-Skelly sem sló í gegn og vann sér ekki aðeins sæti í byrjunarliði Arsenal heldur einnig sæti í enska landsliðinu. Hann er enn bara átján ára en orðinn lykilmaður í liðinu. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira