Formúla 1

Norris á ráspól í Belgíu á morgun

Siggeir Ævarsson skrifar
Lando Norris var kátur að loknum tímatökum í dag
Lando Norris var kátur að loknum tímatökum í dag Vísir/Getty

Lando Norris, ökumaður McLaren, verður á ráspól í Belgíukappakstrinum á morgun en hann skákaði liðsfélaga sínum Oscar Piastri með örlitlum mun í tímatökunum í dag.

Aðeins munaði 0,085 sekúndum á þeim félögum í dag en Norris náði besta tíma dagsins í fyrsta hring sínum í síðustu umferð tímatökunnar. Max Varstappen ræsir fjórði á morgun þar sem Charles Leclerc var örlítið sneggri og Verstappen gerði mistök í sínum síðasta hring.

Liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Lewis Hamilton, var dæmdur úr leik í upphafi tímatökunnar og ræsir því sextándi á morgun.

Þetta er í fjórða sinn sem Norris nær ráspól þetta tímabilið en hann er í 2. sæti í keppni ökumanna, níu stigum á eftir félaga sínum Piastri.

Belgíukappaksturinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay á morgun, sunnudag, og hefst útsending klukkkan 12:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×