Lífið

Mannauðsstjórinn segir einnig upp

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Tónleikarnir verða þeim eflaust báðum ógleymanlegir.
Tónleikarnir verða þeim eflaust báðum ógleymanlegir. Vísir

Kristin Cabot, mannauðsstjórinn sem gripin var glóðvolg við framhjáhald með forstjóra sama fyrirtækis á Coldplay tónleikum fyrr í mánuðinum, hefur einnig sagt upp störfum. 

Myndband af atvikinu pínlega hefur dreifst eins og eldur í sinu um netheima en þar sjást forstjóri og mannauðsstjóri tæknifyrirtækisins Astronomer í faðmlögum á stórum skjá. Um leið og þau áttuðu sig á að þau væru í mynd sneru þau sér undan.

„Annað hvort eru þau að halda fram hjá eða þau eru bara mjög feimin,“ sagði Chris Martin söngvari Coldplay.

Andy Byron, sem er giftur tveggja barna faðir, sagði upp störfum sem forstjóri fyrirtækisins daginn eftir atvikið. Astronomer greinir nú í annarri tilkynningu frá því að Cabot hafi einnig sagt upp störfum. 

Pete DeJoy, einn stofnandi fyrirtækisins hefur tekið við forstjórastarfinu af Byron. BBC hefur eftir honum að Astronomer hafi á einni nóttu orðið þekkt nafn á öllum heimilum og hann hlakki til að halda vegferð fyrirtækisins áfram. 

@instaagraace trouble in paradise?? 👀 #coldplay #boston #coldplayconcert #kisscam #fyp ♬ original sound - grace





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.