Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2025 07:00 Martín Zubimendi hefur mikla trú á knattspyrnustjóranum Mikel Arteta. Getty/Stuart MacFarlane Spænski miðjumaðurinn Martín Zubimendi vildi ekki fara til Liverpool fyrir ári síðan en hefur núna samið við Arsenal. Hann hefur nú sagt af hverju hann fór núna í ensku úrvalsdeildina en ekki í fyrra. Samkvæmt nýju viðtali við Zubimendi þá var það þjálfari Liverpool, Arne Slot, sem var ein af stóru ástæðunum fyrir því að hann vildi ekki koma til Liverpool. Slot gerði Liverpool að enskum meisturum á sínu fyrsta tímabili. Arsenal keypti spænska landsliðsmanninn frá Real Sociedad á 51 milljón pund fyrr í þessum mánuði. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir mig. Ég vildi vera áfram hjá Real en svo fóru tilboðin að hrannast inn og þá fer maður að hugsa um sína möguleika,“ sagði Zubimendi. Hann vildi ekki fara til Liverpool fyrir ári síðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) „Það var ekki rétti tíminn fyrir mig að fara í fyrra. Mér fannst Real bjóða mér upp á meiri möguleika og að ég ætti enn eftir að læra mikið þar. Það var best fyrir mig að vera áfram hjá Real ,“ sagði Zubimendi. „Ég veit ekki hvað hann [Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal] sá í mér en ég sé hann sem einn besta þjálfara Evrópu í dag. Þegar upp var staðið þá vildi ég fara til gæðaþjálfara ef ég myndi yfirgefa Real Sociedad,“ sagði Zubimendi og gerði óviljandi eða kannski viljandi lítið úr Arne Slot með þessum orðum sínum. „Ég held að ég hafi fundið hann. Ég sé á þessum fáu dögum sem ég hef verið hér hversu nákvæmur hann er með alla hluti leiksins. Ég held að hann sé þessi gæðaþjálfari sem ég var að leita af,“ sagði Zubimendi. Arsenal hefur ekki unnið titil í fimm ár undir stjórn Mikael Arteta en er búið að vera í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni þrjú ár í röð og komst i undanúrslit Meistaradeildarinnar síðasta vetur. En mun Zubimendi breyta silfri í gull á komandi tímabili? „Ég vona það. Það mikilvægasta fyrir liðið og félagið er að læra af tímabilunum á undan. Við getum lært af því hvernig síðasta tímabil endaði. Meiðslin höfðu mikil áhrif og því minni meiðsli því meiri möguleiki á titli,“ sagði Zubimendi. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Goals (Fanpage) 🏆 (@liverpoolgoals) Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Samkvæmt nýju viðtali við Zubimendi þá var það þjálfari Liverpool, Arne Slot, sem var ein af stóru ástæðunum fyrir því að hann vildi ekki koma til Liverpool. Slot gerði Liverpool að enskum meisturum á sínu fyrsta tímabili. Arsenal keypti spænska landsliðsmanninn frá Real Sociedad á 51 milljón pund fyrr í þessum mánuði. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir mig. Ég vildi vera áfram hjá Real en svo fóru tilboðin að hrannast inn og þá fer maður að hugsa um sína möguleika,“ sagði Zubimendi. Hann vildi ekki fara til Liverpool fyrir ári síðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) „Það var ekki rétti tíminn fyrir mig að fara í fyrra. Mér fannst Real bjóða mér upp á meiri möguleika og að ég ætti enn eftir að læra mikið þar. Það var best fyrir mig að vera áfram hjá Real ,“ sagði Zubimendi. „Ég veit ekki hvað hann [Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal] sá í mér en ég sé hann sem einn besta þjálfara Evrópu í dag. Þegar upp var staðið þá vildi ég fara til gæðaþjálfara ef ég myndi yfirgefa Real Sociedad,“ sagði Zubimendi og gerði óviljandi eða kannski viljandi lítið úr Arne Slot með þessum orðum sínum. „Ég held að ég hafi fundið hann. Ég sé á þessum fáu dögum sem ég hef verið hér hversu nákvæmur hann er með alla hluti leiksins. Ég held að hann sé þessi gæðaþjálfari sem ég var að leita af,“ sagði Zubimendi. Arsenal hefur ekki unnið titil í fimm ár undir stjórn Mikael Arteta en er búið að vera í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni þrjú ár í röð og komst i undanúrslit Meistaradeildarinnar síðasta vetur. En mun Zubimendi breyta silfri í gull á komandi tímabili? „Ég vona það. Það mikilvægasta fyrir liðið og félagið er að læra af tímabilunum á undan. Við getum lært af því hvernig síðasta tímabil endaði. Meiðslin höfðu mikil áhrif og því minni meiðsli því meiri möguleiki á titli,“ sagði Zubimendi. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Goals (Fanpage) 🏆 (@liverpoolgoals)
Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Syrgja átján ára fimleikakonu Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira