HBO Max streymisveitan komin til Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2025 12:59 Streymisveitan bandaríska er komin til Íslands í fyrsta sinn. Radecka/Getty Images) Bandaríska streymisveitan HBO Max er komin til Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HBO Max á Norðurlöndunum. Streymisveitan er í eigu Warner Bros. Discovery. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að aðdáendur á Íslandi geti núna nálgast mikið úrval afþreyingar frá HBO, Warner Bros. Pictures, DC Studios, Max Originals auk mikils annars áhugaverðs efnis. Streymisveitan átti fyrst að fara í loftið á Íslandi fyrir þremur árum en var frestað eftir samruna Warner Bros og Discovery. Í síðasta mánuði var svo tilkynnt að veitan yrði aðgengileg í júlí. Segir í tilkynningunni að þar sé á ferðinni efni á borð við kvikmyndirnar Sinners og A Minecraft Movie en einnig sívinsælt efni eins og Harry Potter, Fantastic Beasts kvikmyndirnar og Beetlejuice Beetlejuice sem dæmi. Þá eru taldar upp sjónvarpsþáttaseríur á borð við The Last of Us, The White Lotus, Euphoria, House of the Dragon, Succession, The Penguin, And Just Like That..., His Dark Materials, Peacemaker, Rick and Morty og fleiri. Kemur fram í tilkynningunni að streymisveitunni fylgi einnig íþróttaefni Eurosport. Þar sé hægt að fylgjast með öllum hasarnum í Tour de France þar sem keppninni líkur ekki fyrr en 27. júlí en einnig hjólakeppni kvenna, Tour de France Femmes, og hjólakeppninni La Vuelta a España, tenniskeppninni US Open tennis grand slam fram í ágúst. Íþróttaunnendur geta einnig fylgst með PGA Tour golfmótinu, Formula E keppnistímabilinu auk stærri vetraríþróttaviðburða síðar á árinu. Boðið er upp á tvær áskriftarleiðir, grunnáskrift og Premium áskrift. Grunnáskriftin kostar 12,99 evrur á mánuði, eða því sem nemur rúmum 1600 krónum. Einnig er hægt að greiða 129 evrur fyrir árið eða rúmar sextán þúsund krónur. Með grunnáskriftinni er hægt að streyma efni á tveimur tækjum samtímis í fullri háskerpu og niðurhala efni þrjátíu sinnum. Premium áskriftin kostar 18,99 evrur á mánuði eða 189 evrur á ári, eða rúmar 2300 krónur fyrir mánuðinn og 23.000 krónur fyrir árið. Með henni er hægt að streyma á fjórum tækjum í 4KUHD og niðurhala efni hundrað sinnum. Valfrjáls viðbót af íþróttaefni verður fáanleg fyrir fimm evrur á mánuði eða sjöhundruð krónur sem veitir aðgang að alþjóðlegu íþróttaefni. Bíó og sjónvarp Streymisveitur Fjölmiðlar Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að aðdáendur á Íslandi geti núna nálgast mikið úrval afþreyingar frá HBO, Warner Bros. Pictures, DC Studios, Max Originals auk mikils annars áhugaverðs efnis. Streymisveitan átti fyrst að fara í loftið á Íslandi fyrir þremur árum en var frestað eftir samruna Warner Bros og Discovery. Í síðasta mánuði var svo tilkynnt að veitan yrði aðgengileg í júlí. Segir í tilkynningunni að þar sé á ferðinni efni á borð við kvikmyndirnar Sinners og A Minecraft Movie en einnig sívinsælt efni eins og Harry Potter, Fantastic Beasts kvikmyndirnar og Beetlejuice Beetlejuice sem dæmi. Þá eru taldar upp sjónvarpsþáttaseríur á borð við The Last of Us, The White Lotus, Euphoria, House of the Dragon, Succession, The Penguin, And Just Like That..., His Dark Materials, Peacemaker, Rick and Morty og fleiri. Kemur fram í tilkynningunni að streymisveitunni fylgi einnig íþróttaefni Eurosport. Þar sé hægt að fylgjast með öllum hasarnum í Tour de France þar sem keppninni líkur ekki fyrr en 27. júlí en einnig hjólakeppni kvenna, Tour de France Femmes, og hjólakeppninni La Vuelta a España, tenniskeppninni US Open tennis grand slam fram í ágúst. Íþróttaunnendur geta einnig fylgst með PGA Tour golfmótinu, Formula E keppnistímabilinu auk stærri vetraríþróttaviðburða síðar á árinu. Boðið er upp á tvær áskriftarleiðir, grunnáskrift og Premium áskrift. Grunnáskriftin kostar 12,99 evrur á mánuði, eða því sem nemur rúmum 1600 krónum. Einnig er hægt að greiða 129 evrur fyrir árið eða rúmar sextán þúsund krónur. Með grunnáskriftinni er hægt að streyma efni á tveimur tækjum samtímis í fullri háskerpu og niðurhala efni þrjátíu sinnum. Premium áskriftin kostar 18,99 evrur á mánuði eða 189 evrur á ári, eða rúmar 2300 krónur fyrir mánuðinn og 23.000 krónur fyrir árið. Með henni er hægt að streyma á fjórum tækjum í 4KUHD og niðurhala efni hundrað sinnum. Valfrjáls viðbót af íþróttaefni verður fáanleg fyrir fimm evrur á mánuði eða sjöhundruð krónur sem veitir aðgang að alþjóðlegu íþróttaefni.
Bíó og sjónvarp Streymisveitur Fjölmiðlar Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira