Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júlí 2025 10:46 Zak Brown segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Christian Horner hafi verið rekinn. Clive Rose/Getty Images Zak Brown, forstjóri McLaren í Formúlu 1, segist ekki hafa verið hissa þegar fyrrum kollegi hans hjá Red Bull, Christian Horner, var rekinn á dögunum. Snemma í þessum mánuði bárust fréttir af því að Horner, sem var liðsstjóri og forstjóri Red Bull-liðsins, hefði verið rekinn úr starfi. Fréttirnar bárust sextán mánuðum eftir að upp komst um óviðeigandi skilaboð hans til kvenkyns starfsmanns liðsins. Eftir rannsókn innanbúðar, í tvígang, var Horner sagður hafa gert ekkert af sér og hann hélt starfinu. Forráðamenn Red Bull-liðsins hafa ekki enn greint frá ástæðu þess að Horner var rekinn, en Frakkinn Laurent Mekies, sem áður stýrði varaliði Red Bul, Racing Bulls, er tekinn við starfinu. „Ég er kannski hissa á tímasetningunni, en ekki niðurstöðunni,“ sagði Brown í samtali við kanadísku sjónvarpsstöðina TSN. „Það er búið að vera mikið drama undanfarin tvö ár og það virðist ekkert vera að róast. Það er frekar að það sé að aukast, þannig að ég var ekki hissa,“ bætti Brown við. Horner hafði stýrt Red Bull-liðinu frá því að það keppti fyrst í Formúlu 1 árið 2005 og hafði því verið við stjórnvölin í tuttugu ár, lengur en nokkur annar í íþróttinni. Akstursíþróttir Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Snemma í þessum mánuði bárust fréttir af því að Horner, sem var liðsstjóri og forstjóri Red Bull-liðsins, hefði verið rekinn úr starfi. Fréttirnar bárust sextán mánuðum eftir að upp komst um óviðeigandi skilaboð hans til kvenkyns starfsmanns liðsins. Eftir rannsókn innanbúðar, í tvígang, var Horner sagður hafa gert ekkert af sér og hann hélt starfinu. Forráðamenn Red Bull-liðsins hafa ekki enn greint frá ástæðu þess að Horner var rekinn, en Frakkinn Laurent Mekies, sem áður stýrði varaliði Red Bul, Racing Bulls, er tekinn við starfinu. „Ég er kannski hissa á tímasetningunni, en ekki niðurstöðunni,“ sagði Brown í samtali við kanadísku sjónvarpsstöðina TSN. „Það er búið að vera mikið drama undanfarin tvö ár og það virðist ekkert vera að róast. Það er frekar að það sé að aukast, þannig að ég var ekki hissa,“ bætti Brown við. Horner hafði stýrt Red Bull-liðinu frá því að það keppti fyrst í Formúlu 1 árið 2005 og hafði því verið við stjórnvölin í tuttugu ár, lengur en nokkur annar í íþróttinni.
Akstursíþróttir Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira