Innlent

Stal bíl og keyrði um flug­brautirnar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Maðurinn er grunaður um að hafa tekið bíl á vegum Isavia og keyrt meðal annars inn á flugbrautir.
Maðurinn er grunaður um að hafa tekið bíl á vegum Isavia og keyrt meðal annars inn á flugbrautir. Vísir/Vilhelm

Maður stal bíl inni á haftasvæði Keflavíkurflugvallar síðdegis í gær, ók honum um flughlaðið og ógnaði flugumferð. Ók hann meðal annars inn á flugbraut þar sem flugvél var að undirbúa flugtak.

Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins er þar segir að aðstoðaryfirlögregluþjónn á svæðinu segir það með alvarlegri flugverndarmálum að maður hafi ekið stolnum bíl um flugbrautir Keflavíkurflugvallar.

Maðurinn hafi svo komist út af flugvallarsvæðinu á stolnum bílnum.

Þar segir að maðurinn sé í haldi lögreglu og farið verði fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Að öðru leyti sé málið til rannsóknar.

Staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia segir í samtali við fréttastofu að von sé á tilkynningu um málið á næstunni og gat lítið tjáð sig um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×