Fótbolti

Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Diego Maradona og Peter Shilton heilsast fyrir leikinn fræga. Treyja Maradona úr leiknum hefur verið seld en nú er komið að treyjunni hans Shilton.
Diego Maradona og Peter Shilton heilsast fyrir leikinn fræga. Treyja Maradona úr leiknum hefur verið seld en nú er komið að treyjunni hans Shilton. vísir/getty

Áhugaverðir munir úr knattspyrnusögunni eru á leið á uppboð og munu örugglega seljast fyrir háar upphæðir.

Fyrst ber að nefna treyju enska landsliðsmarkvarðarins Peter Shilton sem hann klæddist í leiknum fræga gegn Argentínu á HM árið 1986. Leiknum þar sem Diego Maradona skoraði með hendi Guðs að eigin sögn.

Boð í treyjuna hefjast á 50 milljónum króna og verður áhugavert að sjá hvað þessi fræga treyja fer á.

Sá hlutur sem líklega fer á hæsta verðinu er gullmedalía Brasilíumannsins Pelé frá árinu 1958. Brassinn var aðeins 17 ára gamall er hann sló í gegn á mótinu.

Byrjunarverð á medalíunni er 82 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×