„Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. júlí 2025 08:02 Þegar Sigurður lést höfðu hann og Hrefna verið par í tæp þrjú ár og voru farin að leggja drög að framtíðinni, hjónabandi og barneignum. Vísir/Lýður Valberg Þann 3. nóvember síðastliðinn lést Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, á sameiginlegri straumvatnsæfingu á vegum Landsbjargar. Eftirlifandi unnusta hans, Hrefna Ingibjörg Jónsdóttir, segir að með Sigurði hafi hún ekki aðeins kynnst ástinni, heldur einnig starfi björgunarsveitanna. Í dag, nokkrum mánuðum síðar, stendur hún sjálf á barmi þess að verða fullgildur meðlimur í sömu sveit — og undirbýr sig nú fyrir hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem hún safnar áheitum fyrir Landsbjörgu. Ástríðufullur og drífandi Leiðir Hrefnu og Sigurðar lágu saman í byrjun árs 2022, og eins og hjá svo mörgum nútíma Íslendingum var það í gegnum stefnumóttaforritið Smitten. „Ég var nú reyndar ekkert á leiðinni í samband á þessum tíma og Siggi ekki heldur. Við spjölluðum saman í gegnum skilaboð í einhverja þrjá mánuði áður en við fórum loksins saman á deit. Eftir það var ekki aftur snúið. Við smullum einfaldlega saman strax, það var svo magnað. Það sem tengdi okkur svo sterkt saman var að við höfðum bæði mikinn áhuga á útivist og hreyfingu. Allt sem mig skorti það gat hann gefið mér – og öfugt. Siggi var svo ótrúlega drífandi, hvetjandi og eflandi. Hann kenndi mér svo margt. Áður en ég kynntist Sigga var ég vön að láta allskonar litla og asnalega hluti fara í taugarnar á mér og var gjörn á að efast um eigin getu. En Siggi var alltaf svo jákvæður og drífandi og hann smitaði mig af því. Það var hann sem kveikti eldinn í mér; honum tókst alltaf að sannfæra mig um að ég gæti gert alla hlutina sem mig skorti kjarkinn í að framkvæma. Á þessum tíma var Siggi að klára nýliðaprógrammið í Landsbjörgu og í eitt skipti nefndi hann það við mig að ég ætti einhvern daginn að prófa að fara í björgunarsveitarstarf. En ég var ekki alveg á því, ég vildi nefnilega að hann gæti átt það starf „fyrir sig” auk þess sem ég var ekki alveg að sjá mig fyrir mér einhvers staðar uppi á fjöllum að bjarga fólki. Svo fylgdist ég með Sigga vaxa og dafna í starfinu.“ Fljótlega eftir að Sigurður gerðist fullgildur félagi tók hann sæti í stjórn sveitarinnar og sinnti á endanum formennsku auk þess að halda utan um þjálfun nýliða og leiða straumvatnsdeild sveitarinnar. Hann setti allt sitt í starfið, þetta var ástríðan hans. Hann var með svo stórar og metnaðarfullir hugmyndir sem hann ætlaði að koma í framkvæmd. Hann átti svo vel heima þarna. Sigurður var ættleiddur af foreldrum sínum frá Indlandi þegar hann var ungabarn. „Ég er alveg viss um að það hafi mótað hans karakter og gert hann að þessum ótrúlega sterka einstakling sem hann var. Hann fékk yndislegt uppeldi og ómetanlegt veganesti út í lífið frá foreldrum sínum og hann var líka svo þakklátur þeim og æðrulaus gagnvart lífinu af því að hann var svo meðvitaður um hvernig líf hann hefði getað átt ef hann hefði ekki verið ættleiddur til Íslands og fengið það tækifæri sem foreldrar hans gáfu honum, og að eiga gott líf hér.“ Hrefna hugsar með mikilli hlýju til síðustu mánuðina í lífi Sigurðar. Um sumarið fóru þau saman til Ítalíu og Króatíu og áttu yndislegar tvær vikur. Hún rifjar upp seinustu vikurnar í lífi Sigurðar, en þá var mikið um að vera. Salan á Neyðarkallinum var í fullum gangi og Sigurður var á fullu alla daga að undirbúa og skipuleggja og gera og græja. Þegar Sigurður lést höfðu hann og Hrefna verið par í tæp þrjú ár. Þau voru farin að leggja drög að framtíðinni. „Kvöldið áður en slysið varð buðum við foreldrum hans í mat og áttum yndislega kvöldstund með þeim. Ég á aldrei eftir að gleyma augnablikinu rétt eftir að við vorum búin að kveðja þau. Siggi tók þéttingsfast utan um mig og ræddi við mig um framtíðina okkar. Mér þykir svo vænt um að áður en Siggi dó þá var ég búin að fá „staðfestingu“ -fullvissu um að hann vildi svo sannarlega verða maðurinn minn og eignast fjölskyldu með mér. Þetta er einhvern veginn ofboðslega fallegt og ofboðslega sorglegt á sama tíma. Við áttum líka yndislega stund saman morguninn eftir. Ég man að það var rigning og leiðindaveður og ég spurði hann hvort hann vildi ekki bara vera heima í dag en svarið var: „Nei, ég læt ekki þetta nú stöðva mig að fara með strákunum” Þannig að það kom ekkert annað til greina enda er það oft að æfingar fara fram í allskonar aðstæðum til að undirbúa björgunarsveitarfólk sem best þegar kallið kemur. Ég man að ég heyrði hann fara í sturtu og setja á sig rakspíra, ég man þegar ég knúsaði hann bless og fann lyktina af honum. Það er svo skrítið að hugsa til þess í dag að á þessum tímapunkti vissi ég ekki að þetta væri seinasta skiptið sem ég ætti eftir að sjá hann á lífi. En að sama skapi þykir mér svo ótrúlega vænt um þessa minningu og ég er þakklát fyrir að hafa átt og að ég muni þessa seinustu stund okkar saman. Hrefna hugsar með mikilli hlýju til síðustu mánuðina í lífi Sigurðar.Vísir/Lýður Valberg Framúrskarandi björgunarsveitarmaður og traustur vinur Þann 3. nóvember á seinasta ári greindu fjölmiðlar frá því að 36 ára karlmaður, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, hefði látist á björgunarsveitaræfingu við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal. Áin þar sem æfingin fór fram er eitt af helstu æfingasvæðunum björgunarsveitanna þegar kemur að straumvatnsbjörgun. „Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í ána rétt fyrir klukkan fjögur í gær. Maðurinn sem lést hafði verið að æfa björgun ásamt tveimur félögum sínum þegar slysið varð. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og voru straumsvatnsbjörgunarhópar boðaðir frá björgunarsveitum á nálægum svæðum og höfuðborgarsvæðinu. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út, en vegna veðurs var ekki hægt að lenda þyrlu við slysstaðinn. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir á vettvangi sem báru ekki árangur,“sagði meðal annars í frétt Vísis. Félagar Sigurðar í Kyndli rituðu minningargrein á sínum tíma þar sem Sigurði var lýst sem framúrskarandi björgunarsveitarmanni og traustum vini, traustur vini leiddi sveitina með staðfestu. „Sigurður var ekki aðeins formaður, heldur einnig fyrirmynd og traustur vinur allra sem fengu heiðurinn að starfa með honum. Hann skar sig úr fyrir óendanlega jákvæðni og óeigingjarna þjónustu við bæði félagið og samfélagið. Hann var ætíð reiðubúinn að rétta hjálparhönd, hvort sem var félögum eða ókunnugum, og var alltaf tilbúinn að ganga í hvaða verk sem er, stór sem smá. Hann leitaði stöðugt leiða til að bæta sig og styrkja hópinn. Sigurður var gjafmildur á tíma sinn og bjó yfir einstökum hæfileikum til að leiða fólk saman og skapa jákvætt og traust andrúmsloft. Undir hans allt of stuttu forystu blómstraði sveitin, og hann hafði jafnt jákvæð áhrif á bæði nýliða sem reyndari björgunarmenn.Hann átti einstakt lag á að tengjast fólki og skapa umhverfi þar sem allir fundu sig velkomna. Með hlýju brosi og góðum hug var hann alltaf til staðar fyrir félaga og vini. Hann gat bæði hlustað og gefið góð ráð, en einnig drifið fólk áfram þegar verkefnin krefðust. Við munum aldrei gleyma þeim stundum sem við deildum með honum. Sigurður var límið sem hélt hópnum saman. Hann leiddi af ástríðu og sanngirni og var hjartað í sveitinni okkar. Félagar hans munu ávallt minnast hans sem bráðfyndins, tryggs, jákvæðs og stuðningsríks félaga. Þrátt fyrir djúpa sorg munum við alltaf minnast Sigurðar með hlýhug og virðingu. Arfleifð hans lifir áfram í minningum okkar, öllu því góða sem hann gerði, og kærleikanum sem hann deildi. Við munum halda áfram að heiðra minningu hans með því að rétta öðrum hjálparhönd, líkt og hann gerði svo oft sjálfur.“ Harmurinn sem fylgir því að missa maka sinn, og það á miðjum fertugsaldri, er eitthvað sem fæstir geta gert sér í hugarlund nema að hafa upplifað það sjálfir. Heimurinn hrynur og lífið verður aldrei aftur samt. „Það er þó ómetanlegt að ég veit nákvæmlega hvað gerðist þennan dag og hvað leiddi til þess að slysið varð. Ég þarf ekki að sitja eftir í óvissu með hinar og þessar spurningar,“ segir Hrefna. Ómetanlegur stuðningur Áður en Sigurður dó hafði Hrefna ekki haft mikil kynni af samstarfsfélögum hans í Kyndli og Landsbjörgu. „Sveitin var alltaf „hans“ - ég hafði fram að þessu ekki litið á mig sem part af hópnum. En það breytti því þó ekki að þau bara gripu mig strax eftir slysið og urðu hálfpartinn eins og fjölskyldan mín. Það leið ekki dagur án þess að ég fengi símtal frá einhverjum í sveitinni, bara til að athuga hvernig ég hefði það eða hvernig dagurinn hefði verið hjá mér. Ég var í leyfi frá vinnu allan nóvember og desembermánuð og alltaf þegar mér leið illa þá gat ég leitað upp í hús hjá sveitinni. Ég fór með þeim í gönguferðir og fjallgöngur. Á þessum árstíma var auðvitað brjálað að gera hjá þeim, allskyns útköll og vegalokanir og svo tók við flugeldasalan um áramótin. Og á sama tíma voru þau auðvitað líka að syrgja og ganga í gegnum sorgarferli. Þeim bar engin skylda til þess að vera til staðar og tékka á mér, en þau gerðu það af því að þannig er “mentalitetið“ í starfinu. Það var til dæmis sérstaklega erfitt þegar jólin nálguðust. Ég var viss um að ég ætti ekki eftir að halda jól. Siggi átti þá hefð að kaupa ávallt lifandi jólatré með föður sínum og við skreyttum það saman. Ég var ekki að sjá fyrir mér að geta gert það án hans, en ég vissi samt að hann hefði viljað að ég gerði það þannig að ég fór og keypti jólatré hjá flugbjörgunarsveitinni, fór með það heim og setti það í sturtuna og svo gat ég bara enginn veginn fengið mig í að skreyta það. Vinkona mín úr sveitinni hringdi í mig á Þorláksmessu og þegar ég sagði henni að ég gæti ómögulega komið mér í það að setja upp jólatréð og skreyta tréð að þá bauðst hún strax til að koma og hjálpa mér. Hún endaði á því að vera hjá mér langt fram eftir miðnætti þetta kvöld, það var ómetanlegt. Það var henni að þakka að jólin komu hjá mér. Þegar þú ert að glíma við sorg og missi þá er algengt að fólk segir við þig eitthvað eins og: „Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað” eða „Ef þig vantar eitthvað, heyrðu þá í mér“ Það eru kanski ekkert allir sem gera sér grein fyrir því að þegar þú ert í þessum aðstæðum, ert bókstaflega að deyja úr sorg og sérð engan tilgang í að gera neitt, þá ertu ekki að fara að hafa þig í það að biðja einhvern um að gera eitthvað fyrir þig. Stundum er nóg að veita bara félagsskap, það þarf ekki endilega að þrýsta á viðkomandi að tala eða bjóðast til að gera þetta eða hitt, bara vera til staðar,” segir Hrefna og bætir við: „Ef ekki hefði verið fyrir Kyndil og Landsbjörgu þá væri ég ekki á þeim stað sem ég er á í dag. Þau voru alltaf boðin og búin að veita aðstoð og ráðleggingar og meðal annars sáu til þess að við höfðum greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu. Ég var vikulega hjá sálfræðingi í langan tíma, til að vinna úr öllum tilfinningunum, slysinu, reiðinni og sorginni. Og ég er svo þakklát vegna þess að ég veit að það eru ekkert allir sem fá þetta tækifæri.“ Fjallgöngur og hlaup hafa verið eitt helsta bjargráð Hrefnu í sorgarferlinu.Vísir/Lýður Valberg Vill hvetja og styrka aðra Þetta varð síðan til þess að Hrefna byrjaði sjálf að taka þátt í starfi sveitarinnar, og byrjaði í nýliðaprógramminu. „Núna er ég að bíða eftir að verða samþykkt í haust sem fullgildur meðlimur. Sem formaður var Siggi búin að setja sveitinni markmið og þegar hann féll síðan frá þá þurftu allir að staldra við og halda dampi; halda áfram með þessi markmið sem hann hafði sett. Mig langar að vera partur af því- og halda minningunni hans þannig á lofti. Siggi kom inn í líf okkar allra með tilgang og hann kenndi okkur öllum svo mikið. Það er eitt af því sem er svo erfitt við sorgina, að læra að grípa og muna allt það fallega sem hann kom með. Ég vakna á hverjum einasta degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur. Ég veit að lífið væri þúsund sinnum betra ef ég fengi hann til baka. Það er mín áskorun núna, að vera sterk og finna leið til að halda áfram. Það er ekki auðvelt- en það er hægt. Og hugsanlega get ég notað mína sögu til að hafa eflandi og hvetjandi áhrif á aðra þarna úti sem eru að glíma við sorg eða erfiðleika í lífinu. Ég veit að ég var afskaplega heppin að kynnast Sigga og fá hann inn í líf mitt.“ Fékk útrás uppi á fjalli Hreyfing var annað bjargráð Hrefnu í sorginni, nánar tiltekið fjallgöngur og útihlaup. Hlaupin komu þó ekki alveg strax. „Alltaf þegar ég var reið eða sorgmædd eða fann óendanlega mikla löngun til að tala við hann, þá fór ég upp á fjall. Fyrsta skiptið var í byrjun desember, þá fór ég eins upp á Móskarðshnjúka og labbaði og labbaði endalaust og hágrét úr mér lungun. Þetta var mín leið til að losa um allt sem var gerast innan í mér og fá útrás fyrir allar tilfinningarnar; eina mínútuna var ég kanski hlæjandi og þá næstu var ég hágrátandi. Í maí kynntist ég betur hlaupum í gegnum vin minn og fór ég svo í fyrstu hlaupaferðina og þá er ég búin að vera mjög virk í náttúruhlaupum. Mér finnst ég geta haldið tengingunni við Sigga í gegnum hlaupin og hreyfinguna. Núna er ég búin að setja mér það markmið að hlaupa hálfmaraþon, ég veit að það verður brjálæðislega erfitt og krefjandi, en ég veit að ég mun komast í gegnum það af því að Sigurður er við hliðina á mér. Ég er að ýta á sjálfa mig, ögra sjálfri mér- fyrir hann, fyrir okkur og fyrir minninguna hans. Mikilvægur hlekkur í samfélaginu Þann 23. ágúst næstkomandi fer fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Hrefna hyggst hlaupa hálfmaraþon og safna áheitum fyrir Landsbjörgu. Hún vill leggja sitt af mörkum. Í fyrrnefndri minningargrein Kyndils segir meðal annars: „Um hlutverk og mikilvægi björgunarsveita þarf ekki að fjölyrða. Saga þeirra er samofin sögu þjóðarinnar, og á tyllidögum er oft minnst á að sjálfboðaliðar björgunarsveitanna geri okkar fámenna og hrjóstruga land byggilegt. Starf björgunarsveitanna byggir á ómetanlegu framlagi einstaklinga sem fórna frítíma sínum til að aðstoða samborgara sína í neyð. Bak við hvert útkall liggja fjölmargar vinnustundir í viðhaldi búnaðar, félagsstarfi, þjálfun og æfingum. Björgunarsveitarfólk þarf að takast á við vind, kulda, rigningu, snjó og straumvötn til að vera viðbúið að rétta hjálparhönd þegar á reynir.“ Hrefna tekur heilshugar undir það. „Fyrir mér er Landsbjörg svo miklu meira en félagasamtök sem aðstoða og bjarga fólki. Þetta er ótrúlega mikilvægur hlekkur í okkar samfélagi, og allt unnið af hugsjón. Þegar þú tekur þátt í starfinu þarftu að skuldbinda þig til að mæta og bæta við þig þekkingu og vera tilbúinn til að fara í útköll á öllum tíma sólarhrings, allan ársins hring. Það eru heldur ekki allir sem vita að það eru töluvert mikil fjárútlát sem fylgja starfinu; björgunarsveitarmenn þurfa sjálfir að standa straum af kostnaði sem fylgir búningum og allskyns búnaði,“ segir hún. Líkt og Hrefna bendir á er starf björgunarsveitanna gífurlega mikilvægur hlekkur í samfélaginu.Vísir/Lýður Valberg „Þegar Siggi dó þá fannst mér eins og ég hefði misst allt í lífinu, mér fannst eins og væri búin að missa tækifærið á því að vera manneskjan sem ég var með honum. Ég sá ekki fyrir mér að ég myndi geta haldið áfram að fara í fjallgöngur eða ferðast eða gera alla þessa hluti sem ég og Siggi höfðum gert saman. Og enn þann dag í dag kemur það fyrir að það eru ákveðnir hlutir sem ég kem mér ekki í að gera af því að ég hef hann ekki lengur við hliðina á mér. Siggi fær ekki tækifæri til að gera alla þá óteljandi hluti sem hann ætlaði sér í lífinu. Eins erfitt og það er að þá hef ég enn þau forréttindi að halda áfram að lifa og þess vegna finnst mér það á vissan hátt vera skylda mín að halda áfram, ögra mér, ýta á sjálfa mig. Gera hlutina sem mér finnst vera krefjandi og erfiðir – af því að ég tek ekki lengur lífinu sem sjálfsögðum hlut.“ Hér má heita á Hrefnu og styðja við starf Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitir Mosfellsbær Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Ástríðufullur og drífandi Leiðir Hrefnu og Sigurðar lágu saman í byrjun árs 2022, og eins og hjá svo mörgum nútíma Íslendingum var það í gegnum stefnumóttaforritið Smitten. „Ég var nú reyndar ekkert á leiðinni í samband á þessum tíma og Siggi ekki heldur. Við spjölluðum saman í gegnum skilaboð í einhverja þrjá mánuði áður en við fórum loksins saman á deit. Eftir það var ekki aftur snúið. Við smullum einfaldlega saman strax, það var svo magnað. Það sem tengdi okkur svo sterkt saman var að við höfðum bæði mikinn áhuga á útivist og hreyfingu. Allt sem mig skorti það gat hann gefið mér – og öfugt. Siggi var svo ótrúlega drífandi, hvetjandi og eflandi. Hann kenndi mér svo margt. Áður en ég kynntist Sigga var ég vön að láta allskonar litla og asnalega hluti fara í taugarnar á mér og var gjörn á að efast um eigin getu. En Siggi var alltaf svo jákvæður og drífandi og hann smitaði mig af því. Það var hann sem kveikti eldinn í mér; honum tókst alltaf að sannfæra mig um að ég gæti gert alla hlutina sem mig skorti kjarkinn í að framkvæma. Á þessum tíma var Siggi að klára nýliðaprógrammið í Landsbjörgu og í eitt skipti nefndi hann það við mig að ég ætti einhvern daginn að prófa að fara í björgunarsveitarstarf. En ég var ekki alveg á því, ég vildi nefnilega að hann gæti átt það starf „fyrir sig” auk þess sem ég var ekki alveg að sjá mig fyrir mér einhvers staðar uppi á fjöllum að bjarga fólki. Svo fylgdist ég með Sigga vaxa og dafna í starfinu.“ Fljótlega eftir að Sigurður gerðist fullgildur félagi tók hann sæti í stjórn sveitarinnar og sinnti á endanum formennsku auk þess að halda utan um þjálfun nýliða og leiða straumvatnsdeild sveitarinnar. Hann setti allt sitt í starfið, þetta var ástríðan hans. Hann var með svo stórar og metnaðarfullir hugmyndir sem hann ætlaði að koma í framkvæmd. Hann átti svo vel heima þarna. Sigurður var ættleiddur af foreldrum sínum frá Indlandi þegar hann var ungabarn. „Ég er alveg viss um að það hafi mótað hans karakter og gert hann að þessum ótrúlega sterka einstakling sem hann var. Hann fékk yndislegt uppeldi og ómetanlegt veganesti út í lífið frá foreldrum sínum og hann var líka svo þakklátur þeim og æðrulaus gagnvart lífinu af því að hann var svo meðvitaður um hvernig líf hann hefði getað átt ef hann hefði ekki verið ættleiddur til Íslands og fengið það tækifæri sem foreldrar hans gáfu honum, og að eiga gott líf hér.“ Hrefna hugsar með mikilli hlýju til síðustu mánuðina í lífi Sigurðar. Um sumarið fóru þau saman til Ítalíu og Króatíu og áttu yndislegar tvær vikur. Hún rifjar upp seinustu vikurnar í lífi Sigurðar, en þá var mikið um að vera. Salan á Neyðarkallinum var í fullum gangi og Sigurður var á fullu alla daga að undirbúa og skipuleggja og gera og græja. Þegar Sigurður lést höfðu hann og Hrefna verið par í tæp þrjú ár. Þau voru farin að leggja drög að framtíðinni. „Kvöldið áður en slysið varð buðum við foreldrum hans í mat og áttum yndislega kvöldstund með þeim. Ég á aldrei eftir að gleyma augnablikinu rétt eftir að við vorum búin að kveðja þau. Siggi tók þéttingsfast utan um mig og ræddi við mig um framtíðina okkar. Mér þykir svo vænt um að áður en Siggi dó þá var ég búin að fá „staðfestingu“ -fullvissu um að hann vildi svo sannarlega verða maðurinn minn og eignast fjölskyldu með mér. Þetta er einhvern veginn ofboðslega fallegt og ofboðslega sorglegt á sama tíma. Við áttum líka yndislega stund saman morguninn eftir. Ég man að það var rigning og leiðindaveður og ég spurði hann hvort hann vildi ekki bara vera heima í dag en svarið var: „Nei, ég læt ekki þetta nú stöðva mig að fara með strákunum” Þannig að það kom ekkert annað til greina enda er það oft að æfingar fara fram í allskonar aðstæðum til að undirbúa björgunarsveitarfólk sem best þegar kallið kemur. Ég man að ég heyrði hann fara í sturtu og setja á sig rakspíra, ég man þegar ég knúsaði hann bless og fann lyktina af honum. Það er svo skrítið að hugsa til þess í dag að á þessum tímapunkti vissi ég ekki að þetta væri seinasta skiptið sem ég ætti eftir að sjá hann á lífi. En að sama skapi þykir mér svo ótrúlega vænt um þessa minningu og ég er þakklát fyrir að hafa átt og að ég muni þessa seinustu stund okkar saman. Hrefna hugsar með mikilli hlýju til síðustu mánuðina í lífi Sigurðar.Vísir/Lýður Valberg Framúrskarandi björgunarsveitarmaður og traustur vinur Þann 3. nóvember á seinasta ári greindu fjölmiðlar frá því að 36 ára karlmaður, Sigurður Kristófer McQuillan Óskarsson, hefði látist á björgunarsveitaræfingu við Tungufljót nærri Geysi í Haukadal. Áin þar sem æfingin fór fram er eitt af helstu æfingasvæðunum björgunarsveitanna þegar kemur að straumvatnsbjörgun. „Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í ána rétt fyrir klukkan fjögur í gær. Maðurinn sem lést hafði verið að æfa björgun ásamt tveimur félögum sínum þegar slysið varð. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins og voru straumsvatnsbjörgunarhópar boðaðir frá björgunarsveitum á nálægum svæðum og höfuðborgarsvæðinu. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út, en vegna veðurs var ekki hægt að lenda þyrlu við slysstaðinn. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir á vettvangi sem báru ekki árangur,“sagði meðal annars í frétt Vísis. Félagar Sigurðar í Kyndli rituðu minningargrein á sínum tíma þar sem Sigurði var lýst sem framúrskarandi björgunarsveitarmanni og traustum vini, traustur vini leiddi sveitina með staðfestu. „Sigurður var ekki aðeins formaður, heldur einnig fyrirmynd og traustur vinur allra sem fengu heiðurinn að starfa með honum. Hann skar sig úr fyrir óendanlega jákvæðni og óeigingjarna þjónustu við bæði félagið og samfélagið. Hann var ætíð reiðubúinn að rétta hjálparhönd, hvort sem var félögum eða ókunnugum, og var alltaf tilbúinn að ganga í hvaða verk sem er, stór sem smá. Hann leitaði stöðugt leiða til að bæta sig og styrkja hópinn. Sigurður var gjafmildur á tíma sinn og bjó yfir einstökum hæfileikum til að leiða fólk saman og skapa jákvætt og traust andrúmsloft. Undir hans allt of stuttu forystu blómstraði sveitin, og hann hafði jafnt jákvæð áhrif á bæði nýliða sem reyndari björgunarmenn.Hann átti einstakt lag á að tengjast fólki og skapa umhverfi þar sem allir fundu sig velkomna. Með hlýju brosi og góðum hug var hann alltaf til staðar fyrir félaga og vini. Hann gat bæði hlustað og gefið góð ráð, en einnig drifið fólk áfram þegar verkefnin krefðust. Við munum aldrei gleyma þeim stundum sem við deildum með honum. Sigurður var límið sem hélt hópnum saman. Hann leiddi af ástríðu og sanngirni og var hjartað í sveitinni okkar. Félagar hans munu ávallt minnast hans sem bráðfyndins, tryggs, jákvæðs og stuðningsríks félaga. Þrátt fyrir djúpa sorg munum við alltaf minnast Sigurðar með hlýhug og virðingu. Arfleifð hans lifir áfram í minningum okkar, öllu því góða sem hann gerði, og kærleikanum sem hann deildi. Við munum halda áfram að heiðra minningu hans með því að rétta öðrum hjálparhönd, líkt og hann gerði svo oft sjálfur.“ Harmurinn sem fylgir því að missa maka sinn, og það á miðjum fertugsaldri, er eitthvað sem fæstir geta gert sér í hugarlund nema að hafa upplifað það sjálfir. Heimurinn hrynur og lífið verður aldrei aftur samt. „Það er þó ómetanlegt að ég veit nákvæmlega hvað gerðist þennan dag og hvað leiddi til þess að slysið varð. Ég þarf ekki að sitja eftir í óvissu með hinar og þessar spurningar,“ segir Hrefna. Ómetanlegur stuðningur Áður en Sigurður dó hafði Hrefna ekki haft mikil kynni af samstarfsfélögum hans í Kyndli og Landsbjörgu. „Sveitin var alltaf „hans“ - ég hafði fram að þessu ekki litið á mig sem part af hópnum. En það breytti því þó ekki að þau bara gripu mig strax eftir slysið og urðu hálfpartinn eins og fjölskyldan mín. Það leið ekki dagur án þess að ég fengi símtal frá einhverjum í sveitinni, bara til að athuga hvernig ég hefði það eða hvernig dagurinn hefði verið hjá mér. Ég var í leyfi frá vinnu allan nóvember og desembermánuð og alltaf þegar mér leið illa þá gat ég leitað upp í hús hjá sveitinni. Ég fór með þeim í gönguferðir og fjallgöngur. Á þessum árstíma var auðvitað brjálað að gera hjá þeim, allskyns útköll og vegalokanir og svo tók við flugeldasalan um áramótin. Og á sama tíma voru þau auðvitað líka að syrgja og ganga í gegnum sorgarferli. Þeim bar engin skylda til þess að vera til staðar og tékka á mér, en þau gerðu það af því að þannig er “mentalitetið“ í starfinu. Það var til dæmis sérstaklega erfitt þegar jólin nálguðust. Ég var viss um að ég ætti ekki eftir að halda jól. Siggi átti þá hefð að kaupa ávallt lifandi jólatré með föður sínum og við skreyttum það saman. Ég var ekki að sjá fyrir mér að geta gert það án hans, en ég vissi samt að hann hefði viljað að ég gerði það þannig að ég fór og keypti jólatré hjá flugbjörgunarsveitinni, fór með það heim og setti það í sturtuna og svo gat ég bara enginn veginn fengið mig í að skreyta það. Vinkona mín úr sveitinni hringdi í mig á Þorláksmessu og þegar ég sagði henni að ég gæti ómögulega komið mér í það að setja upp jólatréð og skreyta tréð að þá bauðst hún strax til að koma og hjálpa mér. Hún endaði á því að vera hjá mér langt fram eftir miðnætti þetta kvöld, það var ómetanlegt. Það var henni að þakka að jólin komu hjá mér. Þegar þú ert að glíma við sorg og missi þá er algengt að fólk segir við þig eitthvað eins og: „Láttu mig vita ef ég get gert eitthvað” eða „Ef þig vantar eitthvað, heyrðu þá í mér“ Það eru kanski ekkert allir sem gera sér grein fyrir því að þegar þú ert í þessum aðstæðum, ert bókstaflega að deyja úr sorg og sérð engan tilgang í að gera neitt, þá ertu ekki að fara að hafa þig í það að biðja einhvern um að gera eitthvað fyrir þig. Stundum er nóg að veita bara félagsskap, það þarf ekki endilega að þrýsta á viðkomandi að tala eða bjóðast til að gera þetta eða hitt, bara vera til staðar,” segir Hrefna og bætir við: „Ef ekki hefði verið fyrir Kyndil og Landsbjörgu þá væri ég ekki á þeim stað sem ég er á í dag. Þau voru alltaf boðin og búin að veita aðstoð og ráðleggingar og meðal annars sáu til þess að við höfðum greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu. Ég var vikulega hjá sálfræðingi í langan tíma, til að vinna úr öllum tilfinningunum, slysinu, reiðinni og sorginni. Og ég er svo þakklát vegna þess að ég veit að það eru ekkert allir sem fá þetta tækifæri.“ Fjallgöngur og hlaup hafa verið eitt helsta bjargráð Hrefnu í sorgarferlinu.Vísir/Lýður Valberg Vill hvetja og styrka aðra Þetta varð síðan til þess að Hrefna byrjaði sjálf að taka þátt í starfi sveitarinnar, og byrjaði í nýliðaprógramminu. „Núna er ég að bíða eftir að verða samþykkt í haust sem fullgildur meðlimur. Sem formaður var Siggi búin að setja sveitinni markmið og þegar hann féll síðan frá þá þurftu allir að staldra við og halda dampi; halda áfram með þessi markmið sem hann hafði sett. Mig langar að vera partur af því- og halda minningunni hans þannig á lofti. Siggi kom inn í líf okkar allra með tilgang og hann kenndi okkur öllum svo mikið. Það er eitt af því sem er svo erfitt við sorgina, að læra að grípa og muna allt það fallega sem hann kom með. Ég vakna á hverjum einasta degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur. Ég veit að lífið væri þúsund sinnum betra ef ég fengi hann til baka. Það er mín áskorun núna, að vera sterk og finna leið til að halda áfram. Það er ekki auðvelt- en það er hægt. Og hugsanlega get ég notað mína sögu til að hafa eflandi og hvetjandi áhrif á aðra þarna úti sem eru að glíma við sorg eða erfiðleika í lífinu. Ég veit að ég var afskaplega heppin að kynnast Sigga og fá hann inn í líf mitt.“ Fékk útrás uppi á fjalli Hreyfing var annað bjargráð Hrefnu í sorginni, nánar tiltekið fjallgöngur og útihlaup. Hlaupin komu þó ekki alveg strax. „Alltaf þegar ég var reið eða sorgmædd eða fann óendanlega mikla löngun til að tala við hann, þá fór ég upp á fjall. Fyrsta skiptið var í byrjun desember, þá fór ég eins upp á Móskarðshnjúka og labbaði og labbaði endalaust og hágrét úr mér lungun. Þetta var mín leið til að losa um allt sem var gerast innan í mér og fá útrás fyrir allar tilfinningarnar; eina mínútuna var ég kanski hlæjandi og þá næstu var ég hágrátandi. Í maí kynntist ég betur hlaupum í gegnum vin minn og fór ég svo í fyrstu hlaupaferðina og þá er ég búin að vera mjög virk í náttúruhlaupum. Mér finnst ég geta haldið tengingunni við Sigga í gegnum hlaupin og hreyfinguna. Núna er ég búin að setja mér það markmið að hlaupa hálfmaraþon, ég veit að það verður brjálæðislega erfitt og krefjandi, en ég veit að ég mun komast í gegnum það af því að Sigurður er við hliðina á mér. Ég er að ýta á sjálfa mig, ögra sjálfri mér- fyrir hann, fyrir okkur og fyrir minninguna hans. Mikilvægur hlekkur í samfélaginu Þann 23. ágúst næstkomandi fer fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Hrefna hyggst hlaupa hálfmaraþon og safna áheitum fyrir Landsbjörgu. Hún vill leggja sitt af mörkum. Í fyrrnefndri minningargrein Kyndils segir meðal annars: „Um hlutverk og mikilvægi björgunarsveita þarf ekki að fjölyrða. Saga þeirra er samofin sögu þjóðarinnar, og á tyllidögum er oft minnst á að sjálfboðaliðar björgunarsveitanna geri okkar fámenna og hrjóstruga land byggilegt. Starf björgunarsveitanna byggir á ómetanlegu framlagi einstaklinga sem fórna frítíma sínum til að aðstoða samborgara sína í neyð. Bak við hvert útkall liggja fjölmargar vinnustundir í viðhaldi búnaðar, félagsstarfi, þjálfun og æfingum. Björgunarsveitarfólk þarf að takast á við vind, kulda, rigningu, snjó og straumvötn til að vera viðbúið að rétta hjálparhönd þegar á reynir.“ Hrefna tekur heilshugar undir það. „Fyrir mér er Landsbjörg svo miklu meira en félagasamtök sem aðstoða og bjarga fólki. Þetta er ótrúlega mikilvægur hlekkur í okkar samfélagi, og allt unnið af hugsjón. Þegar þú tekur þátt í starfinu þarftu að skuldbinda þig til að mæta og bæta við þig þekkingu og vera tilbúinn til að fara í útköll á öllum tíma sólarhrings, allan ársins hring. Það eru heldur ekki allir sem vita að það eru töluvert mikil fjárútlát sem fylgja starfinu; björgunarsveitarmenn þurfa sjálfir að standa straum af kostnaði sem fylgir búningum og allskyns búnaði,“ segir hún. Líkt og Hrefna bendir á er starf björgunarsveitanna gífurlega mikilvægur hlekkur í samfélaginu.Vísir/Lýður Valberg „Þegar Siggi dó þá fannst mér eins og ég hefði misst allt í lífinu, mér fannst eins og væri búin að missa tækifærið á því að vera manneskjan sem ég var með honum. Ég sá ekki fyrir mér að ég myndi geta haldið áfram að fara í fjallgöngur eða ferðast eða gera alla þessa hluti sem ég og Siggi höfðum gert saman. Og enn þann dag í dag kemur það fyrir að það eru ákveðnir hlutir sem ég kem mér ekki í að gera af því að ég hef hann ekki lengur við hliðina á mér. Siggi fær ekki tækifæri til að gera alla þá óteljandi hluti sem hann ætlaði sér í lífinu. Eins erfitt og það er að þá hef ég enn þau forréttindi að halda áfram að lifa og þess vegna finnst mér það á vissan hátt vera skylda mín að halda áfram, ögra mér, ýta á sjálfa mig. Gera hlutina sem mér finnst vera krefjandi og erfiðir – af því að ég tek ekki lengur lífinu sem sjálfsögðum hlut.“ Hér má heita á Hrefnu og styðja við starf Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.
Björgunarsveitir Mosfellsbær Reykjavíkurmaraþon Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira