Sport

Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópu­mótinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hera Christensen náði frábærum árangri á Evrópumóti U23 ára í dag.
Hera Christensen náði frábærum árangri á Evrópumóti U23 ára í dag. FRÍ

Hera Christensen úr FH hafnaði í fimmta sæti í kringukasti á Evrópumóti U23 ára í frjálsum í dag.

Mótið fer fram í Bergen í Noregi og í gær tryggði Hera sér sæti í úrslitum, sem fram fóru í dag.

Tólf keppendur komust í úrslit og Hera átti um tíma þriðja lengsta kast keppninnar. Lengst kastaði Hera 53,44 metra, sem á endanum dugaði henni til að enda í fimmta sæti.

Spánverjinn Ine Lopez sigraði keppnina með kasti upp á 58,20 metra. Það var svo hin ítalska Benedetta Benedetti sem varð önnur með kast upp á 56,98 metra og Milina Wepiwe frá Þýskalandi varð þriðja, en hún kastaði 56,82 metra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×