„Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2025 12:32 Diljá Ýr Zomers mætir til leiks á Evrópumótinu í Sviss. Hún var í hópnum en fékk þó ekki að spila í þremur leikjum íslenska liðsins. Getty/Aitor Alcalde Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. Diljá hefur undanfarin tvö tímabil spilað með Leuven í Belgíu. Hún átti frábært fyrra tímabil og varð þá markahæst í belgísku úrvalsdeildinni. Seinna tímabilið einkenndist aftur á móti af miklum meiðslum og litlum spilatíma. Diljá skoraði 23 deildarmörk fyrra tímabilið en fjögur mörk á því seinna. Nú hefur Diljá jafnað sig af meiðslunum og horfir fram á betri tíma hjá nýja félaginu, Brann í Noregi. Stór klúbbur „Þetta er stór klúbbur sem margir þekkja til og mjög fagmannlegt umhverfi. Maður fann það strax þegar maður mætti þarna að það er reynt að gera allt fyrir kvennaliðið, bara jafnt á við karlaliðið,“ sagði Diljá. „Við spilum á sama velli og karlarnir, erum með sama æfingasvæði og sami strúktúr í kringum æfingar og svoleiðis. Það heillaði mjög mikið og ég sé tækifæri á að bæta mig þarna í þessu umhverfi,“ sagði Diljá. Brann er mikið Íslendingafélag. Natasha Anasi, liðsfélagi Diljár í íslenska landsliðinu, lék með liðinu og tveir íslenskir leikmenn spila með karlaliðinu í dag sem Freyr Alexandersson þjálfari. Var Freyr að hjálpa til? „Var Freyr eitthvað að hjálpa til við að sannfæra þig,“ spurði Ágúst. „Nei ekki mig en ég heyrði af því að hann hafi reynt að sannfæra þá ennþá meira um að fá mig. Það er búið að vera í gangi í langan tíma að þeir séu að reyna að fá mig,“ sagði Diljá. „Þeir fóru eitthvað aðeins, töluðu við hann og tékkuðu á því hvort að þetta væri ekki örugglega rétt,“ sagði Diljá. Hún ræddi sjálf við félaga sinn í íslenska landsliðinu. „Um leið og þetta kom upp þá heyrði ég í Natöshu og hún sagði bara góða hluti. Það var eiginlega ekki hægt að sleppa þessu,“ sagði Diljá. Flytur lengra frá kærastanum Með flutningunum til Noregs þá færist Diljá töluvert lengra frá kærasta sínum, landsliðsmanninum Valgeiri Lunddal Friðrikssyni sem spilar í Düsseldorf í Þýskalandi. „Þetta var ekki alveg eins og þetta væri fjarsamband þar sem að maður gat verið að koma í hverri viku og við verið mikið saman. Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu,“ sagði Diljá í léttum tón. „Ég lét mig hverfa frá Svíþjóð og fór frá Belgíu. Svo ákveður Valgeir að fara frá Svíþjóð til Þýskalands og koma aðeins nær. Svo var ég greinilega komin með smá ógeð á því og ákvað að fara lengra í burtu,“ sagði Diljá létt. „Þetta hefur bata gengið rosalega vel. Við vitum alveg að þetta sé erfitt og við erum bæði í þessum bransa. Við veljum þennan bransa og maður verður bara að láta þetta ganga,“ sagði Diljá. Norski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Diljá hefur undanfarin tvö tímabil spilað með Leuven í Belgíu. Hún átti frábært fyrra tímabil og varð þá markahæst í belgísku úrvalsdeildinni. Seinna tímabilið einkenndist aftur á móti af miklum meiðslum og litlum spilatíma. Diljá skoraði 23 deildarmörk fyrra tímabilið en fjögur mörk á því seinna. Nú hefur Diljá jafnað sig af meiðslunum og horfir fram á betri tíma hjá nýja félaginu, Brann í Noregi. Stór klúbbur „Þetta er stór klúbbur sem margir þekkja til og mjög fagmannlegt umhverfi. Maður fann það strax þegar maður mætti þarna að það er reynt að gera allt fyrir kvennaliðið, bara jafnt á við karlaliðið,“ sagði Diljá. „Við spilum á sama velli og karlarnir, erum með sama æfingasvæði og sami strúktúr í kringum æfingar og svoleiðis. Það heillaði mjög mikið og ég sé tækifæri á að bæta mig þarna í þessu umhverfi,“ sagði Diljá. Brann er mikið Íslendingafélag. Natasha Anasi, liðsfélagi Diljár í íslenska landsliðinu, lék með liðinu og tveir íslenskir leikmenn spila með karlaliðinu í dag sem Freyr Alexandersson þjálfari. Var Freyr að hjálpa til? „Var Freyr eitthvað að hjálpa til við að sannfæra þig,“ spurði Ágúst. „Nei ekki mig en ég heyrði af því að hann hafi reynt að sannfæra þá ennþá meira um að fá mig. Það er búið að vera í gangi í langan tíma að þeir séu að reyna að fá mig,“ sagði Diljá. „Þeir fóru eitthvað aðeins, töluðu við hann og tékkuðu á því hvort að þetta væri ekki örugglega rétt,“ sagði Diljá. Hún ræddi sjálf við félaga sinn í íslenska landsliðinu. „Um leið og þetta kom upp þá heyrði ég í Natöshu og hún sagði bara góða hluti. Það var eiginlega ekki hægt að sleppa þessu,“ sagði Diljá. Flytur lengra frá kærastanum Með flutningunum til Noregs þá færist Diljá töluvert lengra frá kærasta sínum, landsliðsmanninum Valgeiri Lunddal Friðrikssyni sem spilar í Düsseldorf í Þýskalandi. „Þetta var ekki alveg eins og þetta væri fjarsamband þar sem að maður gat verið að koma í hverri viku og við verið mikið saman. Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu,“ sagði Diljá í léttum tón. „Ég lét mig hverfa frá Svíþjóð og fór frá Belgíu. Svo ákveður Valgeir að fara frá Svíþjóð til Þýskalands og koma aðeins nær. Svo var ég greinilega komin með smá ógeð á því og ákvað að fara lengra í burtu,“ sagði Diljá létt. „Þetta hefur bata gengið rosalega vel. Við vitum alveg að þetta sé erfitt og við erum bæði í þessum bransa. Við veljum þennan bransa og maður verður bara að láta þetta ganga,“ sagði Diljá.
Norski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira