Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. júlí 2025 08:01 Laura segir atvikið í febrúar enn sitja djúpt í sér og gera það að verkum að hún er smeykari en áður við að ferðast einsömul erlendis. Vísir/Lýður Valberg Tvítug kona segist enn vera að jafna sig á vopnaðri árás sem hún varð fyrir á kjötkveðjuhátíð í Brasilíu í febrúar. Hún lýsir því að hafa brugðist við með ofbeldi fremur en ótta, og lifði atvikið af þökk sé aðkomu ókunnugra kvenna. Laura Strzalkowska er fædd í Póllandi en flutti ásamt foreldrum sínum til Íslands þegar hún var kornung og hefur búið hérlendis alla tíð. Ferðalög eru hennar líf og yndi. Langþráð ferð til Suður Ameríku „Alveg frá því ég var lítil hef ég elskað að ferðast. Ég elska að fara á nýja staði og kynnast nýrri menningu. Ég fór í skiptinám til Frakklands þegar ég var 17 ára og í dag tala ég fimm tungumál. Þegar ég var 18 ára greindist ég með MS sjúkdóminn og það var ákveðin vakning fyrir mig. Það gerði mér ljóst hvað það er mikilvægt að njóta lífsins og gera það sem maður vill því við vitum aldrei hvað getur gerst á morgun.“ Laura starfar hjá Kópavogsbæ og á veitingastaðnum Lemon en hefur á undanförnum árum tekið sér frí í lengri eða styttri tíma til að ferðast, annaðhvort einsömul eða þá með fjölskyldu eða vinum. Hún hefur heimsótt yfir þrjátíu lönd og segir fjölskyldu og vini vera orðin vön því að vita af henni á stöðugu flakki. „Ég er svo heppin að mamma hefur alltaf verið rosalega dugleg við að hvetja mig til að prófa hlutina og takast á við allskonar upplifanir og nýjar áskoranir. Ég er mjög þakklát fyrir það.“ Hún kveðst alltaf hafa verið heilluð af Suður Ameríku, og þá sérstaklega Brasilíu. „Brasilía hefur alltaf verið draumaáfangastaðurinn minn, þannig að á seinasta ári fór ég að leggja drög að ferð þangað og ég var í rúmlega ár að plana þá ferð.“ Laura hefur að eigin sögn alltaf gert viðeigandi varrúðarráðstafanir fyrir hverja utanlandsferð; lesið sér vel til um áfangastaðina og haft með sér öryggisbúnað á borð við gps staðsetningartæki sem gerir aðstandendum hennar kleift að rekja ferðir hennar. Brasilíuferðin hafi ekki verið nein undantekning. Laura hefur ferðast víða um heiminn og heimsótt yfir tuttugu lönd einsömul.Vísir/Lýður Valberg Gífurlegur fólksfjöldi Í byrjun febrúar síðastliðinn ferðaðist Laura frá Íslandi til Ríó með millilendingu í Portgúgal. Í Ríó hafði hún mælt sér mót við vinkonu sína úr skiptináminu í Frakklandi. Þær stöllur voru fyrstu þrjá dagana í Ríó en ferðuðust síðan um Brasilíu næstu vikurnar og fóru til Isla Grande Penedo og Visconde de Mauá. Þegar tveir dagar voru eftir af dvölinni í Brasilíu sneru þær til baka til Ríó þar sem þær áttu bókaða gistingu á íbúðahóteli í gegnum Airbnb. Gististaðurinn var staðsettur í Copacabana sem er þekktasta ferðamannasvæði borgarinnar við samnefnda strönd. Kvöldið þar á eftir fóru þær á hina feykivinsælu kjötkveðjuhátíð, eða „Carnival“ sem haldin er í borginni ár hvert og laðar að sér gífurlegan fjölda fólks. Þar voru þær allt kvöldið og langt fram á nótt. „Þegar klukkan var orðin tæplega sex um morguninn ákváðum við að labba af stað og reyna að finna Uber. En það gekk ekkert, enda var bærinn stappaður af fólki sem var að skemmta sér á carnivalinu. Einn ferðamaður sem við hittum benti okkur á hvar við gætum fundið leigubílaröð, sem var í smá göngufjarlægð frá staðnum þar sem við vorum. Það var allt fullt af fólki út um allt. Þegar við komum að leigubílastaðnum vorum við þegar komnar mjög nálægt hótelinu og veltum því fyrir okkur hvort við ættum ekki bara að labba restina af leiðinni þangað.“ Fann fyrir byssu við bakið Laura lýsir því þannig að skyndilega hafi maður nálgast hana á reiðhjóli og byrjað að kalla á eftir henni „gringa“og „blanca“ með tilvísun í hvítan húðlit hennar. „Ég var orðin frekar vön þessu eftir tæpan mánuð í Brasilíu þannig að í fystu var ég ekkert rosalega hrædd.“ Á þessum tímapunkti hafði Laura að eigin sögn orðið viðskila við vinkonu sína í mannmergðinni og náði ekki í hana í síma. „Ég hélt áfram að labba og ætlaði að beygja til hægri en þá birtist skyndilega annar maður sem leit út fyrir að vera einhverskonar vinur eða félagi mannsins á reiðhjólinu. Þetta voru ungir strákar, þeir litu fyrir að vera á miðjum þrítugsaldri.“ Laura lýsir því þannig að skyndilega hafi maðurinn á hjólinu þrýst skammbyssu aftan á bakið á henni. Félagi hans hafi síðan ýtt henni harkalega upp að húsvegg og tekið hana hálstaki. Á meðan hafi hinn reynt að hafa af henni töskuna hennar sem innihélt meðal annars símann hennar, og skilríkin sem hún hafði þurft að hafa meðferðis á hátíðina. Fraus ekki heldur fór í ham Í stað þess að frjósa af skelfingu kveðst Laura hafa brugðist þveröfugt við; hún hafi farið í einhverskonar árásarham. „Það eina sem komst að í hausnum á mér á þessu augnabliki var að ég ætlaði ekki að láta þá ræna ekki á mig. Ég ætlaði að komast heim alveg sama hvað, það var ekkert annað í boði. Ég fór í einhverskonar maníu, ég lokaði augunum og öskraði eins hátt og ég gat og byrjaði að lemja og kýla frá mér á fullu. Það næsta sem ég man var að ég opnaði augun og sá lítinn hóp af konum, fjórar eða fimm, sem komu hlaupandi upp að okkur og þá hlupu mennirnir í burtu.“ Að sögn Lauru litu konurnar út fyrir að vera innfæddar og ávörpuðu hana á portúgölsku en ein í hópnum reyndist tala smávegis ensku. Þær hafi hlúð að henni og komið henni í burtu og af einhverjum ástæðum endurtekið í sífellu: „ekki gráta“ og „ekki öskra.“ Þær hafi þvínæst hjálpað henni að finna leigubíl, þar sem bílstjórinn reyndist tala takmarkaða ensku. Henni hafi engu að síður tekist að biðja hann um að fara krókaleið á hótelið, af ótta við að mennirnir tveir myndu veita bílnum eftirför. Þangað hafi hún síðan komist heilu og höldnu skömmu síðar. Að sögn Laura var kjóllinn hennar útataður í blóði eftir átökin, en þar sem að hún sjálf var ekki alvarlega meidd gerir hún ráð fyrir að það hafi komið frá öðrum hvorum af árásarmönnunum. „Ég var ennþá í svo miklu sjokki að ég fann einhvern veginn ekki fyrir neinu, ég fór bara beint í sturtu og þreif blóðið af mér og henti svo kjólnum mínum í ruslið.“ Laura kveðst hafa átt bókað flug heim til Íslands, með millilendingu í Portgúal þennan morgun og þurfti þess vegna að fara beint upp á flugvöll eftir þetta. Þegar hún hafi verið búin að tékka sig inn í flugið og sest á veitingastað á flugvellinum hafi hún fyrst náð að meðtaka allt sem hafði gerst. „Mamma hringdi í mig þar sem ég sat á veitingastað og spurði mig hvernig ég hefði það en allt í einu fór ég bara að hágráta innan um alla, en gat samt ekki sagt henni hvað hafði gerst. Í flugvélinni var ég í einhverju panikkástandi og var alltaf að líta í kringum mig og var hrædd um að þessir menn væru í flugvélinni.“ Í stað þess að frjósa af skelfingu kveðst Laura hafa brugðist þveröfugt við; hún hafi farið í einhverskonar árásarham.Vísir/Lýður Valberg Upplifði mikla skömm Í maí síðastliðnum birti Laura stutt myndskeið á TikTok þar sem hún sagði frá atvikinu. Fjölmargir rituðu athugasemd við myndskeiðið, þar af nokkrir sem höfðu á orði að Laura gæti sjálfri sér um kennt að hafa komið sér í þessar aðstæður. Hún hafi átt að hafa vit á því að vera ekki að ferðast ein til Brasilíu, verandi ung, hvít kona. Laura segir atvikið í febrúar enn sitja djúpt í sér og gera það að verkum að hún er smeykari en áður við að ferðast einsömul erlendis. „Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma þar sem ég er ekki með neina ferð planaða eða neinn flugmiða bókaðan. Ég er miklu hræddari og varkárari en áður. Ég er búin að upplifa rosalega mikla skömm yfir því sem gerðist, sérstaklega eftir að ég talaði um þetta á TikTok. En ég veit það samt í dag að í dag að þetta var ekki mér að kenna. Mér finnst ömurlegt að sú staðreynd að ég sé kona þurfi að stoppa mig í því að hafa frelsi til að ferðast á þá staði sem mig langar að heimsækja, og gera það sem ég elska. En ég held reyndar að þarna í Brasilíu skipti ekki máli hvort þú ert karl eða kona eða hvort þú sért einn á ferð eða með fleira fólki, ef þessir glæpamenn ætla að gera þér eitthvað þá gera þeir það bara,“ segir Laura. „Ég er óendanlega þakklát fyrir að þessar konur komu og björguðu mér. Ég þakkaði þeim auðvitað aftur og aftur fyrir áður en þær settu mig inn í leigubílinn, og tók utan um þær. Ég vil ekki hugsa til þess hvernig þetta hefði endað ef þær hefðu birtst þarna. Ég á auðvitað aldrei eftir að sjá þessar konur aftur á ævinni.“ Ferðalög Brasilía Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Laura Strzalkowska er fædd í Póllandi en flutti ásamt foreldrum sínum til Íslands þegar hún var kornung og hefur búið hérlendis alla tíð. Ferðalög eru hennar líf og yndi. Langþráð ferð til Suður Ameríku „Alveg frá því ég var lítil hef ég elskað að ferðast. Ég elska að fara á nýja staði og kynnast nýrri menningu. Ég fór í skiptinám til Frakklands þegar ég var 17 ára og í dag tala ég fimm tungumál. Þegar ég var 18 ára greindist ég með MS sjúkdóminn og það var ákveðin vakning fyrir mig. Það gerði mér ljóst hvað það er mikilvægt að njóta lífsins og gera það sem maður vill því við vitum aldrei hvað getur gerst á morgun.“ Laura starfar hjá Kópavogsbæ og á veitingastaðnum Lemon en hefur á undanförnum árum tekið sér frí í lengri eða styttri tíma til að ferðast, annaðhvort einsömul eða þá með fjölskyldu eða vinum. Hún hefur heimsótt yfir þrjátíu lönd og segir fjölskyldu og vini vera orðin vön því að vita af henni á stöðugu flakki. „Ég er svo heppin að mamma hefur alltaf verið rosalega dugleg við að hvetja mig til að prófa hlutina og takast á við allskonar upplifanir og nýjar áskoranir. Ég er mjög þakklát fyrir það.“ Hún kveðst alltaf hafa verið heilluð af Suður Ameríku, og þá sérstaklega Brasilíu. „Brasilía hefur alltaf verið draumaáfangastaðurinn minn, þannig að á seinasta ári fór ég að leggja drög að ferð þangað og ég var í rúmlega ár að plana þá ferð.“ Laura hefur að eigin sögn alltaf gert viðeigandi varrúðarráðstafanir fyrir hverja utanlandsferð; lesið sér vel til um áfangastaðina og haft með sér öryggisbúnað á borð við gps staðsetningartæki sem gerir aðstandendum hennar kleift að rekja ferðir hennar. Brasilíuferðin hafi ekki verið nein undantekning. Laura hefur ferðast víða um heiminn og heimsótt yfir tuttugu lönd einsömul.Vísir/Lýður Valberg Gífurlegur fólksfjöldi Í byrjun febrúar síðastliðinn ferðaðist Laura frá Íslandi til Ríó með millilendingu í Portgúgal. Í Ríó hafði hún mælt sér mót við vinkonu sína úr skiptináminu í Frakklandi. Þær stöllur voru fyrstu þrjá dagana í Ríó en ferðuðust síðan um Brasilíu næstu vikurnar og fóru til Isla Grande Penedo og Visconde de Mauá. Þegar tveir dagar voru eftir af dvölinni í Brasilíu sneru þær til baka til Ríó þar sem þær áttu bókaða gistingu á íbúðahóteli í gegnum Airbnb. Gististaðurinn var staðsettur í Copacabana sem er þekktasta ferðamannasvæði borgarinnar við samnefnda strönd. Kvöldið þar á eftir fóru þær á hina feykivinsælu kjötkveðjuhátíð, eða „Carnival“ sem haldin er í borginni ár hvert og laðar að sér gífurlegan fjölda fólks. Þar voru þær allt kvöldið og langt fram á nótt. „Þegar klukkan var orðin tæplega sex um morguninn ákváðum við að labba af stað og reyna að finna Uber. En það gekk ekkert, enda var bærinn stappaður af fólki sem var að skemmta sér á carnivalinu. Einn ferðamaður sem við hittum benti okkur á hvar við gætum fundið leigubílaröð, sem var í smá göngufjarlægð frá staðnum þar sem við vorum. Það var allt fullt af fólki út um allt. Þegar við komum að leigubílastaðnum vorum við þegar komnar mjög nálægt hótelinu og veltum því fyrir okkur hvort við ættum ekki bara að labba restina af leiðinni þangað.“ Fann fyrir byssu við bakið Laura lýsir því þannig að skyndilega hafi maður nálgast hana á reiðhjóli og byrjað að kalla á eftir henni „gringa“og „blanca“ með tilvísun í hvítan húðlit hennar. „Ég var orðin frekar vön þessu eftir tæpan mánuð í Brasilíu þannig að í fystu var ég ekkert rosalega hrædd.“ Á þessum tímapunkti hafði Laura að eigin sögn orðið viðskila við vinkonu sína í mannmergðinni og náði ekki í hana í síma. „Ég hélt áfram að labba og ætlaði að beygja til hægri en þá birtist skyndilega annar maður sem leit út fyrir að vera einhverskonar vinur eða félagi mannsins á reiðhjólinu. Þetta voru ungir strákar, þeir litu fyrir að vera á miðjum þrítugsaldri.“ Laura lýsir því þannig að skyndilega hafi maðurinn á hjólinu þrýst skammbyssu aftan á bakið á henni. Félagi hans hafi síðan ýtt henni harkalega upp að húsvegg og tekið hana hálstaki. Á meðan hafi hinn reynt að hafa af henni töskuna hennar sem innihélt meðal annars símann hennar, og skilríkin sem hún hafði þurft að hafa meðferðis á hátíðina. Fraus ekki heldur fór í ham Í stað þess að frjósa af skelfingu kveðst Laura hafa brugðist þveröfugt við; hún hafi farið í einhverskonar árásarham. „Það eina sem komst að í hausnum á mér á þessu augnabliki var að ég ætlaði ekki að láta þá ræna ekki á mig. Ég ætlaði að komast heim alveg sama hvað, það var ekkert annað í boði. Ég fór í einhverskonar maníu, ég lokaði augunum og öskraði eins hátt og ég gat og byrjaði að lemja og kýla frá mér á fullu. Það næsta sem ég man var að ég opnaði augun og sá lítinn hóp af konum, fjórar eða fimm, sem komu hlaupandi upp að okkur og þá hlupu mennirnir í burtu.“ Að sögn Lauru litu konurnar út fyrir að vera innfæddar og ávörpuðu hana á portúgölsku en ein í hópnum reyndist tala smávegis ensku. Þær hafi hlúð að henni og komið henni í burtu og af einhverjum ástæðum endurtekið í sífellu: „ekki gráta“ og „ekki öskra.“ Þær hafi þvínæst hjálpað henni að finna leigubíl, þar sem bílstjórinn reyndist tala takmarkaða ensku. Henni hafi engu að síður tekist að biðja hann um að fara krókaleið á hótelið, af ótta við að mennirnir tveir myndu veita bílnum eftirför. Þangað hafi hún síðan komist heilu og höldnu skömmu síðar. Að sögn Laura var kjóllinn hennar útataður í blóði eftir átökin, en þar sem að hún sjálf var ekki alvarlega meidd gerir hún ráð fyrir að það hafi komið frá öðrum hvorum af árásarmönnunum. „Ég var ennþá í svo miklu sjokki að ég fann einhvern veginn ekki fyrir neinu, ég fór bara beint í sturtu og þreif blóðið af mér og henti svo kjólnum mínum í ruslið.“ Laura kveðst hafa átt bókað flug heim til Íslands, með millilendingu í Portgúal þennan morgun og þurfti þess vegna að fara beint upp á flugvöll eftir þetta. Þegar hún hafi verið búin að tékka sig inn í flugið og sest á veitingastað á flugvellinum hafi hún fyrst náð að meðtaka allt sem hafði gerst. „Mamma hringdi í mig þar sem ég sat á veitingastað og spurði mig hvernig ég hefði það en allt í einu fór ég bara að hágráta innan um alla, en gat samt ekki sagt henni hvað hafði gerst. Í flugvélinni var ég í einhverju panikkástandi og var alltaf að líta í kringum mig og var hrædd um að þessir menn væru í flugvélinni.“ Í stað þess að frjósa af skelfingu kveðst Laura hafa brugðist þveröfugt við; hún hafi farið í einhverskonar árásarham.Vísir/Lýður Valberg Upplifði mikla skömm Í maí síðastliðnum birti Laura stutt myndskeið á TikTok þar sem hún sagði frá atvikinu. Fjölmargir rituðu athugasemd við myndskeiðið, þar af nokkrir sem höfðu á orði að Laura gæti sjálfri sér um kennt að hafa komið sér í þessar aðstæður. Hún hafi átt að hafa vit á því að vera ekki að ferðast ein til Brasilíu, verandi ung, hvít kona. Laura segir atvikið í febrúar enn sitja djúpt í sér og gera það að verkum að hún er smeykari en áður við að ferðast einsömul erlendis. „Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma þar sem ég er ekki með neina ferð planaða eða neinn flugmiða bókaðan. Ég er miklu hræddari og varkárari en áður. Ég er búin að upplifa rosalega mikla skömm yfir því sem gerðist, sérstaklega eftir að ég talaði um þetta á TikTok. En ég veit það samt í dag að í dag að þetta var ekki mér að kenna. Mér finnst ömurlegt að sú staðreynd að ég sé kona þurfi að stoppa mig í því að hafa frelsi til að ferðast á þá staði sem mig langar að heimsækja, og gera það sem ég elska. En ég held reyndar að þarna í Brasilíu skipti ekki máli hvort þú ert karl eða kona eða hvort þú sért einn á ferð eða með fleira fólki, ef þessir glæpamenn ætla að gera þér eitthvað þá gera þeir það bara,“ segir Laura. „Ég er óendanlega þakklát fyrir að þessar konur komu og björguðu mér. Ég þakkaði þeim auðvitað aftur og aftur fyrir áður en þær settu mig inn í leigubílinn, og tók utan um þær. Ég vil ekki hugsa til þess hvernig þetta hefði endað ef þær hefðu birtst þarna. Ég á auðvitað aldrei eftir að sjá þessar konur aftur á ævinni.“
Ferðalög Brasilía Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira