Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. júlí 2025 08:40 Bergur lýkur 465 kílómetra göngu í dag. Skrefið2025 Bergur Vilhjálmsson er á síðasta degi tólf daga göngu frá Goðafossi að Gróttuvita með hundrað kílóa kerru í eftirdragi til að vekja athygli á Píeta samtökunum. Hann hlakkar til að ljúka við áfangann en vonast til að umræðan haldi áfram þó hann hætti að ganga. Blaðamaður tók púlsinn á Bergi á áttunda tímanum en þá var síðasti göngudagurinn af tólf þegar hafinn. Í kvöld stefnir hann á að ljúka göngunni, sem telur 465 kílómetra. Hátt í tvö hundruð nöfn „Ég er þreyttur og orðinn spenntur að klára þetta. Þannig að ég tek eitt skref í einu og reyni að halda mér vakandi,“ segir Bergur. „Þetta hefur gengið ágætlega, nema að ég er tognaður í báðum lærunum og með blöðrur á öllum tám þannig að hvert skref er svolítið óþægilegt en andlega er ég búinn að vera ágætur.“ Á kerruna sem Bergur dregur á eftir sér hefur fjöldi nafna verið skrifaður. Um er að ræða nöfn fólks sem er ýmist að glíma við andleg veikindi, hefur misst ástvin í sjálfsvígi eða hefur fallið fyrir eigin hendi. „Ég held það séu komin 150 nöfn á sleðann og við erum ekki búin að skrifa allt saman. Hann er að verða fallegur, sleðinn,“ segir Bergur. Bergur segir nöfnin á kerrunni gefa honum styrk.Skrefið2025 Bergur skipti um skófatnað í gær og gengur nú á crocs-klossum síðasta spölinn. „Ég komst ekki í neina aðra skó, mér var orðið svo illt í fótunum. Þetta voru einu skórnir sem ég gat farið í. Ég var orðinn svo bjúgaður og bólginn.“ Bergur tók sér hlé frá göngunni síðasta laugardag, ekki til að hvíla sig heldur til þess að taka þátt í Laugavegshlaupinu. Bergur var að sjálfsögðu merktur samtökunum í Laugavegshlaupinu. Vísir/Vilhelm Bergur stefnir á að ganga í mark við Gróttuvita um klukkan hálf sex í kvöld. Hann vekur athygli á að hver sem er má koma og fylgjast með honum ljúka við gönguna. „Það verður æðislegt að fá að knúsa fjölskylduna og komast heim. Ég er orðinn svo sárfættur að það er orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin.“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands gekk með Bergi um skeið í gær. Skrefið2025 Sem fyrr segir gengur Bergur til að vekja athygli á Píeta samtökunum, sem sinna forvarnar-, fræðslu- og meðferðarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. „Þetta er stórt vandamál á Íslandi og mér finnst ennþá svolítið leyndarmál, þetta er ennþá svolítið tabú í samfélaginu finnst mér. Ég vona svo innilega að þegar þetta klárast að þetta haldi áfram, ekki að vitundarvakningin deyi út um leið og ég hætti að labba.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Geðheilbrigði Góðverk Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Blaðamaður tók púlsinn á Bergi á áttunda tímanum en þá var síðasti göngudagurinn af tólf þegar hafinn. Í kvöld stefnir hann á að ljúka göngunni, sem telur 465 kílómetra. Hátt í tvö hundruð nöfn „Ég er þreyttur og orðinn spenntur að klára þetta. Þannig að ég tek eitt skref í einu og reyni að halda mér vakandi,“ segir Bergur. „Þetta hefur gengið ágætlega, nema að ég er tognaður í báðum lærunum og með blöðrur á öllum tám þannig að hvert skref er svolítið óþægilegt en andlega er ég búinn að vera ágætur.“ Á kerruna sem Bergur dregur á eftir sér hefur fjöldi nafna verið skrifaður. Um er að ræða nöfn fólks sem er ýmist að glíma við andleg veikindi, hefur misst ástvin í sjálfsvígi eða hefur fallið fyrir eigin hendi. „Ég held það séu komin 150 nöfn á sleðann og við erum ekki búin að skrifa allt saman. Hann er að verða fallegur, sleðinn,“ segir Bergur. Bergur segir nöfnin á kerrunni gefa honum styrk.Skrefið2025 Bergur skipti um skófatnað í gær og gengur nú á crocs-klossum síðasta spölinn. „Ég komst ekki í neina aðra skó, mér var orðið svo illt í fótunum. Þetta voru einu skórnir sem ég gat farið í. Ég var orðinn svo bjúgaður og bólginn.“ Bergur tók sér hlé frá göngunni síðasta laugardag, ekki til að hvíla sig heldur til þess að taka þátt í Laugavegshlaupinu. Bergur var að sjálfsögðu merktur samtökunum í Laugavegshlaupinu. Vísir/Vilhelm Bergur stefnir á að ganga í mark við Gróttuvita um klukkan hálf sex í kvöld. Hann vekur athygli á að hver sem er má koma og fylgjast með honum ljúka við gönguna. „Það verður æðislegt að fá að knúsa fjölskylduna og komast heim. Ég er orðinn svo sárfættur að það er orðinn svolítill höfuðverkur að stíga skrefin.“ Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands gekk með Bergi um skeið í gær. Skrefið2025 Sem fyrr segir gengur Bergur til að vekja athygli á Píeta samtökunum, sem sinna forvarnar-, fræðslu- og meðferðarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. „Þetta er stórt vandamál á Íslandi og mér finnst ennþá svolítið leyndarmál, þetta er ennþá svolítið tabú í samfélaginu finnst mér. Ég vona svo innilega að þegar þetta klárast að þetta haldi áfram, ekki að vitundarvakningin deyi út um leið og ég hætti að labba.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Geðheilbrigði Góðverk Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning