Erlent

Ofur­hugi lést eftir brot­lendingu í svifvængjaflugi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Á þessari mynd sést Baumgartner í kappflugi við flugvél.
Á þessari mynd sést Baumgartner í kappflugi við flugvél. EPA

Ofurhuginn austurríski Felix Baumgartner lést í dag 56 ára að aldri. Hann öðlaðist heimsfrægð árið 2012 fyrir að hafa fyrstur manna rofið hljóðmúrinn án farartækis.

Felix Baumgartner var víðfrægur fallhlífastökkvari og stundaði einnig svifvængjaflug. Árið 2012 varð hann, líkt og fyrr segir, fyrsti maðurinn til að rjúfa hljóðmúrinn án farartækis þegar hann stökk úr 39 kílómetra hæð. Hann náði þar mest 1357 kílómetra hraða.

Ítalskir miðlar greina frá því að við svifvængjaflug í dag missti hann stjórn á svifvæng sínum og hrapaði í sundlaug hótels í strandbænum Porto Sant'Elpidio í Markehéraði.

Kona við hótelið varð fyrir svifvængjunni en er ekki alvarlega slösuð. Orsakir slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á svæðinu.

Í myndbandinu hér fyrir neðan er hægt að sjá mann stökkva úr hærri hæð en nokkur annar í sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×