„Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. júlí 2025 16:01 Oliver Ekroth er sigurviss fyrir leik kvöldsins. vísir / diego Oliver Ekroth, fyrirliði Víkings, segir liðið búa yfir betri leikmönnum í öllum stöðum en andstæðingurinn. Malisheva frá Kósovó mætir Víkingi í seinni leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Víkingur hélt hreinu í fyrri leiknum og vann eins marks sigur eftir að Nikolaj Hansen kom boltanum í netið rétt fyrir hálfleik. „Við náðum fínum úrslitum úti í Kósovó og getum byggt á þeirri frammistöðu. Við funduðum vel og vitum meira um andstæðinginn núna, þannig að við getum gert enn betur en í síðustu viku. Höfum líka verið öflugir hér á heimavelli á tímabilinu og ætlum að halda því áfram“ segir Oliver. Hvað er það sérstaklega sem þið viljið bæta? „Við áttum mjög flottan fyrri hálfleik og það sést líka á allri tölfræði. Í seinni hálfleik urðum við aðeins of varkárir og meðvitaðir um ágæti þess að fara með 1-0 sigur heim til Íslands. Við viljum halda pressunni á þeim allan leikinn og vera aðeins betri á boltanum, ekki fara alltaf hátt og langt. Við ætlum að reyna að halda aðeins betur í boltann.“ Oliver er miðvörður og var því spurður hverjar helstu hætturnar væru í sóknarleik Malisheva. „Þeir eru með mjög hraða menn á vinstri kantinum, bæði vængmaðurinn og bakvörðurinn voru alveg furðulega hraðir. Það er þeirra helsta ógn en við þurfum bara að verjast vel, stoppa hlaupin og fyrirgjafirnar.“ Oliver var sammála þjálfurum sínum og segir Malisheva hafa komið aðeins á óvart í fyrri leiknum, en Víkingar séu með betri menn í öllum stöðum og ættu að geta haft góða stjórn í kvöld. „Það er mjög erfitt að greina leikstílinn. Leikurinn sem við sáum hjá þeim þegar við vorum að undirbúa okkur voru töluvert öðruvísi en leikurinn sem við spiluðum síðan á móti þeim. Í deildinni halda þeir boltanum vel og flest lið leggjast langt niður til að verjast. Þeir vilja spila en við erum með betri menn í öllum stöðum, gæðalega séð. Þannig að við ættum, sérstaklega á okkar heimavelli, að geta haft góða stjórn á leiknum.“ Viðtal við Oliver Ekroth, fyrirliða Víkings, má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni leikur Víkings gegn Malisheva fer svo fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:35. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira
Víkingur hélt hreinu í fyrri leiknum og vann eins marks sigur eftir að Nikolaj Hansen kom boltanum í netið rétt fyrir hálfleik. „Við náðum fínum úrslitum úti í Kósovó og getum byggt á þeirri frammistöðu. Við funduðum vel og vitum meira um andstæðinginn núna, þannig að við getum gert enn betur en í síðustu viku. Höfum líka verið öflugir hér á heimavelli á tímabilinu og ætlum að halda því áfram“ segir Oliver. Hvað er það sérstaklega sem þið viljið bæta? „Við áttum mjög flottan fyrri hálfleik og það sést líka á allri tölfræði. Í seinni hálfleik urðum við aðeins of varkárir og meðvitaðir um ágæti þess að fara með 1-0 sigur heim til Íslands. Við viljum halda pressunni á þeim allan leikinn og vera aðeins betri á boltanum, ekki fara alltaf hátt og langt. Við ætlum að reyna að halda aðeins betur í boltann.“ Oliver er miðvörður og var því spurður hverjar helstu hætturnar væru í sóknarleik Malisheva. „Þeir eru með mjög hraða menn á vinstri kantinum, bæði vængmaðurinn og bakvörðurinn voru alveg furðulega hraðir. Það er þeirra helsta ógn en við þurfum bara að verjast vel, stoppa hlaupin og fyrirgjafirnar.“ Oliver var sammála þjálfurum sínum og segir Malisheva hafa komið aðeins á óvart í fyrri leiknum, en Víkingar séu með betri menn í öllum stöðum og ættu að geta haft góða stjórn í kvöld. „Það er mjög erfitt að greina leikstílinn. Leikurinn sem við sáum hjá þeim þegar við vorum að undirbúa okkur voru töluvert öðruvísi en leikurinn sem við spiluðum síðan á móti þeim. Í deildinni halda þeir boltanum vel og flest lið leggjast langt niður til að verjast. Þeir vilja spila en við erum með betri menn í öllum stöðum, gæðalega séð. Þannig að við ættum, sérstaklega á okkar heimavelli, að geta haft góða stjórn á leiknum.“ Viðtal við Oliver Ekroth, fyrirliða Víkings, má sjá í spilaranum hér að ofan. Seinni leikur Víkings gegn Malisheva fer svo fram í kvöld og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport frá 18:35.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira