Fótbolti

Eyjakonur gjör­sigruðu Gróttu

Siggeir Ævarsson skrifar
Eyjastúlkur hafa fulla ástæðu til að kætast þessa dagana
Eyjastúlkur hafa fulla ástæðu til að kætast þessa dagana Facebook ÍBV Knattspyrna

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna en topplið ÍBV valtaði yfir Gróttu á Nesinu 0-5 en Grótta var fyrir leikinn í 3. sæti. Allison Patricia Clark skoraði tvö mörk og er því næst markahæst í deildinni með ellefu mörk.

Afturelding tapaði sínum fjórða leik í kvöld og er í afar vondri stöðu á botni deildarinnar með þrjú stig eftir tíu umferðir.

Úrslit kvöldsins

KR - Keflavík 3-2

Grótta - ÍBV 0-5

Afturelding - ÍA 1-2

Haukar - HK 0-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×