Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetju­dáðir fyrir­liðans og al­vöru inn­koma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyjamenn fagna marki fyrirliðans Alex Freys Hilmarssonar.
Eyjamenn fagna marki fyrirliðans Alex Freys Hilmarssonar. Sýn Sport

Eyjamenn og Skagamenn náðu í þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla í fótbolta í gær og settu enn meiri spennu inn í fallbaráttu deildarinnar. Nú má sjá mikilvægu sigurmörkin hér á Vísi.

Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði Eyjamanna, skoraði eina markið þegar ÍBV vann 1-0 sigur á Stjörnunni.

Markið kom á 74. mínútu með skalla úr markteignum eftir að Sverrir Páll Hjaltested skallaði fyrirgjöf Olivers Heiðarssonar aftur fyrir markið.

Klippa: Sigurmark ÍBV á móti Stjörnunni

Varamaðurinn Ísak Máni Guðjónsson var hetja Skagamanna á móti KR því hann skoraði eina markið leiksins á sjötugustu mínútu.

Ísak Máni kom inn á völlinn á 69. mínútu og einni mínútu síðar stakk Rúnar Már Sigurjónsson boltanum inn á hann. Ísak kláraði vel og þetta reyndist vera sigurmarkið í leiknum.

Þessi mikilvægu mörk má sjá hér fyrir ofan og neðan.

Klippa: Sigurmark ÍA á móti KR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×