Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2025 13:41 Karlotta hljóp 511 kílómetra á einni viku. Facebook/Karlotta Ósk Óskarsdóttir Karlotta Ósk Óskarsdóttir lauk hinu svokallaða Gotlandshlaupi, sem telur 511 kílómetra, í Svíþjóð á laugardaginn. Hún segist enn eiga í erfiðleikum með svefn eftir hlaupið, sem hún telur þó að styrki hlauparann. Hlaupinu lauk hún á sjö dögum, þrettán klukkutímum og tíu mínútum. Karlotta er fyrsta íslenska konan til að ljúka yfir fimm hundruð kílómetra hlaupi og annar Íslendingurinn svo vitað sé. Höskuldur Kristvinsson hlaupari hljóp yfir fimm hundruð kílómetra fyrir um áratug síðan. „Það er ennþá svolítið erfitt að sofa fyrir fótapirringi og verkjum,“ segir Karlotta en hún ræddi hlaupið í Bítinu í morgun. Snýst um að fá húfuna Hún rekur aðdragandann að hlaupinu í samtali við þáttastjórnendur, en allt hófst þetta þegar hún uppgötvaði Félag 100 kílómetra hlaupara á Íslandi. Félagar sem hlaupa yfir hundrað kílómetra í viðurkenndu hlaupi fá gefins húfu frá félaginu þar sem á stendur hve langa vegalengd viðkomandi hefur hlaupið. Húfurnar eru veittar við sérstaka athöfn. Húfurnar sem félagar í Félagi 100 kílómetra hlaupara fá þegar þeir ljúka viðkomandi hlaupi.100km.is „Síðasta húfan er fimm hundruð kílómetra húfa og ég varð bara að klára stigann upp í það fyrst ég var byrjuð,“ segir Karlotta. Fyrr hafði hún hlaupið 322 kílómetra. Hún útskýrir að í Gotlandshlaupinu eru keppendur ekki með fylgdarlið þannig að hver hlaupari hleypur með allt sem hann þarf á bakinu. Á hundrað kílómetra fresti voru svefnstaðir þar sem keppendur gátu lagt sig og fengið sér orkubita. „Á þessum svefnstöðum reyndi maður að ná þremur, fjórum klukkutímum, ef maður gat eitthvað sofið fyrir verkjum. Um leið og maður stoppar koma svo rosalegir verkir í lappirnar á manni, og hælana. Þetta er kvöl og pína nánast stanslaust.“ Sumir enn að hlaupa Þáttastjórnandi spyr þá hvort hlaup eins og þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir líkamann. „Ég veit það ekki, nú er ég enginn læknir. Ég get svo sem ekki sagt til um það en ég held samt ekki. Ég held að þetta styrki mann. Það segja alla vega hinir ultra hlaupararnir. Bobby Keough, sem við fóstruðum þarna í smá tíma því hann var ekki með úr og engan síma, algjörlega upp á okkur kominn, er búinn að fara í yfir tvö hundruð hundrað mílna hlaup og hann segir að þetta styrki mann bara.“ Karlotta hljóp sumsé ekki einsömul en kærastinn var með henni í för. „Þetta var hans fyrsta ultra-hlaup. Hann hefur aldrei farið í ultra-hlaup áður en hann er mjög sterkur hlaupari,“ segir Karlotta. Og þið eruð ennþá saman? „Já, þótt ótrúlegt megi virðast. Ég held það sé fátt sem reynir meira á sambandið en eitthvað svona,“ svarar Karlotta hlæjandi. Kærastinn lauk keppni eftir 322 kílómetra vegna meiðsla. Tuttugu og átta manns hófu hlaupið fyrir rúmri viku en í Bítinu sagði Karlotta nokkra hlaupara enn á leið í mark. Hlaup Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
Hlaupinu lauk hún á sjö dögum, þrettán klukkutímum og tíu mínútum. Karlotta er fyrsta íslenska konan til að ljúka yfir fimm hundruð kílómetra hlaupi og annar Íslendingurinn svo vitað sé. Höskuldur Kristvinsson hlaupari hljóp yfir fimm hundruð kílómetra fyrir um áratug síðan. „Það er ennþá svolítið erfitt að sofa fyrir fótapirringi og verkjum,“ segir Karlotta en hún ræddi hlaupið í Bítinu í morgun. Snýst um að fá húfuna Hún rekur aðdragandann að hlaupinu í samtali við þáttastjórnendur, en allt hófst þetta þegar hún uppgötvaði Félag 100 kílómetra hlaupara á Íslandi. Félagar sem hlaupa yfir hundrað kílómetra í viðurkenndu hlaupi fá gefins húfu frá félaginu þar sem á stendur hve langa vegalengd viðkomandi hefur hlaupið. Húfurnar eru veittar við sérstaka athöfn. Húfurnar sem félagar í Félagi 100 kílómetra hlaupara fá þegar þeir ljúka viðkomandi hlaupi.100km.is „Síðasta húfan er fimm hundruð kílómetra húfa og ég varð bara að klára stigann upp í það fyrst ég var byrjuð,“ segir Karlotta. Fyrr hafði hún hlaupið 322 kílómetra. Hún útskýrir að í Gotlandshlaupinu eru keppendur ekki með fylgdarlið þannig að hver hlaupari hleypur með allt sem hann þarf á bakinu. Á hundrað kílómetra fresti voru svefnstaðir þar sem keppendur gátu lagt sig og fengið sér orkubita. „Á þessum svefnstöðum reyndi maður að ná þremur, fjórum klukkutímum, ef maður gat eitthvað sofið fyrir verkjum. Um leið og maður stoppar koma svo rosalegir verkir í lappirnar á manni, og hælana. Þetta er kvöl og pína nánast stanslaust.“ Sumir enn að hlaupa Þáttastjórnandi spyr þá hvort hlaup eins og þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir líkamann. „Ég veit það ekki, nú er ég enginn læknir. Ég get svo sem ekki sagt til um það en ég held samt ekki. Ég held að þetta styrki mann. Það segja alla vega hinir ultra hlaupararnir. Bobby Keough, sem við fóstruðum þarna í smá tíma því hann var ekki með úr og engan síma, algjörlega upp á okkur kominn, er búinn að fara í yfir tvö hundruð hundrað mílna hlaup og hann segir að þetta styrki mann bara.“ Karlotta hljóp sumsé ekki einsömul en kærastinn var með henni í för. „Þetta var hans fyrsta ultra-hlaup. Hann hefur aldrei farið í ultra-hlaup áður en hann er mjög sterkur hlaupari,“ segir Karlotta. Og þið eruð ennþá saman? „Já, þótt ótrúlegt megi virðast. Ég held það sé fátt sem reynir meira á sambandið en eitthvað svona,“ svarar Karlotta hlæjandi. Kærastinn lauk keppni eftir 322 kílómetra vegna meiðsla. Tuttugu og átta manns hófu hlaupið fyrir rúmri viku en í Bítinu sagði Karlotta nokkra hlaupara enn á leið í mark.
Hlaup Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Fleiri fréttir Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning