Viðskipti innlent

Stígur til hliðar vegna „ó­líkrar sýnar“ á breytingar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sæmundur hefur starfað hjá Eflu í fjögur ár. 
Sæmundur hefur starfað hjá Eflu í fjögur ár.  Efla

Sæmundur Sæmundsson framkvæmdastjóri EFLU hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu. 

Í tilkynningu á vef Eflu segir að  Sæmundur hafi leitt fyrirtækið til mikils vaxtar eins og uppgjör fyrirtækisins undanfarin ár sýni svart á hvítu. Fjögur ár eru síðan hann hóf störf hjá Eflu.

„Sæmundur hefur talið nauðsynlegt að ráðast í breytingar á skipuriti og stjórnun innan samstæðunnar og taldi rétt, í ljósi ólíkrar sýnar á þær breytingar, að stíga til hliðar,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×