„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. júlí 2025 11:47 Ívar Örn býst við baráttu í Krikanum í dag. Vísir/Diego „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál í Kaplakrika. Menn eru alvöru gíraðir í þetta,“ segir Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, um leik hans manna við FH í Bestu deild karla síðdegis í dag. Ívar var nýlentur á höfuðstaðnum þegar Vísir náði tali af honum í morgun. Hann segist spenntur fyrir leik dagsins. „Þetta leggst rosalega vel í mig. Við erum að koma undan góðri frammistöðu í síðasta leik og hópurinn er allur að taka betri mynd á sig núna.“ Barátta í háloftum og um seinni bolta KA hafði tapað þremur leikjum í röð þegar liðið mætti KR síðustu helgi, þar á meðal fyrir toppbaráttuliðum Víkings og Vals. KA vann afar sterkan 2-1 sigur á KR þar sem þéttleiki og barátta einkenndi leik liðsins og segir Ívar léttari stemningu hafa einkennt nýliðna æfingaviku eftir langþráðan sigur. „Heldur betur. Það er margoft búið að ræða að Valsleikurinn var one-off og Víkingsleikurinn þar áður var ágætis frammistaða. Það var bara farið aftur í grunngildin gegn KR, línurnar þéttar saman. Við sóttum mjög mikilvæg stig í þeim leik,“ „Leikurinn í dag verður klárlega barátta um seinni boltann. FH vill spila mikið í háloftunum en svo sem rennandi blautur grasvöllur sem bíður okkar í dag og við Akureyringar eru m mjög hlynntir því að spila á grasi og gerðum það flestir leikmenn lengi vel á grasi. Okkur líður ennþá best þar,“ segir Ívar en býst hann þá við því að þurfa að skalla marga bolta í dag? „Eftir greiningu á FH-ingunum eru þeir með mjög skýrt upplegg og eru mjög góðir í því sem þeir gera. Þar er það baráttan um annan boltann, þeir eru oftar en ekki yfir í þeirri baráttu. Við þurfum að matcha það, ef ekki gera betur, ef við ætlum að fá eitthvað út úr þessum leik í dag. Það er bara þannig.“ Sex stiga leikur Liðin tvö eru jöfn að stigum fyrir leik dagsins, eins og ÍBV, öll þrjú lið eru með 15 stig. KA situr í fallsæti vegna markatölu en FH er í 9. sætinu fyrir ofan áðurnefnd liðin tvö. Það má því segja að um sex stiga leik sé að ræða. „Þetta er rosalega þéttur pakki. Það eru þrjú lið jöfn að stigum þar sem markatalan greinri á milli. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá þrjú stigin og ýta okkur aðeins upp úr þessu fallsæti. Við erum núna bara farnir að horfa upp á við.“ Leikur FH og KA hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport. Besta deild karla KA FH Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
Ívar var nýlentur á höfuðstaðnum þegar Vísir náði tali af honum í morgun. Hann segist spenntur fyrir leik dagsins. „Þetta leggst rosalega vel í mig. Við erum að koma undan góðri frammistöðu í síðasta leik og hópurinn er allur að taka betri mynd á sig núna.“ Barátta í háloftum og um seinni bolta KA hafði tapað þremur leikjum í röð þegar liðið mætti KR síðustu helgi, þar á meðal fyrir toppbaráttuliðum Víkings og Vals. KA vann afar sterkan 2-1 sigur á KR þar sem þéttleiki og barátta einkenndi leik liðsins og segir Ívar léttari stemningu hafa einkennt nýliðna æfingaviku eftir langþráðan sigur. „Heldur betur. Það er margoft búið að ræða að Valsleikurinn var one-off og Víkingsleikurinn þar áður var ágætis frammistaða. Það var bara farið aftur í grunngildin gegn KR, línurnar þéttar saman. Við sóttum mjög mikilvæg stig í þeim leik,“ „Leikurinn í dag verður klárlega barátta um seinni boltann. FH vill spila mikið í háloftunum en svo sem rennandi blautur grasvöllur sem bíður okkar í dag og við Akureyringar eru m mjög hlynntir því að spila á grasi og gerðum það flestir leikmenn lengi vel á grasi. Okkur líður ennþá best þar,“ segir Ívar en býst hann þá við því að þurfa að skalla marga bolta í dag? „Eftir greiningu á FH-ingunum eru þeir með mjög skýrt upplegg og eru mjög góðir í því sem þeir gera. Þar er það baráttan um annan boltann, þeir eru oftar en ekki yfir í þeirri baráttu. Við þurfum að matcha það, ef ekki gera betur, ef við ætlum að fá eitthvað út úr þessum leik í dag. Það er bara þannig.“ Sex stiga leikur Liðin tvö eru jöfn að stigum fyrir leik dagsins, eins og ÍBV, öll þrjú lið eru með 15 stig. KA situr í fallsæti vegna markatölu en FH er í 9. sætinu fyrir ofan áðurnefnd liðin tvö. Það má því segja að um sex stiga leik sé að ræða. „Þetta er rosalega þéttur pakki. Það eru þrjú lið jöfn að stigum þar sem markatalan greinri á milli. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá þrjú stigin og ýta okkur aðeins upp úr þessu fallsæti. Við erum núna bara farnir að horfa upp á við.“ Leikur FH og KA hefst klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Sýn Sport.
Besta deild karla KA FH Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki