Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson, Elvar Örn Friðriksson og Snæbjörn Guðmundsson skrifa 12. júlí 2025 09:01 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifar blaðagrein 10. júlí, daginn eftir að fyrirtækið tapaði dómsmáli í Hæstarétti um Hvammsvirkjun. Hörður hefur borið ábyrgð á daglegum rekstri Landsvirkjunar síðan 2010. Það er því von að hann bregðist ekki vel við þegar hann horfir á eftir tugmilljarða undirbúningi falla um sjálfan sig. Hann hefur lagt allt undir, og fyrirtækið skilar sögulega lítilli ávöxtun eigin fjár um þessar mundir. Framkvæmdin Hvammsvirkjun er afar illa undirbúin, hvernig sem horft er á það. Við undirbúning hennar hunsaði Landsvirkjun löggjöf um stjórn vatnamála frá 2011 og hefur ekki látið segjast þrátt fyrir að hafa verið bent á lögin margsinnis síðustu ár. Núna hefur af þeim sökum virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun ítrekað verið fellt úr gildi, bæði fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og dómstólum. Afleiðingarnar eru hroðalegar fyrir fyrirtækið. Ekki bara fjárhagslega heldur ekki síður fyrir orðspor þess. Fjármálaráðherra skipaði nýverið nýja stjórn Landsvirkjunar. Einn hinna nýju stjórnarmanna, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, sat mestan hluta málflutnings fyrir Hæstarétti. Hún veit, líkt og við sem líka fylgdumst með málinu, að Hörður fer með fleipur. Lög um stjórn vatnamála fjalla ekki um form, heldur um efni. Lögin hafa að markmiði að vernda vatn og lífríki þess, í þessu tilviki eitt mesta fljót landsins – Þjórsá og laxfiskastofna hennar. Dómsmálið snýst um vernd náttúru fyrir komandi kynslóðir en ekki meintan orkuskort. Samkvæmt lögunum er mögulegt að veita undanþágu frá þessum bindandi ákvæðum laganna um vernd vatns, en þær undanþágur eru afar þröngar. Um þetta mögulega undanþáguákvæði var svo sannarlega deilt þótt Landsvirkjun sjálf hafi kosið að horfa aðeins á eitt einangrað atriði málsins. Dómarar Hæstaréttar í þessu mikilvæga máli tóku hins vegar undir sjónarmið landeigenda um að gildissvið laganna næði alls ekki til þess að skoða hvort hin ströngu skilyrði undanþága gætu yfir höfuð átt við. Þetta mál var svo sannarlega ekki um form, Hörður, heldur efni. Hörður skrifaði sjálfur undir umsögn um frumvarp um lög um stjórn vatnamála árið 2011 og ætti að skoða efni eigin umsagnar vel. Hæstiréttur hefur ekki gefið Hvammsvirkjum efnislega gult ljóst, hvað þá grænt, því fer víðs fjarri. Við eigum enn eftir að sjá hvort dómstólar fallist á að Landsvirkjun fái yfir höfuð undanþágu fyrir Hvammsvirkjun til að „vinna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum í þágu almennings og atvinnulífs“. Við eigum líka eftir að sjá hvort lagagrein um bráðabirgðavirkjunarleyfi, sem Landsvirkjun krafði löggjafann um í vor, getur nokkurn tíma staðist EES-samninginn. Við erum langt frá því sannfærðir. Höfundar eru forsvarsmenn þriggja félagasamtaka sem krefjast ógildingar framkvæmdaleyfa sveitarfélaga fyrir Hvammsvirkjun. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri NASF. Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Árni Finnsson Snæbjörn Guðmundsson Elvar Örn Friðriksson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifar blaðagrein 10. júlí, daginn eftir að fyrirtækið tapaði dómsmáli í Hæstarétti um Hvammsvirkjun. Hörður hefur borið ábyrgð á daglegum rekstri Landsvirkjunar síðan 2010. Það er því von að hann bregðist ekki vel við þegar hann horfir á eftir tugmilljarða undirbúningi falla um sjálfan sig. Hann hefur lagt allt undir, og fyrirtækið skilar sögulega lítilli ávöxtun eigin fjár um þessar mundir. Framkvæmdin Hvammsvirkjun er afar illa undirbúin, hvernig sem horft er á það. Við undirbúning hennar hunsaði Landsvirkjun löggjöf um stjórn vatnamála frá 2011 og hefur ekki látið segjast þrátt fyrir að hafa verið bent á lögin margsinnis síðustu ár. Núna hefur af þeim sökum virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun ítrekað verið fellt úr gildi, bæði fyrir úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála og dómstólum. Afleiðingarnar eru hroðalegar fyrir fyrirtækið. Ekki bara fjárhagslega heldur ekki síður fyrir orðspor þess. Fjármálaráðherra skipaði nýverið nýja stjórn Landsvirkjunar. Einn hinna nýju stjórnarmanna, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, sat mestan hluta málflutnings fyrir Hæstarétti. Hún veit, líkt og við sem líka fylgdumst með málinu, að Hörður fer með fleipur. Lög um stjórn vatnamála fjalla ekki um form, heldur um efni. Lögin hafa að markmiði að vernda vatn og lífríki þess, í þessu tilviki eitt mesta fljót landsins – Þjórsá og laxfiskastofna hennar. Dómsmálið snýst um vernd náttúru fyrir komandi kynslóðir en ekki meintan orkuskort. Samkvæmt lögunum er mögulegt að veita undanþágu frá þessum bindandi ákvæðum laganna um vernd vatns, en þær undanþágur eru afar þröngar. Um þetta mögulega undanþáguákvæði var svo sannarlega deilt þótt Landsvirkjun sjálf hafi kosið að horfa aðeins á eitt einangrað atriði málsins. Dómarar Hæstaréttar í þessu mikilvæga máli tóku hins vegar undir sjónarmið landeigenda um að gildissvið laganna næði alls ekki til þess að skoða hvort hin ströngu skilyrði undanþága gætu yfir höfuð átt við. Þetta mál var svo sannarlega ekki um form, Hörður, heldur efni. Hörður skrifaði sjálfur undir umsögn um frumvarp um lög um stjórn vatnamála árið 2011 og ætti að skoða efni eigin umsagnar vel. Hæstiréttur hefur ekki gefið Hvammsvirkjum efnislega gult ljóst, hvað þá grænt, því fer víðs fjarri. Við eigum enn eftir að sjá hvort dómstólar fallist á að Landsvirkjun fái yfir höfuð undanþágu fyrir Hvammsvirkjun til að „vinna orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum í þágu almennings og atvinnulífs“. Við eigum líka eftir að sjá hvort lagagrein um bráðabirgðavirkjunarleyfi, sem Landsvirkjun krafði löggjafann um í vor, getur nokkurn tíma staðist EES-samninginn. Við erum langt frá því sannfærðir. Höfundar eru forsvarsmenn þriggja félagasamtaka sem krefjast ógildingar framkvæmdaleyfa sveitarfélaga fyrir Hvammsvirkjun. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri NASF. Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriða.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun