Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2025 13:34 Markús hefur verið ráðinn safnstjóri til fimm ára. Eyþór Árnason Markús Þór Andrésson hefur verið ráðinn safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en hann hefur starfað sem deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá safninu frá árinu 2017. Alls bárust sjö umsóknir um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Ráðningin er til fimm ára með möguleika á fimm ára endurráðningu. Tekur Markús Þór við stöðunni af Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur sem lætur af störfum eftir 10 ára starf. Niðurstaða ráðningarnefndar, sem í sátu Steinþór Einarsson, sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar, Auður Jörundsdóttir forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar og Hulda Stefánsdóttir myndlistarmaður og aðstoðarrektor rannsókna við Listaháskóla Íslands, og ráðgjafa Vinnvinn ráðninga sem sá um ráðningarferilinn, var að Markús Þór Andrésson mæti afar vel kröfum Reykjavíkurborgar um staðgóða þekkingu á sviði safnsins, leiðtogahæfni, frumkvæði og færni til að leiða þetta stærsta listasafn landsins áfram á farsælli braut. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Markús Þór er með MA gráðu í sýningarstjórn frá Bard Center for Curatorial Studies í Bandaríkjunum og BA próf í myndlist frá Listháskóla Íslands. Þar segir einnig að hann hafi mikla og fjölbreytta reynslu og þekkingu af safnastörfum, einkum fyrir Listasafn Reykjavíkur en þar hafi hann unnið að fjölda sýninga, stýrt útgáfum og miðlað viðfangsefnum safnsins innan fræðaheimsins og til almennings jafnt með textagerð, á málþingum og með leiðsögnum. Þá hafi hann einnig verið fulltrúi safnsins á alþjóðavettvangi. í tilkynningu kemur einnig fram að Markús Þór hafi til margra ára starfað sem sjálfsstætt starfandi sýningarstjóri fyrir fjölda safna og sýningarstaða og unnið að sýningum jafnt hérlendis sem erlendis. Til dæmis hafi hann unnið að sýningunnoi Sjónarhorn í Safnahúsinu árið 2015. Hann var einnig sýningarstjóri íslenska skálans í Feneyjum árið 2009 og í sýningarstjórn Norræna tvíæringsins Momentum 2011. Að auki hafi Markús Þór skrifað fjölda greina og ritstýrt bókum um myndlist, verið stundakennari, flutt fyrirlestra og tekið þátt í fjölda málþinga. Þá hefur hann sem leikstjóri heimildarmynda og dagkrárgerðarmaður sjónvarpsþátta um myndlist kannað ólíkar hliðar listsköpunar. Reykjavík Menning Söfn Vistaskipti Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Sjá meira
Ráðningin er til fimm ára með möguleika á fimm ára endurráðningu. Tekur Markús Þór við stöðunni af Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur sem lætur af störfum eftir 10 ára starf. Niðurstaða ráðningarnefndar, sem í sátu Steinþór Einarsson, sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar, Auður Jörundsdóttir forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar og Hulda Stefánsdóttir myndlistarmaður og aðstoðarrektor rannsókna við Listaháskóla Íslands, og ráðgjafa Vinnvinn ráðninga sem sá um ráðningarferilinn, var að Markús Þór Andrésson mæti afar vel kröfum Reykjavíkurborgar um staðgóða þekkingu á sviði safnsins, leiðtogahæfni, frumkvæði og færni til að leiða þetta stærsta listasafn landsins áfram á farsælli braut. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að Markús Þór er með MA gráðu í sýningarstjórn frá Bard Center for Curatorial Studies í Bandaríkjunum og BA próf í myndlist frá Listháskóla Íslands. Þar segir einnig að hann hafi mikla og fjölbreytta reynslu og þekkingu af safnastörfum, einkum fyrir Listasafn Reykjavíkur en þar hafi hann unnið að fjölda sýninga, stýrt útgáfum og miðlað viðfangsefnum safnsins innan fræðaheimsins og til almennings jafnt með textagerð, á málþingum og með leiðsögnum. Þá hafi hann einnig verið fulltrúi safnsins á alþjóðavettvangi. í tilkynningu kemur einnig fram að Markús Þór hafi til margra ára starfað sem sjálfsstætt starfandi sýningarstjóri fyrir fjölda safna og sýningarstaða og unnið að sýningum jafnt hérlendis sem erlendis. Til dæmis hafi hann unnið að sýningunnoi Sjónarhorn í Safnahúsinu árið 2015. Hann var einnig sýningarstjóri íslenska skálans í Feneyjum árið 2009 og í sýningarstjórn Norræna tvíæringsins Momentum 2011. Að auki hafi Markús Þór skrifað fjölda greina og ritstýrt bókum um myndlist, verið stundakennari, flutt fyrirlestra og tekið þátt í fjölda málþinga. Þá hefur hann sem leikstjóri heimildarmynda og dagkrárgerðarmaður sjónvarpsþátta um myndlist kannað ólíkar hliðar listsköpunar.
Reykjavík Menning Söfn Vistaskipti Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Sjá meira