Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar 9. júlí 2025 15:00 Það eru margir sem hafa haft orð á því hversu mikið þeim langar að styðja fyrirtæki í Grindavík, bæ sem hefur gengið í gegnum afar erfiða tíma síðustu misseri. Sjálf á ég rekstur í bænum og hef, líkt og fleiri, þurft að bregðast við breyttum aðstæðum. Með þessum breytingum hef ég líka fengið tækifæri til að kynnast öðrum fyrirtækjum á svæðinu og ég verð að deila með ykkur einni sérstakri upplifun. Ég fór ásamt syni mínum Ísleifi Pál (13.ára) í buggyferð hjá 4x4 Adventures í Grindavík og vá hvað það var ótrúlega gaman. Þetta var ekki bara skemmtilegt og ævintýralegt, heldur líka góð leið til að upplifa náttúruna í kringum bæinn með nýjum augum. Slíkar upplifanir eru dýrmætar og styrkja um leið þau fyrirtæki sem eru að reyna að halda rekstri gangandi þrátt fyrir óvissuna sem ríkt hefur. Þetta fékk mig til að hugsa. Væri ekki tilvalið, hvort sem þið eruð Grindvíkingar eða búið annars staðar á landinu, að nýta næstu frídaga til að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni og styðja við bakið á litlum en öflugum fyrirtækjum í leiðinni? Annað dæmi sem mig langar að nefna er Kristín sem nýverið opnaði sitt fyrsta leiðsögufyrirtæki, Discover Grindavík. Hún býður upp á stuttar og persónulegar ferðir þar sem fólk fær að fræðast um sögu og menningu Grindavíkur ásamt því að fá innsýn í það sem bæjarbúar hafa gengið í gegnum undanfarið. Ég mæli eindregið með að taka þátt í slíkri ferð, hún lætur engan ósnortinn. Við skulum styðja hvert annað. Með því að versla við fyrirtæki í Grindavík, heimsækja þau og tala vel um þau getum við öll lagt okkar af mörkum til þess að bærinn nái sér aftur á strik. Höfundur er eigandi Grindavikguesthouse.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðaþjónusta Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Það eru margir sem hafa haft orð á því hversu mikið þeim langar að styðja fyrirtæki í Grindavík, bæ sem hefur gengið í gegnum afar erfiða tíma síðustu misseri. Sjálf á ég rekstur í bænum og hef, líkt og fleiri, þurft að bregðast við breyttum aðstæðum. Með þessum breytingum hef ég líka fengið tækifæri til að kynnast öðrum fyrirtækjum á svæðinu og ég verð að deila með ykkur einni sérstakri upplifun. Ég fór ásamt syni mínum Ísleifi Pál (13.ára) í buggyferð hjá 4x4 Adventures í Grindavík og vá hvað það var ótrúlega gaman. Þetta var ekki bara skemmtilegt og ævintýralegt, heldur líka góð leið til að upplifa náttúruna í kringum bæinn með nýjum augum. Slíkar upplifanir eru dýrmætar og styrkja um leið þau fyrirtæki sem eru að reyna að halda rekstri gangandi þrátt fyrir óvissuna sem ríkt hefur. Þetta fékk mig til að hugsa. Væri ekki tilvalið, hvort sem þið eruð Grindvíkingar eða búið annars staðar á landinu, að nýta næstu frídaga til að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni og styðja við bakið á litlum en öflugum fyrirtækjum í leiðinni? Annað dæmi sem mig langar að nefna er Kristín sem nýverið opnaði sitt fyrsta leiðsögufyrirtæki, Discover Grindavík. Hún býður upp á stuttar og persónulegar ferðir þar sem fólk fær að fræðast um sögu og menningu Grindavíkur ásamt því að fá innsýn í það sem bæjarbúar hafa gengið í gegnum undanfarið. Ég mæli eindregið með að taka þátt í slíkri ferð, hún lætur engan ósnortinn. Við skulum styðja hvert annað. Með því að versla við fyrirtæki í Grindavík, heimsækja þau og tala vel um þau getum við öll lagt okkar af mörkum til þess að bærinn nái sér aftur á strik. Höfundur er eigandi Grindavikguesthouse.is.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar