Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2025 10:02 Sveindísi Jane Jónsdóttur hefur gengið afar illa að skapa sér eitthvað á Evrópumótinu, bæði í ár og líka í Englandi fyrir þremur árum síðan. Getty/Aitor Alcalde Sveindís Jane Jónsdóttir er hættulegasti sóknarmaður íslenska kvennalandsliðsins og hefur verið það undanfarin ár. Frammistaða hennar á tveimur Evrópumótum hefur alls ekki staðið undir væntingum. Hverju er um að kenna? Er hún ekki eins góð og við höldum? Hentar leikstíll liðsins henni ekki? Eru mótherjarnir að leggja ofurkapp á það að stoppa hana? Er hún ekki að fá nægilega góða aðstoð frá liðsfélögunum? Það er auðvitað nóg af spurningum enda er tölfræði Sveindísar sláandi slök. Hún hefur nú spilað samtals fimm leiki í úrslitakeppni EM, þrjá á EM í Englandi 2022 og tvo leiki á þessu Evrópumóti. Ekkert mark - engin stoðsending Sveindís hefur hvorki skorað mark né lagt upp mark í þessum leikjum. Ísland hefur skorað þrjú mörk samtals og Sveindís kom hvergi nálægt þeim. Á þeim 419 mínútum sem hún hefur spilað þá hefur hún reynt tíu skot en aðeins eitt þeirra hefur farið á markið. Hún er aðeins með 0,5 í áætluðum mörkum (xG) í þessum fimm leikjum. Skotin hennar hafa líka að meðaltali verið fyrir utan teig eða af 17,6 metra færi að meðaltali. Hún er ekki að komast í góð skotfæri inn í teig. Á þessu móti hefur ekkert af fjórum skotum Sveindísar hitt markið. Hún er með aðeins 0,2 í áætluðum mörkum (xG) í þessum tveimur leikjum. Hún hefur níu sinnum reynt að taka leikmann á og aðeins tvisvar hefur það heppnast. Sjö leikmenn íslenska liðsins komu við boltann inn í teig Svisslendinga í leiknum en Sveindís var ekki ein af þeim. Þar hjálpaði auðvitað ekki að hún var sjálf að taka innköst sem voru hættulegustu sóknaraðgerðir íslenska liðsins. Fjögur skotanna og það eina sem fór á markið kom í fyrsta leik hennar á EM 2022 sem var á móti Belgíu. Fjórir í röð án þess að eiga skot á mark Síðan þá hefur hún ekki aðeins leikið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu án þess að skora heldur fjóra leiki í röð án þess að hitta markið. Skotin eru aðeins sex samtals á 329 mínútum í þessum fjórum leikjum eða skot á 54 mínútna fresti. Það hlýtur bara að fara að koma að því að hlutirnir fari að ganga upp hjá Sveindísi á EM. Hæfileikarnir eru það miklir að vonandi brestur stíflan í Noregsleiknum. Þá verður þetta bara góða gamla tómatsósan, ekki satt? Ef íslenska landsliðið þarf á einhverju að halda þá er það að sjá Sveindísi okkar í ham. Það er löngu kominn tími á að laga aðeins þessa sláandi tölfræði. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Sjá meira
Hverju er um að kenna? Er hún ekki eins góð og við höldum? Hentar leikstíll liðsins henni ekki? Eru mótherjarnir að leggja ofurkapp á það að stoppa hana? Er hún ekki að fá nægilega góða aðstoð frá liðsfélögunum? Það er auðvitað nóg af spurningum enda er tölfræði Sveindísar sláandi slök. Hún hefur nú spilað samtals fimm leiki í úrslitakeppni EM, þrjá á EM í Englandi 2022 og tvo leiki á þessu Evrópumóti. Ekkert mark - engin stoðsending Sveindís hefur hvorki skorað mark né lagt upp mark í þessum leikjum. Ísland hefur skorað þrjú mörk samtals og Sveindís kom hvergi nálægt þeim. Á þeim 419 mínútum sem hún hefur spilað þá hefur hún reynt tíu skot en aðeins eitt þeirra hefur farið á markið. Hún er aðeins með 0,5 í áætluðum mörkum (xG) í þessum fimm leikjum. Skotin hennar hafa líka að meðaltali verið fyrir utan teig eða af 17,6 metra færi að meðaltali. Hún er ekki að komast í góð skotfæri inn í teig. Á þessu móti hefur ekkert af fjórum skotum Sveindísar hitt markið. Hún er með aðeins 0,2 í áætluðum mörkum (xG) í þessum tveimur leikjum. Hún hefur níu sinnum reynt að taka leikmann á og aðeins tvisvar hefur það heppnast. Sjö leikmenn íslenska liðsins komu við boltann inn í teig Svisslendinga í leiknum en Sveindís var ekki ein af þeim. Þar hjálpaði auðvitað ekki að hún var sjálf að taka innköst sem voru hættulegustu sóknaraðgerðir íslenska liðsins. Fjögur skotanna og það eina sem fór á markið kom í fyrsta leik hennar á EM 2022 sem var á móti Belgíu. Fjórir í röð án þess að eiga skot á mark Síðan þá hefur hún ekki aðeins leikið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu án þess að skora heldur fjóra leiki í röð án þess að hitta markið. Skotin eru aðeins sex samtals á 329 mínútum í þessum fjórum leikjum eða skot á 54 mínútna fresti. Það hlýtur bara að fara að koma að því að hlutirnir fari að ganga upp hjá Sveindísi á EM. Hæfileikarnir eru það miklir að vonandi brestur stíflan í Noregsleiknum. Þá verður þetta bara góða gamla tómatsósan, ekki satt? Ef íslenska landsliðið þarf á einhverju að halda þá er það að sjá Sveindísi okkar í ham. Það er löngu kominn tími á að laga aðeins þessa sláandi tölfræði.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Sjá meira