Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2025 15:19 Samsett mynd ESO af ferð halastjörnunnar 3I/ATLAS um sólkerfið. Halastjarnan sést sem röð ljósra bletta sem mynda línu um miðja myndina. Myndirnar voru teknar á þrettán mínútna tímabili að nóttu 3. júlí. ESO/O. Hainaut Sjónaukar um alla jörð fylgjast nú grannt með ferð halastjörnu sem á uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins. Halastjarnan er aðeins þriðji slíki gesturinn sem hefur nokkru sinni fundist í sólkerfinu okkar. Stjörnufræðingar uppgötvuðu halastjörnuna 3I/ATLAS á ferð um sólkerfið í síðustu viku. Óvenjuleg breiðbogalöguð sporbraut fyrirbærisins sem er ólík braut allra annarra fyrirbæra í sólkerfinu var vísbending um að halastjarnan væri upprunnin utan sólkerfisins. Skýringarmynd af sporbraut 3I/ATLAS í gegnum sólkerfið. Halastjarnan er upprunnin í öðru sólkerfi.NASA/JPL-Caltech/AP Leið 3I/ATLAS inn í sólkerfið hefur verið löng þrátt fyrir að halastjarnan ferðist á um 59 kílómetra hraða á sekúndu, rúmlega 212.000 kílómetra á klukkustund. Ekki hefur verið hægt að reikna út hvaðan halastjarnan kom upphaflega. „Það tekur þessa hluti milljónir ára að ferðast frá einu sólkerfi til annars þannig að þetta fyrirbæri hefur líklega ferðast um geiminn í hundruð milljónir ára, jafnvel milljarða ára,“ segir Paul Chodas, forstöðumaður stofnunar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem fylgist með fyrirbærum í grennd við jörðina. Sýnileg með sjónaukum í september og aftur í desember Engin hætta stafar af halastjörnunni. Hún kemst næst sólinni seint í október en þá verður hún í um 250 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni á milli sporbrautar hennar og Mars. Halastjarnan ætti að vera sýnileg í sjónaukum frá september þar til hún verður komin of nálægt sólinni og svo aftur í desember, að sögn AP-fréttastofunnar. VLT-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) náði myndskeiði af 3I/ATLAS 3. júlí, aðeins tveimur dögum eftir að halastjarnan var uppgötvuð. Í grein á vef stöðvarinnar í dag kemur fram að halastjarnan sé nú meira en 600 milljón kílómetrum frá sólinni. Aðeins tvisvar áður hafa stjörnufræðingar fundið fyrirbæri frá öðrum stjörnum í sólkerfinu okkar. Það fyrsta var hnullungurinn sem fékk havaíska nafnið Oumuamua árið 2017. Upphaflega var talið að Oumuamua væri smástirni en síðan hafa vísbendingar komið fram um að það sé halastjarna. Árið 2019 fannst svo halastjarnan 21/Borisov en hún var kennd við áhugastjörnufræðing á Krímskaga, úkraínsku landsvæði sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, sem uppgötvaði hana. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ílangur gestur utan sólkerfisins Smástirni sem kom úr geimnum á milli stjarnanna var ólíkt öllu öðru sem menn hafa fundið í sólkerfinu okkar. 20. nóvember 2017 20:39 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sjá meira
Stjörnufræðingar uppgötvuðu halastjörnuna 3I/ATLAS á ferð um sólkerfið í síðustu viku. Óvenjuleg breiðbogalöguð sporbraut fyrirbærisins sem er ólík braut allra annarra fyrirbæra í sólkerfinu var vísbending um að halastjarnan væri upprunnin utan sólkerfisins. Skýringarmynd af sporbraut 3I/ATLAS í gegnum sólkerfið. Halastjarnan er upprunnin í öðru sólkerfi.NASA/JPL-Caltech/AP Leið 3I/ATLAS inn í sólkerfið hefur verið löng þrátt fyrir að halastjarnan ferðist á um 59 kílómetra hraða á sekúndu, rúmlega 212.000 kílómetra á klukkustund. Ekki hefur verið hægt að reikna út hvaðan halastjarnan kom upphaflega. „Það tekur þessa hluti milljónir ára að ferðast frá einu sólkerfi til annars þannig að þetta fyrirbæri hefur líklega ferðast um geiminn í hundruð milljónir ára, jafnvel milljarða ára,“ segir Paul Chodas, forstöðumaður stofnunar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem fylgist með fyrirbærum í grennd við jörðina. Sýnileg með sjónaukum í september og aftur í desember Engin hætta stafar af halastjörnunni. Hún kemst næst sólinni seint í október en þá verður hún í um 250 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni á milli sporbrautar hennar og Mars. Halastjarnan ætti að vera sýnileg í sjónaukum frá september þar til hún verður komin of nálægt sólinni og svo aftur í desember, að sögn AP-fréttastofunnar. VLT-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) náði myndskeiði af 3I/ATLAS 3. júlí, aðeins tveimur dögum eftir að halastjarnan var uppgötvuð. Í grein á vef stöðvarinnar í dag kemur fram að halastjarnan sé nú meira en 600 milljón kílómetrum frá sólinni. Aðeins tvisvar áður hafa stjörnufræðingar fundið fyrirbæri frá öðrum stjörnum í sólkerfinu okkar. Það fyrsta var hnullungurinn sem fékk havaíska nafnið Oumuamua árið 2017. Upphaflega var talið að Oumuamua væri smástirni en síðan hafa vísbendingar komið fram um að það sé halastjarna. Árið 2019 fannst svo halastjarnan 21/Borisov en hún var kennd við áhugastjörnufræðing á Krímskaga, úkraínsku landsvæði sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, sem uppgötvaði hana.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ílangur gestur utan sólkerfisins Smástirni sem kom úr geimnum á milli stjarnanna var ólíkt öllu öðru sem menn hafa fundið í sólkerfinu okkar. 20. nóvember 2017 20:39 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sjá meira
Ílangur gestur utan sólkerfisins Smástirni sem kom úr geimnum á milli stjarnanna var ólíkt öllu öðru sem menn hafa fundið í sólkerfinu okkar. 20. nóvember 2017 20:39