Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júlí 2025 09:16 Biggi segist kominn á fullt aftur og nú hætti hann ekki fyrr en hann drepst. Sindri Swan Tónlistarmaðurinn og sálfræðingurinn Birgir Örn Steinarsson, einnig þekktur sem Biggi Maus, gaf nýverið út nýtt lag með hljómsveitinni &MeMM. Lagið fjallar um menningu áhrifavalda. Lagið heitir Blóðmjólk. Á sunnudag kom út textamyndband. Í færslu sem hann deildi á Facebook-síðu sinni í gær sagði hann menningu íslenskra áhrifavalda hafa verið sér hugleikna upp á síðkastið. „Hér er kerfi sem byggist á að fanga athygli okkar, þar sem allt er nýtt í hagnaðarskyni. Meira að segja sjálfsmynd barna okkar,“ sagði hann og að kerfið hagnaðist á endalausum samanburði. Með tilkomu gervigreindar verði samanburðurinn svo falsaður Biggi með hljómsveitinni &MeMMSindri Swan Birgir ræddi lagið í Bítinu á Bylgjunni í morgun en það er það fyrsta sem hann gefur út með hljómsveitinni &Memm sem hefur séð um undirleik fyrir hann. „Í staðinn fyrir að byrja upp á nýtt og stofna nýja hljómsveit, kalla ég það &MeMM,“ segir hann um sólóferilinn. Ádeila á áhrifavalda Hann segir lagið popplag og það sé ádeila. Titillinn á laginu, Blóðmjólk, vísi til þess að blóðmjólka eitthvað og að gróði sé aðalmálið. „Textinn fjallar um menningu samfélagsmiðlastjarna, eða áhrifavalda,“ segir Birgir. Það sé búið að búa til kerfi þar sem athygli er aðalgjaldmiðillinn og allt notað í gróðaskyni, meira að segja sjálfsmynd barna. „Það er gaman að búa til svona paródískan texta um þetta,“ segir Birgir og að það hafi sömuleiðis verið áhugavert að gera myndbandið. Það er samsett úr texta úr fréttum af ýmsum miðlum og hafa flestar þeirra birst á þessu ári. Þar er til dæmis vísað í Björn Steinbekk og kröfu hans um að áhrifavaldar fái endurgreiðslu frá ríkinu. Birgir segir að í myndbandinu sé textinn svo notaður til að spyrja spurninga. Í fréttatilkynningu um lagið segir Birgir að einnig sé vísað í Brynjar Barkason sem var í hljómsveitinni ClubDub um skoðanir hans á útlendingamálum. „Í textanum segir: „Ég blóðmjólka æskuna af þér, ég spinna með Binna“ og þá er ég að vísa þá staðreynd að Binni og aðrir íslenskir „áhrifavaldar“ hika ekki við að taka pening af veðmálafyrirtækjum og auglýsa þau í sínu nafni á sínum síðum.“ Áhrifavaldar sem mæli með veðmálum Hann telur tilefni til að skoða þær vörur sem sumir áhrifavaldar eru að auglýsa og nefnir sem dæmi veðmálasíður. „Ég spilaði mína meistararitgerð í sálfræði um spilafíkn og ég veit að þetta er bara eins og ef Laddi hefði verið að bjóða minni kynslóð að púa sígarettur eða reykja krakk. Þetta er algjörlega galið og mér finnst allt í lagi að sýna það. Allar rannsóknir sýna að sá aldur sem er viðkvæmastur er 12 til 19 ára þegar það kemur að spilafíkn, sem er akkúrat hlustendahópur þessara áhrifavalda.“ „Ég segi þér hvað er gott, og sannfæri þig um að kvölin sé flott,“ segir í texta lagsins og að þannig sé bæði vísað til áhrifavalda og algóritmans sem þekki fólk vel. Fólk sjái bara hluti sem það hefur áhuga á þegar það skrollar. „Athygli er það eina sem við getum raunverulega haft stjórn á og þegar við erum komin með tæki til að fanga það, þá er spurning hvort þú sért við stjórn lengur.“ Fleiri lög og tónleikar á döfinni Birgir segir von á fleiri lögum frá hljómsveitinni. Blóðmjólk er fyrsta lagið sem Biggi gerir með nýrri undirleikssveit sinni sem hann kallar ‘& MeMM’. Hana skipa Stefán Gunnarsson á bassa, Hallgrímur Jón Ómarsson á gítar, Valgarður Óli Ómarsson á trommur og Þorsteinn Kári Guðmundsson á hljómborð og gítar. Þeir koma næst saman fram á tónleikahátíðinni Mannfólkið breytist í slím sem haldin verður á Akureyri 17. til 19. júlí næstkomandi. „Ég er bara kominn af stað aftur. Ég ætla að gera þetta þangað til ég drepst.“ Tónlist Akureyri Samfélagsmiðlar Tækni Gervigreind Bítið Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Í færslu sem hann deildi á Facebook-síðu sinni í gær sagði hann menningu íslenskra áhrifavalda hafa verið sér hugleikna upp á síðkastið. „Hér er kerfi sem byggist á að fanga athygli okkar, þar sem allt er nýtt í hagnaðarskyni. Meira að segja sjálfsmynd barna okkar,“ sagði hann og að kerfið hagnaðist á endalausum samanburði. Með tilkomu gervigreindar verði samanburðurinn svo falsaður Biggi með hljómsveitinni &MeMMSindri Swan Birgir ræddi lagið í Bítinu á Bylgjunni í morgun en það er það fyrsta sem hann gefur út með hljómsveitinni &Memm sem hefur séð um undirleik fyrir hann. „Í staðinn fyrir að byrja upp á nýtt og stofna nýja hljómsveit, kalla ég það &MeMM,“ segir hann um sólóferilinn. Ádeila á áhrifavalda Hann segir lagið popplag og það sé ádeila. Titillinn á laginu, Blóðmjólk, vísi til þess að blóðmjólka eitthvað og að gróði sé aðalmálið. „Textinn fjallar um menningu samfélagsmiðlastjarna, eða áhrifavalda,“ segir Birgir. Það sé búið að búa til kerfi þar sem athygli er aðalgjaldmiðillinn og allt notað í gróðaskyni, meira að segja sjálfsmynd barna. „Það er gaman að búa til svona paródískan texta um þetta,“ segir Birgir og að það hafi sömuleiðis verið áhugavert að gera myndbandið. Það er samsett úr texta úr fréttum af ýmsum miðlum og hafa flestar þeirra birst á þessu ári. Þar er til dæmis vísað í Björn Steinbekk og kröfu hans um að áhrifavaldar fái endurgreiðslu frá ríkinu. Birgir segir að í myndbandinu sé textinn svo notaður til að spyrja spurninga. Í fréttatilkynningu um lagið segir Birgir að einnig sé vísað í Brynjar Barkason sem var í hljómsveitinni ClubDub um skoðanir hans á útlendingamálum. „Í textanum segir: „Ég blóðmjólka æskuna af þér, ég spinna með Binna“ og þá er ég að vísa þá staðreynd að Binni og aðrir íslenskir „áhrifavaldar“ hika ekki við að taka pening af veðmálafyrirtækjum og auglýsa þau í sínu nafni á sínum síðum.“ Áhrifavaldar sem mæli með veðmálum Hann telur tilefni til að skoða þær vörur sem sumir áhrifavaldar eru að auglýsa og nefnir sem dæmi veðmálasíður. „Ég spilaði mína meistararitgerð í sálfræði um spilafíkn og ég veit að þetta er bara eins og ef Laddi hefði verið að bjóða minni kynslóð að púa sígarettur eða reykja krakk. Þetta er algjörlega galið og mér finnst allt í lagi að sýna það. Allar rannsóknir sýna að sá aldur sem er viðkvæmastur er 12 til 19 ára þegar það kemur að spilafíkn, sem er akkúrat hlustendahópur þessara áhrifavalda.“ „Ég segi þér hvað er gott, og sannfæri þig um að kvölin sé flott,“ segir í texta lagsins og að þannig sé bæði vísað til áhrifavalda og algóritmans sem þekki fólk vel. Fólk sjái bara hluti sem það hefur áhuga á þegar það skrollar. „Athygli er það eina sem við getum raunverulega haft stjórn á og þegar við erum komin með tæki til að fanga það, þá er spurning hvort þú sért við stjórn lengur.“ Fleiri lög og tónleikar á döfinni Birgir segir von á fleiri lögum frá hljómsveitinni. Blóðmjólk er fyrsta lagið sem Biggi gerir með nýrri undirleikssveit sinni sem hann kallar ‘& MeMM’. Hana skipa Stefán Gunnarsson á bassa, Hallgrímur Jón Ómarsson á gítar, Valgarður Óli Ómarsson á trommur og Þorsteinn Kári Guðmundsson á hljómborð og gítar. Þeir koma næst saman fram á tónleikahátíðinni Mannfólkið breytist í slím sem haldin verður á Akureyri 17. til 19. júlí næstkomandi. „Ég er bara kominn af stað aftur. Ég ætla að gera þetta þangað til ég drepst.“
Tónlist Akureyri Samfélagsmiðlar Tækni Gervigreind Bítið Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira