Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2025 10:30 Guðmundur Benediktsson var með sérfræðingana Baldur Sigurðsson og Arnar Grétarsson í þættinum í gærkvöldi. Sýn Sport Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki sammála þegar kom að því að meta Íslandsmeistaravonir Valsmanna í sumar. Stúkan ræddi ýmis mál í Uppbótatíma þáttarins í gær þar sem sérfræðingarnir Baldur Sigurðsson og Arnar Grétarsson fengu spurningar frá Guðmundi Benediktsson um Bestu deild karla í fótbolta. Þar veltu menn fyrir sér möguleikum Valsmanna á því að verða Íslandsmeistarar í ár, svöruðu því hvort Besta deildin sé sterkari eða lakari miðað við síðustu leiktíð og giskuðu á hvað verði sjötta og síðasta liðið til þess að tryggja sig inn í efri hlutann. Klippa: Uppbótartíminn: Geta Valsmenn orðið Íslandsmeistarar? „Ég var með svo skemmtilegar spurningar en það var allt stöðvað í sigtinu sem er hérna. Það er sigtað allt sem ég legg til hérna og ég þurfti að breyta öllum spurningunum,“ sagði Guðmundur Benediktsson í léttum tón. Held að ég hafi alltaf fengið nei „Geta Valsmenn orðið Íslandsmeistarar? Ég er búinn að spyrja að þessu í mörgum þáttum en ég held að ég hafi alltaf fengið nei,“ sagði Guðmundur. „Ég ætla að segja já,“ sagði Arnar Grétarsson. „Hvers vegna,“ spurði Guðmundur á móti. „Mér finnst bara vera að myndast alvöru lið þarna og þeir eru núna á bullandi siglingu upp á við og með mikið sjálfstraust. Mér finnst, eins og Baldur kom inn á líka, að það sé að koma rosalega skemmtilegt jafnvægi í liðið,“ sagði Arnar. Þurfum ekkert að tala um sóknarleikinn „Það er mikil vinnusemi á miðjunni, vörnin orðin rosalega traust. Við þurfum ekkert að tala um sóknarleikinn, gæjana sem eru fremstir. Þeir eru líka með menn sem geta fært sig á milli og eru með rosalega stóran hóp,“ sagði Arnar. Baldur var ekki sammála Arnari. „Ég segi nei. Ég held að þeir verði bikarmeistarar en þeir geta ekki orðið Íslandsmeistarar,“ sagði Baldur. „Ég held að þeir hafi ekki lið í þetta. Þá vantar aðeins upp á breiddina en þetta er vissulega búið að líta vel út núna,“ sagði Baldur. Valsmenn geta glaðst yfir því „Miðað við það eins ótrúlegt og það hljómar. Þá finnst mér eins og Víkingur og Breiðablik séu ekki ennþá komin úr þriðja gír. Mér finnst þau vera með betri lið og yfir 27 leikja mót þá tel ég að Víkingur og Breiðablik muni berjast um þetta. Valsmenn geta glaðst yfir því að ég held að þeir verði bikarmeistarar,“ sagði Baldur. Það má heyra þessa umræðu og svörin við hinum spurningunum hér fyrir ofan. Stúkan Besta deild karla Valur Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Stúkan ræddi ýmis mál í Uppbótatíma þáttarins í gær þar sem sérfræðingarnir Baldur Sigurðsson og Arnar Grétarsson fengu spurningar frá Guðmundi Benediktsson um Bestu deild karla í fótbolta. Þar veltu menn fyrir sér möguleikum Valsmanna á því að verða Íslandsmeistarar í ár, svöruðu því hvort Besta deildin sé sterkari eða lakari miðað við síðustu leiktíð og giskuðu á hvað verði sjötta og síðasta liðið til þess að tryggja sig inn í efri hlutann. Klippa: Uppbótartíminn: Geta Valsmenn orðið Íslandsmeistarar? „Ég var með svo skemmtilegar spurningar en það var allt stöðvað í sigtinu sem er hérna. Það er sigtað allt sem ég legg til hérna og ég þurfti að breyta öllum spurningunum,“ sagði Guðmundur Benediktsson í léttum tón. Held að ég hafi alltaf fengið nei „Geta Valsmenn orðið Íslandsmeistarar? Ég er búinn að spyrja að þessu í mörgum þáttum en ég held að ég hafi alltaf fengið nei,“ sagði Guðmundur. „Ég ætla að segja já,“ sagði Arnar Grétarsson. „Hvers vegna,“ spurði Guðmundur á móti. „Mér finnst bara vera að myndast alvöru lið þarna og þeir eru núna á bullandi siglingu upp á við og með mikið sjálfstraust. Mér finnst, eins og Baldur kom inn á líka, að það sé að koma rosalega skemmtilegt jafnvægi í liðið,“ sagði Arnar. Þurfum ekkert að tala um sóknarleikinn „Það er mikil vinnusemi á miðjunni, vörnin orðin rosalega traust. Við þurfum ekkert að tala um sóknarleikinn, gæjana sem eru fremstir. Þeir eru líka með menn sem geta fært sig á milli og eru með rosalega stóran hóp,“ sagði Arnar. Baldur var ekki sammála Arnari. „Ég segi nei. Ég held að þeir verði bikarmeistarar en þeir geta ekki orðið Íslandsmeistarar,“ sagði Baldur. „Ég held að þeir hafi ekki lið í þetta. Þá vantar aðeins upp á breiddina en þetta er vissulega búið að líta vel út núna,“ sagði Baldur. Valsmenn geta glaðst yfir því „Miðað við það eins ótrúlegt og það hljómar. Þá finnst mér eins og Víkingur og Breiðablik séu ekki ennþá komin úr þriðja gír. Mér finnst þau vera með betri lið og yfir 27 leikja mót þá tel ég að Víkingur og Breiðablik muni berjast um þetta. Valsmenn geta glaðst yfir því að ég held að þeir verði bikarmeistarar,“ sagði Baldur. Það má heyra þessa umræðu og svörin við hinum spurningunum hér fyrir ofan.
Stúkan Besta deild karla Valur Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira