Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júlí 2025 20:40 Glæsilegur gangamunni nýju jarðganganna í Þórshöfn. Articon Færeyingar fögnuðu í gær enn einum jarðgöngunum, aðeins ellefu dögum eftir síðustu jarðgangavígslu. Nýjustu göngin eru jafnframt fyrstu innanbæjargöngin í Þórshöfn. Í fréttum Sýnar mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá opnun nýrra jarðganga á Suðurey, Fámjinsganga, í lok júnímánaðar. Þeim var fagnað með lúðrablæstri, ræðuhöldum ráðamanna og kaffisamsæti. Rétt eins og á Íslandi er vígsla nýrra ganga í Færeyjum mikill gleðidagur fyrir viðkomandi samfélög. Við opnun Fámjinsganga notaði samgönguráðherrann ekki skæri heldur grindhvalahníf til skera á borðann að færeyskum hætti. Frá vígslu Fámjinsganga þann 26. júní síðastliðinn. Elsti íbúinn ekur fyrsta bílnum í gegn.Landsverk Þarna var verið að opna 1.200 metra löng göng sem leysa af 400 metra háan fjallveg til þorpsins Fámjins en þar búa um áttatíu manns. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. Og þarna verður enginn rukkaður um veggjöld. Frá vígsluathöfn nýju jarðganganna í Þórshöfn í gær.Articon En ekki voru liðnir nema ellefu dagar frá því Fámjinsgöngin voru opnuð að færeyskir ráðamenn voru aftur mættir með grindhvalahníf að skera á næsta borða. Í gær var nefnilega verið að opna Húsareynsgöngin, sem liggja í útjaðri Þórshafnar. Kollfirðingurin Bergur Robert Dam Jensen, formaður framkvæmdaráðs Þórshafnar, skar á borðann í Húsareynsgöngunum í gær. Elsa Berg, borgarstjóri Þórshafnar, til vinstri, og Jóhan Christiansen, samgönguráðherra Færeyja, til hægri.Articon Þau eru 1.800 metra löng, teljast vera fyrstu innanbæjargöng í Færeyjum og eru hluti af nýrri sex kílómetra langri aðkomuleið inn í höfuðstaðinn úr norðri. Norðanmegin opnast nýju göngin skammt frá munna Austureyjarganganna, sem tekin voru í notkun fyrir jólin 2020, en þau hafa reynst bylting fyrir samgöngukerfi eyjanna. Kátir Færeyingar ganga inn í nýju göngin.Articon Að vígsluathöfn lokinni var viðstöddum boðið til veislu í nýju Þjóðarhöll Færeyinga, Við Tjarnir, sem er skammt frá öðrum gangamunnanum. Nýju jarðgöngin eru hluti af nýrri sex kílómetra langri aðkomuleið inn í Þórshöfn úr norðri.Articon Færeyski verktakinn Articon annaðist verkið. Kostnaður var áætlaður um 6,6 milljarðar íslenskra króna. Þórshafnarbær greiðir tvo þriðju en landsjóður Færeyja þriðjung. Mannfjöldi hlýðir á ræðu borgarstjóra Þórshafnar, Elsu Berg.Articon Enginn vegtollur verður heldur innheimtur í þessum göngum, frekar en öðrum jarðgöngum Færeyinga á landi. Þar er eingöngu rukkað í neðansjávargöng milli eyja. Gamla-Ford ekið í gegnum þessi 1,8 kílómetra löngu göng.Articon Færeyjar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50 Annasamt verkefni að flytja jarðgangafréttir í Færeyjum Sá sem skrifar fréttir af gangi jarðgangaverkefna í Færeyjum í vef Landsverks, vegagerðar þeirra Færeyinga, hefur sannarlega frá nógu að segja þessa dagana. Svo mikil er atorkan hjá frændþjóð Íslendinga í að bæta samgöngukerfi sitt með fleiri jarðgöngum. 19. nóvember 2022 14:20 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Í fréttum Sýnar mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá opnun nýrra jarðganga á Suðurey, Fámjinsganga, í lok júnímánaðar. Þeim var fagnað með lúðrablæstri, ræðuhöldum ráðamanna og kaffisamsæti. Rétt eins og á Íslandi er vígsla nýrra ganga í Færeyjum mikill gleðidagur fyrir viðkomandi samfélög. Við opnun Fámjinsganga notaði samgönguráðherrann ekki skæri heldur grindhvalahníf til skera á borðann að færeyskum hætti. Frá vígslu Fámjinsganga þann 26. júní síðastliðinn. Elsti íbúinn ekur fyrsta bílnum í gegn.Landsverk Þarna var verið að opna 1.200 metra löng göng sem leysa af 400 metra háan fjallveg til þorpsins Fámjins en þar búa um áttatíu manns. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. Og þarna verður enginn rukkaður um veggjöld. Frá vígsluathöfn nýju jarðganganna í Þórshöfn í gær.Articon En ekki voru liðnir nema ellefu dagar frá því Fámjinsgöngin voru opnuð að færeyskir ráðamenn voru aftur mættir með grindhvalahníf að skera á næsta borða. Í gær var nefnilega verið að opna Húsareynsgöngin, sem liggja í útjaðri Þórshafnar. Kollfirðingurin Bergur Robert Dam Jensen, formaður framkvæmdaráðs Þórshafnar, skar á borðann í Húsareynsgöngunum í gær. Elsa Berg, borgarstjóri Þórshafnar, til vinstri, og Jóhan Christiansen, samgönguráðherra Færeyja, til hægri.Articon Þau eru 1.800 metra löng, teljast vera fyrstu innanbæjargöng í Færeyjum og eru hluti af nýrri sex kílómetra langri aðkomuleið inn í höfuðstaðinn úr norðri. Norðanmegin opnast nýju göngin skammt frá munna Austureyjarganganna, sem tekin voru í notkun fyrir jólin 2020, en þau hafa reynst bylting fyrir samgöngukerfi eyjanna. Kátir Færeyingar ganga inn í nýju göngin.Articon Að vígsluathöfn lokinni var viðstöddum boðið til veislu í nýju Þjóðarhöll Færeyinga, Við Tjarnir, sem er skammt frá öðrum gangamunnanum. Nýju jarðgöngin eru hluti af nýrri sex kílómetra langri aðkomuleið inn í Þórshöfn úr norðri.Articon Færeyski verktakinn Articon annaðist verkið. Kostnaður var áætlaður um 6,6 milljarðar íslenskra króna. Þórshafnarbær greiðir tvo þriðju en landsjóður Færeyja þriðjung. Mannfjöldi hlýðir á ræðu borgarstjóra Þórshafnar, Elsu Berg.Articon Enginn vegtollur verður heldur innheimtur í þessum göngum, frekar en öðrum jarðgöngum Færeyinga á landi. Þar er eingöngu rukkað í neðansjávargöng milli eyja. Gamla-Ford ekið í gegnum þessi 1,8 kílómetra löngu göng.Articon
Færeyjar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50 Annasamt verkefni að flytja jarðgangafréttir í Færeyjum Sá sem skrifar fréttir af gangi jarðgangaverkefna í Færeyjum í vef Landsverks, vegagerðar þeirra Færeyinga, hefur sannarlega frá nógu að segja þessa dagana. Svo mikil er atorkan hjá frændþjóð Íslendinga í að bæta samgöngukerfi sitt með fleiri jarðgöngum. 19. nóvember 2022 14:20 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50
Annasamt verkefni að flytja jarðgangafréttir í Færeyjum Sá sem skrifar fréttir af gangi jarðgangaverkefna í Færeyjum í vef Landsverks, vegagerðar þeirra Færeyinga, hefur sannarlega frá nógu að segja þessa dagana. Svo mikil er atorkan hjá frændþjóð Íslendinga í að bæta samgöngukerfi sitt með fleiri jarðgöngum. 19. nóvember 2022 14:20
Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44
Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent