„Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júlí 2025 18:02 Viðræður um þinglok sigldu í strand um helgina. Vísir/Anton Brink Forsætisráðherra heitir því að atkvæðagreiðsla um veiðigjaldafrumvarpið fari fram fyrir þinglok og að málinu verði ekki frestað fram á haust. Hún segir minnihlutann ekki einungis hafa haldið uppi málþófi í veiðigjaldamálinu og raunar hafi hann málþæft í málum þar sem stjórnarflokkar og stjórnarandstaða eru sammála. „Þetta er farið að snúast um miklu meira en eitt mál á þessum tímapunkti,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra en hún ræddi stöðuna á þinginu í Reykjavík síðdegis í dag. Þinglokasamningur er enn ekki í höfn eftir að umræður virtust sigla í strand um helgina. Frumvarp um veiðigjöld var eitt á dagskrá Alþingis í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu og stendur enn yfir. „Minnihlutinn hefur aðhaldshlutverki að gegna og ákveðin réttindi þegar kemur að því að tala í málum. En minni hlutinn stýrir ekki landinu. Minnihlutinn hefur þessi réttindi en líka þær skyldur að hleypa málum í lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Vegna þess að það er enginn að gera þá kröfu af hálfu meiri hlutans að minni hlutinn greiði atkvæði með máli sem þeir styðja ekki.“ Þá segir hún málþófið í veiðigjaldamálinu að mörgu leyti fordæmalaust þó að enn hafi ekki verið slegið met í lengdartíma umræðu en ef fram heldur sem horfir gæti umræðan orðið sú lengsta frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991. „Þetta málþóf hefur líka staðið um bókun 35, það hafa líka verið málþóf í málum í allt vor, í plasttöppum, í fríverslunarsamningum við Taíland. Það hafa líka verið málþóf í málum sem minnihlutinn er sammála okkur um.“ Sérðu fyrir þér einhverja lausn í þessu máli? „Það verður að vera lausn af því að við munum klára þetta mál. Þessu málþófi mun ljúka og við munum greiða atkvæði um það. Og ég vona innilega að það verði eftir samkomulag um þinglok.“ Hún segir ekki koma til greina að fresta málinu og ítrekar enn og aftur að greidd verði atkvæði um málið fyrir þinglok. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira
„Þetta er farið að snúast um miklu meira en eitt mál á þessum tímapunkti,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra en hún ræddi stöðuna á þinginu í Reykjavík síðdegis í dag. Þinglokasamningur er enn ekki í höfn eftir að umræður virtust sigla í strand um helgina. Frumvarp um veiðigjöld var eitt á dagskrá Alþingis í dag. Þingfundur hófst klukkan tíu og stendur enn yfir. „Minnihlutinn hefur aðhaldshlutverki að gegna og ákveðin réttindi þegar kemur að því að tala í málum. En minni hlutinn stýrir ekki landinu. Minnihlutinn hefur þessi réttindi en líka þær skyldur að hleypa málum í lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Vegna þess að það er enginn að gera þá kröfu af hálfu meiri hlutans að minni hlutinn greiði atkvæði með máli sem þeir styðja ekki.“ Þá segir hún málþófið í veiðigjaldamálinu að mörgu leyti fordæmalaust þó að enn hafi ekki verið slegið met í lengdartíma umræðu en ef fram heldur sem horfir gæti umræðan orðið sú lengsta frá því að deildum Alþingis var fækkað úr tveimur í eina árið 1991. „Þetta málþóf hefur líka staðið um bókun 35, það hafa líka verið málþóf í málum í allt vor, í plasttöppum, í fríverslunarsamningum við Taíland. Það hafa líka verið málþóf í málum sem minnihlutinn er sammála okkur um.“ Sérðu fyrir þér einhverja lausn í þessu máli? „Það verður að vera lausn af því að við munum klára þetta mál. Þessu málþófi mun ljúka og við munum greiða atkvæði um það. Og ég vona innilega að það verði eftir samkomulag um þinglok.“ Hún segir ekki koma til greina að fresta málinu og ítrekar enn og aftur að greidd verði atkvæði um málið fyrir þinglok.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira