Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Íþróttadeild Sýnar skrifar 6. júlí 2025 21:06 Sandra María Jessen var öflug í kvöld en fékk litla aðstoð. Leiting Gao/BSR Agency/Getty Images Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins voru misgóðir í slæmu 2-0 tapi fyrir Sviss í öðrum leik liðsins á EM kvenna í fótbolta. Ísland er úr leik á mótinu. Úrslitin eru augljóslega mikil vonbrigði fyrir íslenska liðið sem fellur úr leik á mótinu. Tvö mörk Svisslendinga seint í síðari hálfleik innsigluðu örlög liðsins sem bíður enn sigurs á Evrópumóti frá árinu 2013. Glódís Perla var best íslensku leikmannana í kvöld og Sandra María Jessen var einnig öflug en einmana fremst á vellinum. Einkunnir liðsins má sjá að neðan. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [6] Öryggið uppmálað í sínum aðgerðum. Reyndi ekkert gríðarlega mikið á hana en sinnti sínu vel þegar á þurfti að halda. Gat lítið gert í góðri afgreiðslu af stuttu færi. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [5] Fer meidd af velli eftir rúmlega hálftímaleik og tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [6] Búin að ná sér af veikindunum og leiddi íslenska liðið í dag. Munar mikið um að hafa einn besta varnarmann heims í liðinu, bæði gæðanna og leiðtogahæfileikanna vegna. En það dugði skammt. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [5] Fékk gult snemma leiks og maður óttaðist aðeins stöðuna. Komst nokkuð vel frá sínu og vörn íslenska liðsins hélt vel. Átti skot í slá snemma leiks en leikurinn hefði farið á annan veg væri boltinn örlítið neðar. Létur spila sig út í marki Svisslendinga. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður [6] Færist yfir í hægri bakvörð eftir meiðsli Guðnýjar. Sinnti sínu varnarlega en uppspilið ekkert stórkostlegt. Erfitt þó að setja út á varnarmenn Íslands hvað uppspilið varðar þegar uppleggið er greinilega að þeir sparki langt. Átti stórkostlega tæklingu og bjargaði marki undir lokin. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] Komst ekki nægilega mikið í boltann en gerði sitt vel þegar reyndi á. Fulllangir kaflar þar sem miðjumenn Íslands komast ekki í boltann vegna uppleggsins. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður [4] Svipað og með Alexöndru. Var dugleg og gerði sitt, en þurfti oft að fylgjast með löngum boltum fara yfir sig eða framhjá sér beint upp í efstu línu. Missir boltann klaufalega í marki Svisslendinga og gefur þeim aftur skyndisókn seinna í leiknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [5] Fékk dauðafæri á 73. mínútu eftir langt innkast Sveindísar Jane en hitti boltann ekki. Skapaði ekki mikið og var mismikið í boltanum líkt og aðrir miðjumenn Íslands. Agla María Albertsdóttir, hægri vængmaður [4] Kom inn í byrjunarliðið fyrir Hlín en komst ekki í mikinn takt við leikinn. Var lítið í boltanum og skapaði ekki mikið fram á við. Sandra María Jessen, framherji [6] - Maður leiksins Dugleg í pressunni og sinnti sínu vel í fremstu línu. Dugleg að elta langa bolta sem fóru hist og her. Fítonskraftur í Söndru sem smitaði út frá sér, lagði meira í þennan leik en flestir í íslenska liðinu. Ein og yfirgefin stóran hluta leiksins en hélt alltaf áfram og skilaði heldur betur sínu í kvöld en vantaði upp á aðstoðina við hana. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri vængmaður [4] Þurfti að sinna mikilli varnarvinnu við að elta Iman Beney í hvert einasta sinn sem hún fór upp. Virtist þá vanta upp á kraftinn sóknarlega á móti. Kom ekki nægilega mikið út úr henni í kvöld. Varamenn: Sædís Rún Heiðarsdóttir kom inn á fyrir Guðnýju Árnadóttur á 33. mínútu. [5] Gerði sitt í bakverðinum en engin stjörnuframmistaða. Stóð fyrir sínu stærstan part. Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom inn á fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur á 67 . mínútu. [5] Kom inn af krafti og ógnaði meira en Agla María hafði gert á 67 mínútum þar á undan. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Úrslitin eru augljóslega mikil vonbrigði fyrir íslenska liðið sem fellur úr leik á mótinu. Tvö mörk Svisslendinga seint í síðari hálfleik innsigluðu örlög liðsins sem bíður enn sigurs á Evrópumóti frá árinu 2013. Glódís Perla var best íslensku leikmannana í kvöld og Sandra María Jessen var einnig öflug en einmana fremst á vellinum. Einkunnir liðsins má sjá að neðan. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður [6] Öryggið uppmálað í sínum aðgerðum. Reyndi ekkert gríðarlega mikið á hana en sinnti sínu vel þegar á þurfti að halda. Gat lítið gert í góðri afgreiðslu af stuttu færi. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [5] Fer meidd af velli eftir rúmlega hálftímaleik og tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [6] Búin að ná sér af veikindunum og leiddi íslenska liðið í dag. Munar mikið um að hafa einn besta varnarmann heims í liðinu, bæði gæðanna og leiðtogahæfileikanna vegna. En það dugði skammt. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður [5] Fékk gult snemma leiks og maður óttaðist aðeins stöðuna. Komst nokkuð vel frá sínu og vörn íslenska liðsins hélt vel. Átti skot í slá snemma leiks en leikurinn hefði farið á annan veg væri boltinn örlítið neðar. Létur spila sig út í marki Svisslendinga. Guðrún Arnardóttir, vinstri bakvörður [6] Færist yfir í hægri bakvörð eftir meiðsli Guðnýjar. Sinnti sínu varnarlega en uppspilið ekkert stórkostlegt. Erfitt þó að setja út á varnarmenn Íslands hvað uppspilið varðar þegar uppleggið er greinilega að þeir sparki langt. Átti stórkostlega tæklingu og bjargaði marki undir lokin. Alexandra Jóhannsdóttir, miðjumaður [5] Komst ekki nægilega mikið í boltann en gerði sitt vel þegar reyndi á. Fulllangir kaflar þar sem miðjumenn Íslands komast ekki í boltann vegna uppleggsins. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður [4] Svipað og með Alexöndru. Var dugleg og gerði sitt, en þurfti oft að fylgjast með löngum boltum fara yfir sig eða framhjá sér beint upp í efstu línu. Missir boltann klaufalega í marki Svisslendinga og gefur þeim aftur skyndisókn seinna í leiknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, miðjumaður [5] Fékk dauðafæri á 73. mínútu eftir langt innkast Sveindísar Jane en hitti boltann ekki. Skapaði ekki mikið og var mismikið í boltanum líkt og aðrir miðjumenn Íslands. Agla María Albertsdóttir, hægri vængmaður [4] Kom inn í byrjunarliðið fyrir Hlín en komst ekki í mikinn takt við leikinn. Var lítið í boltanum og skapaði ekki mikið fram á við. Sandra María Jessen, framherji [6] - Maður leiksins Dugleg í pressunni og sinnti sínu vel í fremstu línu. Dugleg að elta langa bolta sem fóru hist og her. Fítonskraftur í Söndru sem smitaði út frá sér, lagði meira í þennan leik en flestir í íslenska liðinu. Ein og yfirgefin stóran hluta leiksins en hélt alltaf áfram og skilaði heldur betur sínu í kvöld en vantaði upp á aðstoðina við hana. Sveindís Jane Jónsdóttir, vinstri vængmaður [4] Þurfti að sinna mikilli varnarvinnu við að elta Iman Beney í hvert einasta sinn sem hún fór upp. Virtist þá vanta upp á kraftinn sóknarlega á móti. Kom ekki nægilega mikið út úr henni í kvöld. Varamenn: Sædís Rún Heiðarsdóttir kom inn á fyrir Guðnýju Árnadóttur á 33. mínútu. [5] Gerði sitt í bakverðinum en engin stjörnuframmistaða. Stóð fyrir sínu stærstan part. Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom inn á fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur á 67 . mínútu. [5] Kom inn af krafti og ógnaði meira en Agla María hafði gert á 67 mínútum þar á undan.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn