Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2025 10:30 Sandra María í viðtali eftir tapið gegn Finnum á miðvikudaginn. Getty/Aitor Alcalde Sandra María Jessen verður í ansi öðru umhverfi en hún hefur vanist í sumar, þegar hún stígur inn á troðfullan 30.000 manna Wankdorf-leikvanginn í kvöld eftir að hafa spilað inni í Boganum með Þór/KA. Ísland leikur sannkallaðan lykilleik á EM í fótbolta í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma, þegar liðið mætir heimakonum í Sviss. Liðin mættust einmitt tvisvar í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári og gerðu þá í tvígang jafntefli, en nú er tilefnið enn stærra og ljóst að áhorfendur munu láta vel í sér heyra: „Það verða mikil læti og þess vegna skiptir miklu máli að við stelpurnar séum með góða líkamstjáningu okkar á milli og þekkjum og tengjum vel við næstu leikmenn á vellinum. Við erum búnar að fara yfir þetta allt vel, það er verið að aðstoða okkur eins mikið og hægt er og undirbúa okkur, og við vitum alveg hvað er í húfi og að stemningin verður gríðarmikil,“ sagði Sandra María á fjölmiðlahittingi við hótel landsliðsins, í aðdraganda leiksins. Klippa: Sandra María ætlar að gera EM að sínu „Þetta er lið sem við höfum mætt oft undanfarið og við þekkjum vel inn á þeirra styrkleika og veikleika. Við vitum hvað það var sem klikkaði í fyrri hálfleik og hvað það var sem við gerðum þegar við svöruðum svona vel, eftir að hafa lent 3-0 undir. Ég held að við tökum það með okkur og byggjum ofan á það. Við sýndum og sönnuðum fyrir okkur að við erum færar um þetta. Við þurfum bara að byrja frá mínútu eitt, í stað þess að bíða eftir að eitthvað gerist. Að þetta sé strax „allt eða ekkert“. Maður er bara jákvæður. Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað þarf til að ná okkur í stig,“ sagði Sandra María. Hún var í fremstu víglínu Íslands gegn Finnlandi á miðvikudaginn en hvernig er að mæta nánast beint innan úr Boganum og á stóra leikvanga á stórmóti? „Þetta er rosalega mikill munur þarna á milli, maður verður bara að segja það. Annað væri lygi. En ég tel mig vera mjög vel undirbúna, búin að spila marga stóra leiki með landsliðinu, spila erlendis við sterkustu lið í heimi, og umkringd gæðaleikmönnum í hópnum sem að hjálpa manni að vera á góðum stað þegar leikirnir hefjast,“ sagði Sandra María létt. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03 „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Sjá meira
Ísland leikur sannkallaðan lykilleik á EM í fótbolta í kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma, þegar liðið mætir heimakonum í Sviss. Liðin mættust einmitt tvisvar í Þjóðadeildinni fyrr á þessu ári og gerðu þá í tvígang jafntefli, en nú er tilefnið enn stærra og ljóst að áhorfendur munu láta vel í sér heyra: „Það verða mikil læti og þess vegna skiptir miklu máli að við stelpurnar séum með góða líkamstjáningu okkar á milli og þekkjum og tengjum vel við næstu leikmenn á vellinum. Við erum búnar að fara yfir þetta allt vel, það er verið að aðstoða okkur eins mikið og hægt er og undirbúa okkur, og við vitum alveg hvað er í húfi og að stemningin verður gríðarmikil,“ sagði Sandra María á fjölmiðlahittingi við hótel landsliðsins, í aðdraganda leiksins. Klippa: Sandra María ætlar að gera EM að sínu „Þetta er lið sem við höfum mætt oft undanfarið og við þekkjum vel inn á þeirra styrkleika og veikleika. Við vitum hvað það var sem klikkaði í fyrri hálfleik og hvað það var sem við gerðum þegar við svöruðum svona vel, eftir að hafa lent 3-0 undir. Ég held að við tökum það með okkur og byggjum ofan á það. Við sýndum og sönnuðum fyrir okkur að við erum færar um þetta. Við þurfum bara að byrja frá mínútu eitt, í stað þess að bíða eftir að eitthvað gerist. Að þetta sé strax „allt eða ekkert“. Maður er bara jákvæður. Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað þarf til að ná okkur í stig,“ sagði Sandra María. Hún var í fremstu víglínu Íslands gegn Finnlandi á miðvikudaginn en hvernig er að mæta nánast beint innan úr Boganum og á stóra leikvanga á stórmóti? „Þetta er rosalega mikill munur þarna á milli, maður verður bara að segja það. Annað væri lygi. En ég tel mig vera mjög vel undirbúna, búin að spila marga stóra leiki með landsliðinu, spila erlendis við sterkustu lið í heimi, og umkringd gæðaleikmönnum í hópnum sem að hjálpa manni að vera á góðum stað þegar leikirnir hefjast,“ sagði Sandra María létt.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03 „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Sjá meira
Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sandra María Jessen hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim þrettán árum sem eru liðin síðan hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark. Hún er núna orðin mamma, laus við öll meiðsli og í sínu besta formi mætt á EM í Sviss. 5. júlí 2025 09:03
„Vitum hvað það var sem að klikkaði“ „Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun. 5. júlí 2025 11:05