Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Agnar Már Másson skrifar 4. júlí 2025 14:59 Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri. Vísir/Arnar Ísraelsmenn taka að óbreyttu þátt í Eurovision á næsta ári þar sem atkvæðagreiðslu um að meina þeim frá þátttöku var frestað fram á vetur. Fulltrúar Rúv vildu keppnisbann yfir Ísraelsmönnum og líklegt þykir að tillaga þess efnis hefði verið samþykkt ef gengið hefði verið til atkvæðagreiðslu. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kom saman í London í gær og í dag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefur meðal annars verið til umræðu. Stjórn Ríkisútvarpsins hafði beint þeim tilmælum til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra að ef tillaga kæmi fram á fundinum um að vísa KAN, ísraelska ríkisútvarpinu, úr keppninni skyldi Rúv styðja slíka tillögu. Íslendingar, Slóvenar og Spánverjar eru sagðir hafa verið í broddi þeirrar fylkingar á fundinum sem banna vildi Ísraelsmenn frá keppni en ríkisútvörp Austurríkis, Þýskalands og Sviss voru þau einu sem lýstu opinberlega stuðningi við Ísrael, að sögn Ynet og Eurovision fun. EBU ákvað þó að atkvæðagreiðsla færi ekki fram um brottvísun Ísraels úr Eurovision, heldur að henni yrði frestað og umræðan framlengd. Þetta þýðir að Ísrael fær í bili að taka þátt í söngvakeppninni. Líklega hefði þeim verið bannað að taka þátt hefði atkvæðagreiðslan farið fram að sögn Jerusalem Post, en Ísraelsmenn hefðu samkvæmt því aðeins verið skildir út undan í eitt ár. Erlendir miðlar greina enn fremur frá því að málið verði aftur tekið fyrir á fundi samtakanna í vetur. Breska ríkisútvarpið hafi lagt til að lokaákvörðun yrði tekin í vetur, skrifar Eurovision Fun, en sú ákvörðun sé háð því hvernig stríðið þróast. „Ef stríðið heldur áfram fram í veturinn, þegar málið verður skoðað aftur, mun KAN eiga erfitt við að halda áfram í Eurovision,“ hefur Ynet eftir heimildarmanni í EBU. Eurovision fun bendir á að ákvörðun BBC gæti hafa verið tekin undir áhrifum af nýlegum fréttaflutningi af Glastonbury-hátíðinni, þar sem ummæli eins tónlistarmanns sem kallaði eftir dauða ísraelskra hermanna vöktu sterk viðbrögð. Ekki hefur náðst í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttar. Ísrael Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva EBU kom saman í London í gær og í dag á aðalfundi þar sem þátttaka Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefur meðal annars verið til umræðu. Stjórn Ríkisútvarpsins hafði beint þeim tilmælum til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra að ef tillaga kæmi fram á fundinum um að vísa KAN, ísraelska ríkisútvarpinu, úr keppninni skyldi Rúv styðja slíka tillögu. Íslendingar, Slóvenar og Spánverjar eru sagðir hafa verið í broddi þeirrar fylkingar á fundinum sem banna vildi Ísraelsmenn frá keppni en ríkisútvörp Austurríkis, Þýskalands og Sviss voru þau einu sem lýstu opinberlega stuðningi við Ísrael, að sögn Ynet og Eurovision fun. EBU ákvað þó að atkvæðagreiðsla færi ekki fram um brottvísun Ísraels úr Eurovision, heldur að henni yrði frestað og umræðan framlengd. Þetta þýðir að Ísrael fær í bili að taka þátt í söngvakeppninni. Líklega hefði þeim verið bannað að taka þátt hefði atkvæðagreiðslan farið fram að sögn Jerusalem Post, en Ísraelsmenn hefðu samkvæmt því aðeins verið skildir út undan í eitt ár. Erlendir miðlar greina enn fremur frá því að málið verði aftur tekið fyrir á fundi samtakanna í vetur. Breska ríkisútvarpið hafi lagt til að lokaákvörðun yrði tekin í vetur, skrifar Eurovision Fun, en sú ákvörðun sé háð því hvernig stríðið þróast. „Ef stríðið heldur áfram fram í veturinn, þegar málið verður skoðað aftur, mun KAN eiga erfitt við að halda áfram í Eurovision,“ hefur Ynet eftir heimildarmanni í EBU. Eurovision fun bendir á að ákvörðun BBC gæti hafa verið tekin undir áhrifum af nýlegum fréttaflutningi af Glastonbury-hátíðinni, þar sem ummæli eins tónlistarmanns sem kallaði eftir dauða ísraelskra hermanna vöktu sterk viðbrögð. Ekki hefur náðst í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttar.
Ísrael Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira