Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Sindri Sverrisson skrifar 3. júlí 2025 13:46 Cecilía Rán Rúnarsdóttir kallar skipanir í leiknum við Finna í gær. Getty/Noemi Llamas „Cecilía og Sveindís mynda gott teymi saman í að hlæja og fíflast, en eru um leið mjög einbeittar,“ segir Ólafur Pétursson markmannsþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. Hann var skiljanlega ánægður með það sem hann sá frá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur í marki Íslands í fyrsta leik á EM í Sviss. Ólafur ræddi við Sýn á æfingasvæði íslenska landsliðsins í morgun áður en hann fór að segja markvörðum íslenska liðsins til á æfingu. Nú þurfa leikmenn að hrista af sér vonbrigðin eftir 1-0 tapið gegn Finnum og finna leiðir til að leggja Sviss að velli á sunnudaginn, þar sem mikið kemur til með að mæða á Cecilíu. „Cecilía stóð sig mjög vel í gær. Hún var örugg í öllum sínum aðgerðum. Tók fyrirgjafir og varði þau skot sem hún þurfti að verja, og gat lítið gert við markinu miðað við það sem ég hef skoðað. Góð heildarframmistaða hjá henni,“ sagði Ólafur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Ólafur sér um markverði Íslands Cecilía var valin besti markvörður Ítalíu í vetur og ein af fimm efnilegustu leikmönnunum á EM að mati ESPN. Hún verður brátt 22 ára og gæti því átt eftir að verja mark Íslands næsta áratuginn og mun lengur en það, en hvað gerir hana svona góða: „Hún er róleg og hefur mikla trú á sjálfri sér,“ segir Ólafur. „Hún er róleg, yfirveguð, veit hvað hún getur og undirbýr sig vel. Allt markvarðateymið er búið að undirbúa sig vel fyrir leiki, við skoðum fyrirgjafir og vítaspyrnur og annað, og reynum að vera eins vel undirbúin og við getum,“ segir Ólafur sem er einnig ánægður með hugarfar Cecilíu. Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær faðmlag eftir leikinn við Finna í gærkvöld, þar sem hún var besti leikmaður íslenska liðsins.vísir/Anton „Hún er léttklikkuð, eins og við markmenn erum oft. Gaman að henni. Við markmenn erum miklir húmoristar. Hún og Sveindís mynda gott teymi saman í að hlæja og fíflast, en eru mjög einbeittar. Það má ekki gleyma að þó við séum á stórmóti þá má brosa og hafa gaman. Hópurinn, bæði liðið og allt staffið, er mjög einbeitt í því sem við erum að gera. Við undirbúum allt mjög vel,“ sagði Ólafur en vildi svo sem ekki blanda sér mikið í einhverja umræðu um að myndbandagerð á samfélagsmiðlum trufli leikmenn: „Nei, en bara svo fólk viti það þá erum við hérna í langan tíma og það verður að vera gaman líka. Á sama tíma er mikil einbeiting í öllu sem við erum að gera.“ Eins og fyrr segir er Cecilía markvörður Inter og nú til frambúðar, eftir að félagið keypti hana frá Bayern München. „Gott hjá henni. Frábært skref. Hún var valin besti markvörðurinn á Ítalíu og það er bara gott að hún sé að spila. En það má ekki gleyma að þær eru þrjár í þessu teymi hérna og bæði Fanney [Inga Birkisdóttir] og Telma [Ívarsdóttir] styðja hana út í eitt. Rosalega flottar með henni og við vinnum ótrúlega vel saman. Þær eru allar að spila erlendis núna, Fanney í Svíþjóð og Telma í Skotlandi, og það er bara geggjað fyrir markmannsþjálfarann. Ég hef sagt við þær að ég myndi treysta hverri einustu þeirra til að spila hverja einustu mínútu á þessu móti. Þær geta allar spilað en okkar val er að láta Cessu spila núna,“ segir Ólafur. Cecilía Rán Rúnarsdóttir með markvörslu í leiknum við Finna í gær.vísir/Anton Næsti leikur Íslands er á sunnudag gegn heimakonum og þann leik eins og aðra þarf Cecilía að undirbúa sérstaklega: „Við skoðum bara horn, aukaspyrnur, fyrirgjafir og slíkt. Eins ef það er einhver vinstri fótar maður sem þarf að minna sérstaklega á. Við skoðum vítin mjög vel og hún er með merkingar á brúsanum sínum um hvar hver og einn leikmaður er líklegastur til að taka sín víti. Svo reynum við bara að undirbúa andlega þáttinn og hjálpumst öll að.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Látinn eftir höfuðhögg í leik Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn fer ekki á loft Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Sjá meira
Ólafur ræddi við Sýn á æfingasvæði íslenska landsliðsins í morgun áður en hann fór að segja markvörðum íslenska liðsins til á æfingu. Nú þurfa leikmenn að hrista af sér vonbrigðin eftir 1-0 tapið gegn Finnum og finna leiðir til að leggja Sviss að velli á sunnudaginn, þar sem mikið kemur til með að mæða á Cecilíu. „Cecilía stóð sig mjög vel í gær. Hún var örugg í öllum sínum aðgerðum. Tók fyrirgjafir og varði þau skot sem hún þurfti að verja, og gat lítið gert við markinu miðað við það sem ég hef skoðað. Góð heildarframmistaða hjá henni,“ sagði Ólafur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Ólafur sér um markverði Íslands Cecilía var valin besti markvörður Ítalíu í vetur og ein af fimm efnilegustu leikmönnunum á EM að mati ESPN. Hún verður brátt 22 ára og gæti því átt eftir að verja mark Íslands næsta áratuginn og mun lengur en það, en hvað gerir hana svona góða: „Hún er róleg og hefur mikla trú á sjálfri sér,“ segir Ólafur. „Hún er róleg, yfirveguð, veit hvað hún getur og undirbýr sig vel. Allt markvarðateymið er búið að undirbúa sig vel fyrir leiki, við skoðum fyrirgjafir og vítaspyrnur og annað, og reynum að vera eins vel undirbúin og við getum,“ segir Ólafur sem er einnig ánægður með hugarfar Cecilíu. Cecilía Rán Rúnarsdóttir fær faðmlag eftir leikinn við Finna í gærkvöld, þar sem hún var besti leikmaður íslenska liðsins.vísir/Anton „Hún er léttklikkuð, eins og við markmenn erum oft. Gaman að henni. Við markmenn erum miklir húmoristar. Hún og Sveindís mynda gott teymi saman í að hlæja og fíflast, en eru mjög einbeittar. Það má ekki gleyma að þó við séum á stórmóti þá má brosa og hafa gaman. Hópurinn, bæði liðið og allt staffið, er mjög einbeitt í því sem við erum að gera. Við undirbúum allt mjög vel,“ sagði Ólafur en vildi svo sem ekki blanda sér mikið í einhverja umræðu um að myndbandagerð á samfélagsmiðlum trufli leikmenn: „Nei, en bara svo fólk viti það þá erum við hérna í langan tíma og það verður að vera gaman líka. Á sama tíma er mikil einbeiting í öllu sem við erum að gera.“ Eins og fyrr segir er Cecilía markvörður Inter og nú til frambúðar, eftir að félagið keypti hana frá Bayern München. „Gott hjá henni. Frábært skref. Hún var valin besti markvörðurinn á Ítalíu og það er bara gott að hún sé að spila. En það má ekki gleyma að þær eru þrjár í þessu teymi hérna og bæði Fanney [Inga Birkisdóttir] og Telma [Ívarsdóttir] styðja hana út í eitt. Rosalega flottar með henni og við vinnum ótrúlega vel saman. Þær eru allar að spila erlendis núna, Fanney í Svíþjóð og Telma í Skotlandi, og það er bara geggjað fyrir markmannsþjálfarann. Ég hef sagt við þær að ég myndi treysta hverri einustu þeirra til að spila hverja einustu mínútu á þessu móti. Þær geta allar spilað en okkar val er að láta Cessu spila núna,“ segir Ólafur. Cecilía Rán Rúnarsdóttir með markvörslu í leiknum við Finna í gær.vísir/Anton Næsti leikur Íslands er á sunnudag gegn heimakonum og þann leik eins og aðra þarf Cecilía að undirbúa sérstaklega: „Við skoðum bara horn, aukaspyrnur, fyrirgjafir og slíkt. Eins ef það er einhver vinstri fótar maður sem þarf að minna sérstaklega á. Við skoðum vítin mjög vel og hún er með merkingar á brúsanum sínum um hvar hver og einn leikmaður er líklegastur til að taka sín víti. Svo reynum við bara að undirbúa andlega þáttinn og hjálpumst öll að.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Látinn eftir höfuðhögg í leik Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn fer ekki á loft Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn