„Það er samkeppni um starfsfólk“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. júlí 2025 11:52 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítalans fagnar svartri skýrslu Ríkisendurskoðenda. Mönnunarvandi hafi viðgengist á spítalanum allt of lengi. Það þurfi að hætta að tækla vandamálin með krísustjórnun og ráðast á rót vandans. Í gær kynnti Ríkisendurskoðun stóra úttekt sem málar upp ansi svarta mynd af stöðunni hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Til að mynda vanti fimmtíu menntaða hjúkrunarfræðinga, fjórtán ljósmæður, þrjátíu lækna og tæplega fjögur hundruð sjúkraliða. Þá hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segist fagna skýrslunni. Yfirmenn þar hafi lengi bent á vandann. „Það eru of mörg verkefni og of fátt fagfólk. Það hefur verið okkar viðfangsefni síðustu ár að berjast við það að halda þjónustunni á floti við þessar aðstæður. Það hefur að mörgu leyti gengið ágætlega en auðvitað er þetta gríðarlega erfið staða. Það er okkar frábæra starfsfólki að þakka að okkur hefur þó auðnast að veita þessa þjónustu sem okkur ber en álagið er gríðarlegt. Það er ekki á vísan að róa með þetta til framtíðar. Það verður að finna lausn á þessum vanda,“ segir Runólfur. Til að takast á við hlutina hafi Landspítalinn ráðið fleira ófaglært fólk. Það komi hins vegar ekki í stað faglærðs fólks. „Það hafa skapast ný störf innan heilbrigðisþjónustunnar í gegnum árin, meðal annars inni í einkarekinni þjónustu. Það er líka mikilvæg þjónusta, en það er samkeppni um starfsfólk, við þurfum líka að hafa það í huga. Mestu skiptir að við getum varðveitt þá þjónustu sem er brýnust hverju sinni. Landspítali er augljóslega þar í forgrunni,“ segir Runólfur. Stjórnvöld þurfi að móta skýrari stefnu. „Það þarf að bregðast skjótt við. Það þarf átak því tíminn líður hratt og verkefnin aukast stöðugt. Við höfum verið að sjá það undanfarin ár og við sjáum það glögglega í skýrslunni,“ segir Runólfur. Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Sjá meira
Í gær kynnti Ríkisendurskoðun stóra úttekt sem málar upp ansi svarta mynd af stöðunni hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Til að mynda vanti fimmtíu menntaða hjúkrunarfræðinga, fjórtán ljósmæður, þrjátíu lækna og tæplega fjögur hundruð sjúkraliða. Þá hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, segist fagna skýrslunni. Yfirmenn þar hafi lengi bent á vandann. „Það eru of mörg verkefni og of fátt fagfólk. Það hefur verið okkar viðfangsefni síðustu ár að berjast við það að halda þjónustunni á floti við þessar aðstæður. Það hefur að mörgu leyti gengið ágætlega en auðvitað er þetta gríðarlega erfið staða. Það er okkar frábæra starfsfólki að þakka að okkur hefur þó auðnast að veita þessa þjónustu sem okkur ber en álagið er gríðarlegt. Það er ekki á vísan að róa með þetta til framtíðar. Það verður að finna lausn á þessum vanda,“ segir Runólfur. Til að takast á við hlutina hafi Landspítalinn ráðið fleira ófaglært fólk. Það komi hins vegar ekki í stað faglærðs fólks. „Það hafa skapast ný störf innan heilbrigðisþjónustunnar í gegnum árin, meðal annars inni í einkarekinni þjónustu. Það er líka mikilvæg þjónusta, en það er samkeppni um starfsfólk, við þurfum líka að hafa það í huga. Mestu skiptir að við getum varðveitt þá þjónustu sem er brýnust hverju sinni. Landspítali er augljóslega þar í forgrunni,“ segir Runólfur. Stjórnvöld þurfi að móta skýrari stefnu. „Það þarf að bregðast skjótt við. Það þarf átak því tíminn líður hratt og verkefnin aukast stöðugt. Við höfum verið að sjá það undanfarin ár og við sjáum það glögglega í skýrslunni,“ segir Runólfur.
Landspítalinn Stjórnsýsla Heilbrigðismál Ríkisendurskoðun Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Sjá meira