Fótbolti

Blaða­manna­fundur Ís­lands fyrir fyrsta leik á EM

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Fyrirliðinn og þjálfarinn, Glódís Perla Viggósdóttir og Þorsteinn Halldórsson, sitja fyrir svörum.
Fyrirliðinn og þjálfarinn, Glódís Perla Viggósdóttir og Þorsteinn Halldórsson, sitja fyrir svörum.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta og Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði liðsins, sitja fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Íslands á EM gegn Finnlandi á morgun í A-riðli. Beina útsendingu frá fundinum má finna hér neðar í fréttinni.

Ísland hefur vegferð sína á EM á morgun gegn Finnlandi á Stockhorn leikvanginum í Thun í leik sem hefst klukkan fjögur.

Þrátt fyrir að leikurinn sé sá fyrsti hjá liðunum í riðlakeppninni er mikilvægi góðra úrslita í honum gífurlegt.

Blaðamannafundurinn hefst klukkan korter í fjögur að íslenskum tíma en auk Íslands og Finnlands eru landslið Sviss og Noregs í A-riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×