Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2025 23:17 Leikmenn Chelsea fá sér vatnssopa í gríðarlegum hita í leik á HM félagsliða. Carl Recine - FIFA/FIFA via Getty Images Alþjóðaleikmannasamtökin FIFPRO óttast að verði spilaðir leikir um miðjan dag á ákveðnum völlum á HM 2026 geti of mikill hiti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Samtökin, sem eru með yfir 70 þúsund atvinnumenn undir sínum hatti, gáfu frá sér skýrslu á dögunum þar sem þau nefna þrjár borgir þar sem „gríðarleg hætta“ (e. extremely high risk) á meiðslum og öðru tengdu hitanum getur átt sér stað þegar heimsmeistaramótið fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Borgirnar eru Kansas og Miami í Bandaríkjunum og Monterrey í Mexíkó. Raunar nefnir skýrslan einnig Atlanta, Dallas og Houston í skýrslunni, en samtökin gera ekki ráð fyrir jafn mikilli hættu fyrir leikmenn og áhorfendur á þeim völlum, þar sem þar er hægt að draga þak yfir velloina og loka þar með á hitann. Hægt er að loka þakinu á AT&T vellinum í Dallas.Kirby Lee/Getty Images Þá hafa fimm borgir verið skilgreindar sem „ mjög mikil hætta“ (e. very high risk) eða „mikil hætta“ (e. high risk), en það eru Boston, Philadelphia, Guadalajara, Los Angeles og New York. Nú þegar eru dæmi um að mikill hiti á leikjum sem fara fram um miðjan dag setji strik í reikninginn í Bandaríkjunum. Á heimsmeistaramóti félagsliða, sem nú fer fram, segir FIFPRO að aldrei hefði átt að leyfa leikjunum milli Chelsea og Esperance de Tunis annars vegar, og PSG og Atlético Madrid hins vegar, að fara fram um miðjan dag í slíkum hita. FIFPRO hefur nú þegar sent alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA erindi þar sem samtökin viðra áhyggjur sínar. Samtökin óttast hins vegar að ekki verði hlustað á þær áhyggjur sökum þess að of miklir peningar séu í spilinu. Til að mynda sé mikil pressa á FIFA að sem flestir í heiminum geti horft á leikina og þá séu leikir um miðjan dag til dæmis á ágætis tíma fyrir þá sem horfa á mótið í Asíu. HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Samtökin, sem eru með yfir 70 þúsund atvinnumenn undir sínum hatti, gáfu frá sér skýrslu á dögunum þar sem þau nefna þrjár borgir þar sem „gríðarleg hætta“ (e. extremely high risk) á meiðslum og öðru tengdu hitanum getur átt sér stað þegar heimsmeistaramótið fer fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada á næsta ári. Borgirnar eru Kansas og Miami í Bandaríkjunum og Monterrey í Mexíkó. Raunar nefnir skýrslan einnig Atlanta, Dallas og Houston í skýrslunni, en samtökin gera ekki ráð fyrir jafn mikilli hættu fyrir leikmenn og áhorfendur á þeim völlum, þar sem þar er hægt að draga þak yfir velloina og loka þar með á hitann. Hægt er að loka þakinu á AT&T vellinum í Dallas.Kirby Lee/Getty Images Þá hafa fimm borgir verið skilgreindar sem „ mjög mikil hætta“ (e. very high risk) eða „mikil hætta“ (e. high risk), en það eru Boston, Philadelphia, Guadalajara, Los Angeles og New York. Nú þegar eru dæmi um að mikill hiti á leikjum sem fara fram um miðjan dag setji strik í reikninginn í Bandaríkjunum. Á heimsmeistaramóti félagsliða, sem nú fer fram, segir FIFPRO að aldrei hefði átt að leyfa leikjunum milli Chelsea og Esperance de Tunis annars vegar, og PSG og Atlético Madrid hins vegar, að fara fram um miðjan dag í slíkum hita. FIFPRO hefur nú þegar sent alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA erindi þar sem samtökin viðra áhyggjur sínar. Samtökin óttast hins vegar að ekki verði hlustað á þær áhyggjur sökum þess að of miklir peningar séu í spilinu. Til að mynda sé mikil pressa á FIFA að sem flestir í heiminum geti horft á leikina og þá séu leikir um miðjan dag til dæmis á ágætis tíma fyrir þá sem horfa á mótið í Asíu.
HM 2026 í fótbolta FIFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira