Hvar er Khamenei? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. júní 2025 08:54 Íranir eru sagðir hafa nokkrar áhyggjur af velferð æðsta leiðtogans. Getty/Majid Saeedi „Fólk hefur áhyggjur af leiðtoganum. Getur þú sagt okkur hvar hann er?“ spurði sjónvarpsþáttastjórnandi í Íran í gær en gestur hans var Mehdi Fazaeli, starfsmaður Ayatollah Ali Khamenei. Þáttastjórnandinn sagði marga áhorfendur hafa sett sig í samband með þessa spurningu; hvar æðsti leiðtogi landsins væri, en þrátt fyrir miklar vendingar í málefnum Íran síðustu daga hefur ekkert heyrst frá Khamenei í um viku. Fazaeli svaraði að sjálfur hefði hann fengið fjölda fyrirspurna frá embættismönnum og fleirum, sem hefðu áhyggjur af Khamenei. Hann virtist þó ekki vilja, eða geta, svarað spurningunni beint. „Við ættum öll að biðja,“ sagði Fazaeli. „Þeir sem bera ábyrgð á því að vernda leiðtogann sinna hlutverki sínu vel. Ef guð lofar mun þjóð okkar fagna sigri við hlið leiðtoga síns. Ef guð lofar.“ Frá þessu greinir New York Times en frá því að síðast heyrðist frá Khamenei hafa Bandaríkin gert árásir á kjarnorkuinnviði Íran, Íran svarað fyrir sig með árás á herstöð Bandaríkjanna í Katar og Íran og Ísrael komist að samkomulagi um vopnahlé. Donald Trump Bandaríkjaforseti lét þau orð falla á dögunum að Bandaríkjamenn vissu hvar Khamenei hefðist við en að það væri ekki tímabært að ráða hann af dögum... ekki enn sem komið er. Þrátt fyrir þögn Khamenei eru engar vísbendingar uppi um að hann sé allur en samkvæmt New York Times hafa margir Íranir engu að síður töluverðar áhyggjur af leiðtoganum. Miðillinn segir ýmsar vangaveltur á lofti, meðal annars hvort dregið hafi úr völdum hans og hvort hann hafi átt aðkomu að ákvörðunum síðustu daga. Hamzeh Safavi, stjórnmálaskýrandi og sonur hershöfðingjans Yahya Safavi, sem er einn af helstu hernaðarráðgjöfum Khamenei, segir herinn hins vegar á því að Ísraelsmenn gætu enn freistað þess að ráða leiðtoganum bana og því sé hann í afar takmörkuðum samskiptum við „umheiminn“. Safavi segist þó telja að Khamenei komi að öllum lykilákvörðunum úr öruggri fjarlægð. New York Times hefur eftir háttsettum embættismönnum að stjórnmálamenn og herforingjar ynnu nú að því að mynda bandalög til að freista þess að ná völdum. Bandalögin hafi ólíka sýn á framtíð Íran en nú séu við stjórnvölinn menn sem hugnast helst hófsemi og friðarumleitanir. Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Þáttastjórnandinn sagði marga áhorfendur hafa sett sig í samband með þessa spurningu; hvar æðsti leiðtogi landsins væri, en þrátt fyrir miklar vendingar í málefnum Íran síðustu daga hefur ekkert heyrst frá Khamenei í um viku. Fazaeli svaraði að sjálfur hefði hann fengið fjölda fyrirspurna frá embættismönnum og fleirum, sem hefðu áhyggjur af Khamenei. Hann virtist þó ekki vilja, eða geta, svarað spurningunni beint. „Við ættum öll að biðja,“ sagði Fazaeli. „Þeir sem bera ábyrgð á því að vernda leiðtogann sinna hlutverki sínu vel. Ef guð lofar mun þjóð okkar fagna sigri við hlið leiðtoga síns. Ef guð lofar.“ Frá þessu greinir New York Times en frá því að síðast heyrðist frá Khamenei hafa Bandaríkin gert árásir á kjarnorkuinnviði Íran, Íran svarað fyrir sig með árás á herstöð Bandaríkjanna í Katar og Íran og Ísrael komist að samkomulagi um vopnahlé. Donald Trump Bandaríkjaforseti lét þau orð falla á dögunum að Bandaríkjamenn vissu hvar Khamenei hefðist við en að það væri ekki tímabært að ráða hann af dögum... ekki enn sem komið er. Þrátt fyrir þögn Khamenei eru engar vísbendingar uppi um að hann sé allur en samkvæmt New York Times hafa margir Íranir engu að síður töluverðar áhyggjur af leiðtoganum. Miðillinn segir ýmsar vangaveltur á lofti, meðal annars hvort dregið hafi úr völdum hans og hvort hann hafi átt aðkomu að ákvörðunum síðustu daga. Hamzeh Safavi, stjórnmálaskýrandi og sonur hershöfðingjans Yahya Safavi, sem er einn af helstu hernaðarráðgjöfum Khamenei, segir herinn hins vegar á því að Ísraelsmenn gætu enn freistað þess að ráða leiðtoganum bana og því sé hann í afar takmörkuðum samskiptum við „umheiminn“. Safavi segist þó telja að Khamenei komi að öllum lykilákvörðunum úr öruggri fjarlægð. New York Times hefur eftir háttsettum embættismönnum að stjórnmálamenn og herforingjar ynnu nú að því að mynda bandalög til að freista þess að ná völdum. Bandalögin hafi ólíka sýn á framtíð Íran en nú séu við stjórnvölinn menn sem hugnast helst hófsemi og friðarumleitanir.
Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira