Búið að breyta reglunni um víti sem grætti Atlético-menn Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2025 19:48 Reglunni var breytt aðeins of seint fyrir Julian Alvárez. Getty/Alberto Gardin Knattspyrnusamband Íslands hefur nú þegar innleitt breytingu á reglum um vítaspyrnur, varðandi það þegar leikmenn sparka boltanum óvart í eigin fót við framkvæmd spyrnu. Þetta þýðir að ef að leikmenn renna til við framkvæmd vítaspyrnu í næstu umferð Bestu deildarinnar, og sparka boltanum óvart í stoðfótinn en skora samt úr spyrnunni, þá mega þeir núna endurtaka spyrnuna. Áður hefði óbein aukaspyrna verið dæmd fyrir mótherjana. Þessi breytta regla tekur gildi um allan heim þann 1. júlí en hefur þegar tekið gildi á Íslandi, samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Nýja reglan mun því til dæmis gilda þegar stelpurnar okkar spila á EM í Sviss en mótið hefst eftir rúma viku, 2. júlí. Ráðist var í breytingar á reglunni eftir afar sárt tap Atlético Madrid gegn Real Madrid í vítaspyrnukeppni, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Julian Alvárez skoraði þar úr sínu víti en markið stóð ekki því hann snerti boltann með báðum fótum. Þjálfarinn Diego Simeone var æfur yfir þessari ákvörðun og spurði á blaðamannafundi eftir leik hvort að einhver hefði í raun og veru séð Alvárez snerta boltann tvisvar. Ef nýja reglan hefði verið í gildi þá hefði Alvárez fengið að endurtaka spyrnuna, því hann var augljóslega ekki að reyna að snerta boltann tvisvar. Reglan er núna svona: •Spyrnandinn sparkar boltanum óviljandi með báðum fótum samtímis, eða snertir boltann óviljandi með stöðufætinum strax eftir spyrnuna: ■ Ef mark er skorað, er vítaspyrnan endurtekin. ■ Ef mark er ekki skorað, er dæmd óbein aukaspyrna (nema dómarinn beiti hagnaðarreglunni ef það er augljóslega varnarliðinu í hag), en í tilfelli vítaspyrnukeppni er skráð að spyrnan hafi misfarist. • Spyrnandinn sparkar boltanum viljandi með báðum fótum, eða snertir boltann öðru sinni viljandi áður en hann hefur snert annan leikmann: ■ Óbein aukaspyrna er dæmd (nema dómarinn beiti hagnaðarreglunni ef það er augljóslega varnarliðinu í hag), en í tilfelli vítaspyrnukeppni er skráð að spyrnan hafi misfarist. Fótbolti Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Þetta þýðir að ef að leikmenn renna til við framkvæmd vítaspyrnu í næstu umferð Bestu deildarinnar, og sparka boltanum óvart í stoðfótinn en skora samt úr spyrnunni, þá mega þeir núna endurtaka spyrnuna. Áður hefði óbein aukaspyrna verið dæmd fyrir mótherjana. Þessi breytta regla tekur gildi um allan heim þann 1. júlí en hefur þegar tekið gildi á Íslandi, samkvæmt ákvörðun stjórnar KSÍ. Nýja reglan mun því til dæmis gilda þegar stelpurnar okkar spila á EM í Sviss en mótið hefst eftir rúma viku, 2. júlí. Ráðist var í breytingar á reglunni eftir afar sárt tap Atlético Madrid gegn Real Madrid í vítaspyrnukeppni, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor. Julian Alvárez skoraði þar úr sínu víti en markið stóð ekki því hann snerti boltann með báðum fótum. Þjálfarinn Diego Simeone var æfur yfir þessari ákvörðun og spurði á blaðamannafundi eftir leik hvort að einhver hefði í raun og veru séð Alvárez snerta boltann tvisvar. Ef nýja reglan hefði verið í gildi þá hefði Alvárez fengið að endurtaka spyrnuna, því hann var augljóslega ekki að reyna að snerta boltann tvisvar. Reglan er núna svona: •Spyrnandinn sparkar boltanum óviljandi með báðum fótum samtímis, eða snertir boltann óviljandi með stöðufætinum strax eftir spyrnuna: ■ Ef mark er skorað, er vítaspyrnan endurtekin. ■ Ef mark er ekki skorað, er dæmd óbein aukaspyrna (nema dómarinn beiti hagnaðarreglunni ef það er augljóslega varnarliðinu í hag), en í tilfelli vítaspyrnukeppni er skráð að spyrnan hafi misfarist. • Spyrnandinn sparkar boltanum viljandi með báðum fótum, eða snertir boltann öðru sinni viljandi áður en hann hefur snert annan leikmann: ■ Óbein aukaspyrna er dæmd (nema dómarinn beiti hagnaðarreglunni ef það er augljóslega varnarliðinu í hag), en í tilfelli vítaspyrnukeppni er skráð að spyrnan hafi misfarist.
Fótbolti Besta deild karla Besta deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira