Átti fullkomið hlaup fyrir aftan nöfnu sína frá Moldóvu Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júní 2025 09:00 Andrea varð önnur í mark á eftir Andreeu og sló Íslandsmetið. FRÍ Andrea Kolbeinsdóttir hefur hlaupið eins og vindurinn og slegið tvö Íslandsmet síðustu vikuna. Hindrunarhlaupið í gær segir hún hafa spilast fullkomlega út, fyrir aftan nöfnu sína frá Moldóvu. „Tvö Íslandsmet á viku er bara geggjað, gæti auðvitað ekki verið ánægðari með það. Geggjað að taka fimm kílómetra götuhlaup á fimmtudaginn, mæta svo út til Slóveníu í þrjú þúsund metra hindrun og ná að bæta mig líka þar… View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) …Ég hef ekki verið að fókusa á hindrun en vissi að ég ætti að vera í betri formi en ég var í, ég átti semsagt gamla metið líka, þannig að ég er mjög glöð að það tókst. Markmiðið var alltaf að bæta tímann og hlaupið spilaðist eiginlega fullkomlega út“ sagði Andrea sem bætti metið um rúmlega eina sekúndu þegar hún kom í mark á 10:07,38 mínútum. Íslandsmet slegið en Andrea var önnur í keppninni á eftir Andreeu Stavila frá Moldóvu, sem var sú eina sem átti betri tíma en Andrea fyrir hlaupið. „Það átti ein betri tíma en ég, sem heitir líka Andrea. Ég límdi mig fyrir aftan hana og svo missti ég hana svona síðustu þrjá hringina, en ég náði að halda góðum hraða og svo þegar ég var að fara yfir síðustu hindrunina sé ég að ég á séns í metið. Gaf allt í lokasprettinn og rétt náði því, gæti ekki verið sáttari“ sagði Andrea. Andrea og Andreea í hlaupi gærdagsins. FRÍ Andrea keppir aftur á Evrópubikarnum í Slóveníu síðar í dag, þegar hún tekur þátt í fimm kílómetra brautarhlaupi. Hún er nýbúin að slá Íslandsmetið í götuhlaupi í sömu vegalengd og því verður spennandi að sjá hvað Andrea gerir á brautinni í kvöld, klukkan 18:50. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Vísi. Andrea á annan besta tíma skráðra keppenda yfir allt sem er 16:32,42 mín frá því árið 2023 en hefur ekki hlaupið neitt á braut í ár og á því ekki ársbestan árangur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
„Tvö Íslandsmet á viku er bara geggjað, gæti auðvitað ekki verið ánægðari með það. Geggjað að taka fimm kílómetra götuhlaup á fimmtudaginn, mæta svo út til Slóveníu í þrjú þúsund metra hindrun og ná að bæta mig líka þar… View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) …Ég hef ekki verið að fókusa á hindrun en vissi að ég ætti að vera í betri formi en ég var í, ég átti semsagt gamla metið líka, þannig að ég er mjög glöð að það tókst. Markmiðið var alltaf að bæta tímann og hlaupið spilaðist eiginlega fullkomlega út“ sagði Andrea sem bætti metið um rúmlega eina sekúndu þegar hún kom í mark á 10:07,38 mínútum. Íslandsmet slegið en Andrea var önnur í keppninni á eftir Andreeu Stavila frá Moldóvu, sem var sú eina sem átti betri tíma en Andrea fyrir hlaupið. „Það átti ein betri tíma en ég, sem heitir líka Andrea. Ég límdi mig fyrir aftan hana og svo missti ég hana svona síðustu þrjá hringina, en ég náði að halda góðum hraða og svo þegar ég var að fara yfir síðustu hindrunina sé ég að ég á séns í metið. Gaf allt í lokasprettinn og rétt náði því, gæti ekki verið sáttari“ sagði Andrea. Andrea og Andreea í hlaupi gærdagsins. FRÍ Andrea keppir aftur á Evrópubikarnum í Slóveníu síðar í dag, þegar hún tekur þátt í fimm kílómetra brautarhlaupi. Hún er nýbúin að slá Íslandsmetið í götuhlaupi í sömu vegalengd og því verður spennandi að sjá hvað Andrea gerir á brautinni í kvöld, klukkan 18:50. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Vísi. Andrea á annan besta tíma skráðra keppenda yfir allt sem er 16:32,42 mín frá því árið 2023 en hefur ekki hlaupið neitt á braut í ár og á því ekki ársbestan árangur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira