33 ára sósíalisti hafði betur gegn Cuomo í New York Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2025 06:38 Hinn 33 ára Zohran Mamdani yrði fyrsti músliminn til að stýra New York-borg, verði hann kjörinn í nóvember næstkomandi. AP Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York-ríkis, hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka í forkosningum Demókrata um hver verður frambjóðandi flokksins í borgarstjórakosningum í New York sem fram fara í nóvember. Ákvörðun Cuomo þýðir að allt bendi til að hinn 33 ára Zohran Mamdani, sósíalisti og þingmaður á ríkisþingi New York, verði frambjóðandi Demókrata. Verði Mamdami kjörinn borgarstjóri verður hann fyrsti músliminn og Bandaríkjamaðurinn af indverskum uppruna til að stýra þessari einni af stærstu borgum Bandaríkjanna. Cuomo hafði sett stefnuna á óvænta pólitíska endurkomu eftir að hann sagði af sér sem ríkisstjóri fyrir fjórum árum í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Hann var ríkisstjóri New York á árunum 2011 til 2021. Fréttaskýrendur vestanhafs segja ósigur Cuomo einn þann óvæntasta í sögu New York-borgar. Fluttist til Bandaríkjanna sjö ára Mamdami fæddist í Úganda en fjölskylda hans fluttist til New York þegar hann var sjö ára gamall. Í frétt BBC segir að í kosningabaráttunni hafi hann meðal annars birt kosningamyndbönd þar sem hann talar urdu og þar sem hann nýtti myndefni úr Bollywood-myndum. Í öðru myndbandi ávarpaði hann kjósendur á spænsku. Mamdami hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við baráttu Palesínumanna við Ísraela og hefur málflutningur hans sætt gagnrýni innan raða Demókrataflokksins. Hann hefur sömuleiðis talað fyrir fríum almenningssamgöngum og heilbrigðisþjónustu, frystingu leiguverðs og einnig að borgin reki matvöruverslanir. Andrew Cuomo var ríkisstjóri New York-ríkis á árunum 2011 til 2021 en sagði af sér í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Hann hugði á endurkomu í pólitíkina.AP Mamdami „vann“ Í ávarpi til stuðningsmanna sinna í gærkvöldi sagði hinn 67 ára Cuomo að Mamdano hafi „unnið“ forkosningarnar og að Cuomo ætli sér nú að endurmeta stöðuna og „taka ákvarðanir“. Forkosningar Demókrata eru almennt taldar ákvarða hver verður borgarstjóri New York-borgar, en borgin er eitt helsta vígi Demókrata og meirihluti íbúa frjálslyndir í skoðunum. Niðurstöður gærkvöldsins sýndu Mamdami með öruggt forskot en þó ekki þann hreina meirihluta sem þarf til að hljóta útnefningu. Tilkynning Cuomo kom nokkuð á óvart þar sem talning mun halda áfram eitthvað fram í næstu viku. Í forkosningunum mega flokksmenn raða fimm frambjóðendum í röð og er talning fyrir vikið tímafrek. Í samtali við New York Times segir Cuomo að hann eigi enn eftir að taka ákvörðun um hvort að hann muni bjóða sig fram sem óháður í kosningunum sem fram fara í nóvember. Bandaríkin Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Ákvörðun Cuomo þýðir að allt bendi til að hinn 33 ára Zohran Mamdani, sósíalisti og þingmaður á ríkisþingi New York, verði frambjóðandi Demókrata. Verði Mamdami kjörinn borgarstjóri verður hann fyrsti músliminn og Bandaríkjamaðurinn af indverskum uppruna til að stýra þessari einni af stærstu borgum Bandaríkjanna. Cuomo hafði sett stefnuna á óvænta pólitíska endurkomu eftir að hann sagði af sér sem ríkisstjóri fyrir fjórum árum í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Hann var ríkisstjóri New York á árunum 2011 til 2021. Fréttaskýrendur vestanhafs segja ósigur Cuomo einn þann óvæntasta í sögu New York-borgar. Fluttist til Bandaríkjanna sjö ára Mamdami fæddist í Úganda en fjölskylda hans fluttist til New York þegar hann var sjö ára gamall. Í frétt BBC segir að í kosningabaráttunni hafi hann meðal annars birt kosningamyndbönd þar sem hann talar urdu og þar sem hann nýtti myndefni úr Bollywood-myndum. Í öðru myndbandi ávarpaði hann kjósendur á spænsku. Mamdami hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við baráttu Palesínumanna við Ísraela og hefur málflutningur hans sætt gagnrýni innan raða Demókrataflokksins. Hann hefur sömuleiðis talað fyrir fríum almenningssamgöngum og heilbrigðisþjónustu, frystingu leiguverðs og einnig að borgin reki matvöruverslanir. Andrew Cuomo var ríkisstjóri New York-ríkis á árunum 2011 til 2021 en sagði af sér í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni. Hann hugði á endurkomu í pólitíkina.AP Mamdami „vann“ Í ávarpi til stuðningsmanna sinna í gærkvöldi sagði hinn 67 ára Cuomo að Mamdano hafi „unnið“ forkosningarnar og að Cuomo ætli sér nú að endurmeta stöðuna og „taka ákvarðanir“. Forkosningar Demókrata eru almennt taldar ákvarða hver verður borgarstjóri New York-borgar, en borgin er eitt helsta vígi Demókrata og meirihluti íbúa frjálslyndir í skoðunum. Niðurstöður gærkvöldsins sýndu Mamdami með öruggt forskot en þó ekki þann hreina meirihluta sem þarf til að hljóta útnefningu. Tilkynning Cuomo kom nokkuð á óvart þar sem talning mun halda áfram eitthvað fram í næstu viku. Í forkosningunum mega flokksmenn raða fimm frambjóðendum í röð og er talning fyrir vikið tímafrek. Í samtali við New York Times segir Cuomo að hann eigi enn eftir að taka ákvörðun um hvort að hann muni bjóða sig fram sem óháður í kosningunum sem fram fara í nóvember.
Bandaríkin Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent